Hundrað og eitt fíkniefnalagabrot þar sem um neysluskammt var að ræða var skráð í sakaskrá á sex mánaða tímabili frá myndun sitjandi ríkisstjórnar. Hætt var að skrá slík brot í sakaskrá 1. maí síðastliðinn og hefðu allir hlutaðeigandi sloppið við skráningu vegna þessara brota eftir þá dagsetningu.
Þetta kemur fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Snæbjörns Brynjarssonar, varaþingmanns Pírata, á Alþingi. Snæbjörn spurði hversu margir einstaklingar hefðu fengið slík brot skráð á sakaskrá frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við 30. nóvember í fyrra.
Í svari ráðherra kemur fram að 101 slíkt brot hafi verið skráð þar til reglubreytingin tók gildi í maí. Miðað er við brot sem vörðuðu sekt á bilinu 50 til 75 þúsund krónur. Hvorki var skoðað hvort fjöldi sakborninga væri sá sami og fjöldi brota eða um hvers konar fíkniefni var að ræða.
Reikna sektina eftir magni efnanna
Ekkert þessara brota hefði verið skráð …
Athugasemdir