Nokkuð hefur verið deilt undanfarið um innleiðingu svokallaðs þriðja orkupakka Evrópusambandsins í íslensk lög. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innleiðingu hans vera „stór skref í að gefa eftir fullveldi landsins“ sem muni skerða „sjálfstjórnarrétt Íslands“. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra hefur sagt að óvíst sé hvort meirihluti sé fyrir innleiðingu hans á Alþingi. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason, hafa lýst yfir efasemdum um innleiðingu hans.
Þriðji orkupakki Evrópusambandsins var samþykktur árið 2009. Pakkinn var tekinn upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í fyrra og ber því Íslandi að innleiða þær tilskipanir og reglugerðir ESB sem tengjast pakkanum. Pakkinn snýr að eflingu innri markaðar fyrir raforku og aukna samkeppni á honum. Einnig fá eftirlitsstofnanir á borð við Orkustofnun aukið sjálfstæði.
Gagnrýnendur orkupakkans lýsa yfir áhyggjum af því að orkuverð á Íslandi muni hækka með aðild landsins að sameiginlegum orkumarkaði Evrópu. Verði sæstrengur lagður til Evrópu …
Athugasemdir