Mamma fékk sér hana Máney fyrir um fimm árum, þegar ég var fimmtán ára. Við höfum verið miklir vinir síðan þótt mér leiðist stundum að þurfa að eltast við hana þegar hún tekur sprettinn.
Hún er rosalega góð en ekki mjög öguð. Það er mikilvægt að vera alltaf með hana í ólinni, og líka að vera skynsamur þegar kemur að allri þjálfun. Husky-hundar eru ekkert með sérstaklega gott orðspor þegar kemur að þjálfun og aga og hún hefur alveg sýnt það þegar hún hefur komist úr ólinni sinni. Þá fer hún að hlaupa á eftir hænsnum eða hundum eða hverju sem hreyfist.
Ég man sérstaklega eftir því þegar hún losnaði úr ólinni þegar við vorum á Seyðisfirði. Þá tók hún á sprett beinustu leið upp á heiði og fór að eltast við einhver tuttugu hreindýr. Það var ágætis eltingaleikur fyrir hana og ekki síður fyrir mig. Maður þarf stanslaust að …
Athugasemdir