Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

Fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari kall­ar eft­ir því að emb­ætt­is­mönn­um í seðla­bank­an­um verði vik­ið frá störf­um fyr­ir að hafa skað­að „starf­andi at­vinnu­fyr­ir­tæki í land­inu“.

Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

J

ón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fyrrverandi hæstaréttardómari og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, kallar eftir því að Már Guðmundsson og fleiri embættismenn í Seðlabankanum verði látnir víkja vegna niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að Seðlabankanum hafi ekki verið heimilt að leggja stjórnvaldssekt á Samherja árið 2016 vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og aðaleigandi Samherja, hefur gengið lengra og talað um að Már hljóti að vera „á leiðinni í fangelsi“.

Jón Steinar fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag og fer hörðum orðum um aðgerðir Seðlabankans gagnvart Samherja. Dómur Hæstaréttar féll á fimmtudaginn, en þar er staðfest sú niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Seðlabankinn hafi ekki verið í rétti þegar Samherji var sektaður vegna meintra brota á reglum um skilaskyldu á erlendum gjaldeyri. Ástæðan er sú að áður höfðu átt sér stað bréfaskipti milli Seðlabankans og Samherja sem mátti skilja sem svo að Seðlabankinn hefði endanlega fellt niður rannsókn á meintum brotum. Töldu dómstólar að Samherji hefði mátt binda réttmætar væntingar við þau skilaboð auk þess sem Seðlabankinn hefði ekki sýnt fram á á hvaða grundvelli honum hefði verið heimilt að taka málið upp að nýju. 

Jón Steinar bendir á að málarekstur Seðlabankans á hendur Samherja hafi staðið yfir allt frá 2012 þegar gerð var húsrannsókn á skrifstofum fyrirtækisins. Í apríl 2013 kærði svo Seðlabankinn Samherja fyrir brot á gjaldeyrisreglum en sérstakur saksóknari vísaði málinu frá. Sams konar máli Seðlabankans gegn fjórum fyrirsvarsmönnum Samherja var svo aftur vísað frá tveimur árum síðar. Loks var bankinn gerður afturreka með stjórnvaldssektina í héraðsdómi í fyrra, og sú ákvörðun nú staðfest í Hæstarétti. 

„Þetta er einfaldlega dæmi um mál þar sem handhafi opinbers valds misbeitir valdi sínu til tjóns fyrir starfandi atvinnufyrirtæki í landinu,“ skrifar Jón Steinar og bætir því við að Seðlabankastjóri beri ábyrgð á „þessi aðför bankans“ enda hafi hann sjálfur tekið „beinan þátt“ í henni. „Það fylgir því mikil ábyrgð að stjórna opinberum stofnunum sem fengnar eru heimildir til að beita borgara valdi þeim til tjóns. Þegar svo hrapallega tekst til sem hér er raunin hljóta þeir sem ábyrgð bera á aðför stofnunar að gjalda fyrir með starfi sínu. Um það ætti ekki að þurfa neinar málalengingar,“ skrifar hann.

Loks beinir Jón Steinar spjótum sínum að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna ummæla hennar um að dómurinn hafi ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra. „Samkvæmt lögum skipar sá ráðherra bankastjórann til starfa og ætti því að víkja honum úr starfi vilji hann ekki víkja sjálfur,“ skrifar Jón og bætir því við að málið sé dæmi um „þá spillingu sem ríkir á Íslandi við meðferð opinbers valds“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu