Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vilja hætta að segja „háttvirtur“

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Pírata vilja af­leggja lög­bund­in en fram­andi sæmd­ar­heiti al­þing­is­manna, sem end­ur­spegli ólíka fram­komu eft­ir þjóð­fé­lags­stöðu.

Vilja hætta að segja „háttvirtur“
Alþingismenn Forseti þingsins framfylgir þeirri föstu venju að þingmenn séu ávarpaðir „háttvirtur“. Mynd: Davíð Þór

Þingmenn úr flokki Pírata og Samfylkingar reyna að fá því framgengt að hætt verði að neyða þingmenn til þess að nota sæmdarheitin „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“. Samkvæmt núgildandi reglum sæta þingmenn athugasemdum forseta þingsins ef þeir ávarpa ekki eftir þessari föstu venju.

Flutningsmennirnir, Margrét Tryggvadóttir, Guðjón S. Brjánsson, Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson, segja að í Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð séu ekki gerðar kröfur um þess lags tignarávarp á þjóðþingum. Í þingsályktunartillögu sinni segja þau að ávarpsorðin „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ séu jafnvel „notuð til að hæðast að stjórnmálamönnum og hafa þá snúist upp í andhverfu sína“. 

Loks er það álit þeirra að fólk ávinni sér virðingu með breytni en ekki stöðu eða hlutverkum og því „eigi [ávarpsorðin] ekki við í nútímaþjóðfélagi, séu úrelt og samræmist ekki þeirri lífsskoðun að allar manneskjur verðskuldi virðingu og að samfélag okkar skuli byggt á jafnrétti. Verðskuldi fólk sérstaka virðingu umfram aðra borgara ávinni það sér hana með störfum sínum og breytni en ekki stöðu eða hlutverkum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
6
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár