Tannlæknadeild Háskóla Íslands sækist eftir heimild til þess að nota upplýsingar um tennur fylgdarlausra barna til frekari rannsókna þegar þau eru látin undirgangast röntgengreiningu á tönnunum sínum vegna umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi. Börnin eru beðin um að veita leyfi fyrir þessu á sérstöku eyðublaði sem þau þurfa að fylla út áður en eiginleg rannsókn á tönnum þeirra hefst. Eyðublaðið er á íslensku en þar er ekki tilgreint hvort það geti haft tilteknar afleiðingar fyrir umsókn viðkomandi neiti hann að veita slíkt leyfi. Útlendingalög kveða á um að ávallt skuli „litið svo á við meðferð máls að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem segist vera undir lögaldri sé barn þar til annað kemur í ljós með aldursgreiningu eða á annan hátt“.

Athugasemdir