Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að bjóða sig fram til formanns í Sjómannafélagi Íslands á morgun, mánudag, þrátt fyrir að hún hafi verið rekin úr félaginu. „Við byrjuðum að safna meðmælendum í gær og viðbrögðin hafa verið ótrúleg,“ skrifar Heiðveig María á Facebook en hún og félagar hennar á B lista hyggjast senda framboðslistann inn til stjórnar félagsins í fyrramálið.
„Að sjálfsögðu er ég á listanum og í framboði til formanns Sjómannafélagsins þótt ég hafi verið ólöglega rekin úr félaginu um daginn,“ skrifar Heiðveig María sem segist fullviss um að Félagsdómur muni fella þá gjörð úr gildi og staðfesta kjörgengi hennar sem muni þýða að listinn verði löglegur frá þeim tímapunkti.
„B-listinn mun vinna fyrir félagið af heilindum með lýðræðið að vopni og treysta félagsmönnum í ákvarðanatökum og stýra félaginu inn í nýja tíma með aukinni tæknivæðingu, lýðræðislegri samvinnu, undirbúningi og framfararskrefum inn í bjarta …
Athugasemdir