Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja hætta að segja „háttvirtur“

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Pírata vilja af­leggja lög­bund­in en fram­andi sæmd­ar­heiti al­þing­is­manna, sem end­ur­spegli ólíka fram­komu eft­ir þjóð­fé­lags­stöðu.

Vilja hætta að segja „háttvirtur“
Alþingismenn Forseti þingsins framfylgir þeirri föstu venju að þingmenn séu ávarpaðir „háttvirtur“. Mynd: Davíð Þór

Þingmenn úr flokki Pírata og Samfylkingar reyna að fá því framgengt að hætt verði að neyða þingmenn til þess að nota sæmdarheitin „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“. Samkvæmt núgildandi reglum sæta þingmenn athugasemdum forseta þingsins ef þeir ávarpa ekki eftir þessari föstu venju.

Flutningsmennirnir, Margrét Tryggvadóttir, Guðjón S. Brjánsson, Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson, segja að í Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð séu ekki gerðar kröfur um þess lags tignarávarp á þjóðþingum. Í þingsályktunartillögu sinni segja þau að ávarpsorðin „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ séu jafnvel „notuð til að hæðast að stjórnmálamönnum og hafa þá snúist upp í andhverfu sína“. 

Loks er það álit þeirra að fólk ávinni sér virðingu með breytni en ekki stöðu eða hlutverkum og því „eigi [ávarpsorðin] ekki við í nútímaþjóðfélagi, séu úrelt og samræmist ekki þeirri lífsskoðun að allar manneskjur verðskuldi virðingu og að samfélag okkar skuli byggt á jafnrétti. Verðskuldi fólk sérstaka virðingu umfram aðra borgara ávinni það sér hana með störfum sínum og breytni en ekki stöðu eða hlutverkum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár