Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Háskólinn fær að nýta sér tennur fylgdarlausra barna til frekari rannsókna

Hæl­is­leit­end­ur eru beðn­ir um að veita HÍ sér­staka heim­ild til þess að nýta nið­ur­stöð­ur úr tann­grein­ing­um til frek­ari rann­sókna. Tann­lækn­ir sem sér um tann­grein­ing­ar seg­ir ekki um eig­in­leg­ar rann­sókn­ir að ræða.

Háskólinn fær að nýta sér tennur fylgdarlausra barna til frekari rannsókna
Hinn sextán ára gamli Íraki Ali Nasir var sextán ára gamall þegar hann var leiddur út úr Laugarneskirkju með lögregluvaldi og sendur úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Fylgdarlaus börn sem fara í tanngreiningu hjá Háskóla Íslands eru spurð um það hvort nýta megi niðurstöðurnar í frekari rannsóknir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tannlæknadeild Háskóla Íslands sækist eftir heimild til þess að nota upplýsingar um tennur fylgdarlausra barna til frekari rannsókna þegar þau eru látin undirgangast röntgengreiningu á tönnunum sínum vegna umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi.  Börnin eru beðin um að veita leyfi fyrir þessu á sérstöku eyðublaði sem þau þurfa að fylla út áður en eiginleg rannsókn á tönnum þeirra hefst. Eyðublaðið er á íslensku en þar er ekki tilgreint hvort það geti haft tilteknar afleiðingar fyrir umsókn viðkomandi neiti hann að veita slíkt leyfi. Útlendingalög kveða á um að ávallt skuli „litið svo á við meðferð máls að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem segist vera undir lögaldri sé barn þar til annað kemur í ljós með aldursgreiningu eða á annan hátt“.

Hafa valJón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, hefur sagt að tanngreiningar séu valkvæðar en það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir hælisumsókn umsækjanda neiti hann að fara í slíka …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár