Makríll frá Íslandi var seldur til Rússlands í gegnum fyrirtæki í skattaskjólunum Panama og Tortólu áður en innflutningsbann var sett á þessa fisktegund. Þetta kemur fram í tollaskjölum frá Rússlandi um innflutning á makríl til landsins frá Íslandi. Tollaskjölin eru frá árunum 2013 og 2014. Ekki kemur fram í tollaskjölunum hver er eða var eigandi fyrirtækjanna í skattaskjólunum sem flutti íslenska makrílinn inn til Rússlands.
Innflutningsbannið var sett á árið 2015 eftir að Ísland gaf það út að landið styddi viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússlandi út af innrásinni á Krímskaga, innlimunar svæðisins í Rússland og vegna stríðsátakanna í Úkraínu.
Fram að þessum tíma var innflutningur á makríl, fiski sem tiltölulega nýlega er kominn inn í íslenska fiskveiðilögsögu vegna hlýnunar sjávar, frá Íslandi mikill. Árið 2013 seldu Íslendingar til dæmis 113 þúsund tonn af makríl til Rússlands en þetta var um 1/3 hluti af allri makrílsölu Íslands það árið.
Í …
Athugasemdir