Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja hætta að segja „háttvirtur“

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Pírata vilja af­leggja lög­bund­in en fram­andi sæmd­ar­heiti al­þing­is­manna, sem end­ur­spegli ólíka fram­komu eft­ir þjóð­fé­lags­stöðu.

Vilja hætta að segja „háttvirtur“
Alþingismenn Forseti þingsins framfylgir þeirri föstu venju að þingmenn séu ávarpaðir „háttvirtur“. Mynd: Davíð Þór

Þingmenn úr flokki Pírata og Samfylkingar reyna að fá því framgengt að hætt verði að neyða þingmenn til þess að nota sæmdarheitin „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“. Samkvæmt núgildandi reglum sæta þingmenn athugasemdum forseta þingsins ef þeir ávarpa ekki eftir þessari föstu venju.

Flutningsmennirnir, Margrét Tryggvadóttir, Guðjón S. Brjánsson, Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson, segja að í Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð séu ekki gerðar kröfur um þess lags tignarávarp á þjóðþingum. Í þingsályktunartillögu sinni segja þau að ávarpsorðin „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ séu jafnvel „notuð til að hæðast að stjórnmálamönnum og hafa þá snúist upp í andhverfu sína“. 

Loks er það álit þeirra að fólk ávinni sér virðingu með breytni en ekki stöðu eða hlutverkum og því „eigi [ávarpsorðin] ekki við í nútímaþjóðfélagi, séu úrelt og samræmist ekki þeirri lífsskoðun að allar manneskjur verðskuldi virðingu og að samfélag okkar skuli byggt á jafnrétti. Verðskuldi fólk sérstaka virðingu umfram aðra borgara ávinni það sér hana með störfum sínum og breytni en ekki stöðu eða hlutverkum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu