Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjóri Moggans grípur til varna fyrir Trump

Fjöl­miðl­ar ham­ast gegn Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta seg­ir í rit­stjórn­ar­grein í Morg­un­blað­inu í dag. For­set­inn hef­ur ít­rek­að kall­að fjöl­miðla „óvini fólks­ins“.

Ritstjóri Moggans grípur til varna fyrir Trump
Davíð Oddsson Davíð er ritstjóri Morgunblaðsins ásamt Haraldi Johannessen. Mynd: 365/Anton Brink

Ritstjóri Morgunblaðsins, grípur til varnar fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta í ritstjórnargrein í blaðinu í dag. Hann segir sigur demókrata í þingkosningum ekki athyglisverðan í sögulegum skilningi og að flokkurinn hafi flæmt frá sér kjósendur með því að láta rannsaka ásakanir um að  dómaraefni hafi framið kynferðisbrot.

Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem fram fóru á þriðjudaginn. Í öldungardeildinni bættu repúblikanar við sig þremur sætum, þrátt fyrir að hafa fengið 13 milljónum færri atkvæði en demókratar. Ástæðan er að hvert ríki fær tvo öldungardeildarþingmenn, óháð mannfjölda.

Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins eru nafnlausar en ætla má að Davíð Oddsson skrifi þær. Ber hann ábyrgð á blaðinu sem ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen. Morgunblaðinu var dreift frítt í dag inn á heimili.

„Flestir öflugustu fjölmiðlar landsins hafa hamast gegn Trump forseta af miskunnarleysi og furðulega hömlulaust frá því að eigendur þeirra og ritstjórnir vöknuðu upp við þann vonda draum að þeirra frambjóðandi, Hillary Clinton, tapaði fyrir honum þvert á spár,“ segir í greininni. „Eiginkona hans og börn hafa verið elt á röndum og sætt harðri gagnrýni fyrir hvað eina og er fróðlegt að bera það saman við dekur fjölmiðlanna við sambærilegar fjölskyldur úr þóknanlegum áttum,“ segir í leiðaranum. 

Beinir höfundur næst spjótum sínum að Ríkisúvarpinu. „Þessi fjölmiðlun hefur smitast víða og var með nokkrum ólíkindum að hlusta á talsmáta sérfræðings frá H.Í. í aðalfréttatíma „RÚV“, hins fræga „öryggisventils“ þjóðarinnar, um kosningaúrslitin. Var það hvergi nærri því að vera boðlegt.“

Trump hefur ítrekað kallað fjölmiðla „óvini fólksins“. Á miðvikudag lét hann banna Jim Acosta, fréttamann CNN, frá Hvíta húsinu fyrir að spyrja hann óþægilegra spurninga á fréttamannafundi.

Kavanaugh „vammlaust dómaraefni“

Í greininni segir að úrslitin verði að skoðast í því samhengi að venjulega tapi sá flokkur sem fer með forsetaembættið þingsætum í þingkosningum sem fari fram tveimur árum síðar. Demókrötum hefði hins vegar gengið mun betur ef ekki hefði verið fyrir rannsókn á ásökunum um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh sem Trump tilnefndi til setu í hæstarétti.

„Yfirgengilegar árásir þeirra á vammlaust dómaraefni til hæstaréttar Bandaríkjanna sneru blaðinu við,“ segir í greininni. „Sú aðferð þeirra að fallast með hávaða á hvaða ásökun um vemmilega glæpi sem birt var þótti mörgum handan við öll mörk. Nú er komið í ljós að um hreinan uppspuna var að ræða í öllum tilvikum nema hugsanlega einu.“

Brett Kavanaugh og Donald TrumpMiklar deilur stóðu um tilnefningu Trump á Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara í haust.

Virðist greinahöfundur þar vísa til eigin orða Trump, sem sagði í ræðu á mánudag að kona sem ásakaði Kavanaugh hafi reynst vera að ljúga. „Það athæfi að heill stjórnmálaflokkur af stærri gerðinni taki þá afstöðu að sérhver „ásökun væri mjög trúverðug“ (!) og því væri það dómaraefnisins að sanna sakleysi sitt fyrir umheiminum flæmdi kjósendur frá demókrötum.“

Trump nefndi ásakandann ekki á nafn

Þrjár konur hafa stigið fram opinberlega undir nafni og ásakað Kavanaugh fyrir kynferðisbrot. Kvöldið fyrir kosningarnar á þriðjudag sagði Trump í ræðu að kona sem ásakaði Kavanaugh um tilraun til nauðgunar hafi dregið ásökunina til baka.

„Sú sem ásakaði Brett Kavanaugh, mann sem er mjög góður maður, sú sem ásakaði viðurkenndi að hafa aldrei hitt hann, aldrei séð hann, hann hafi aldrei snert hana, talað við hana, hann hafði ekkert með hana að gera, hún bjó söguna til. Það var fölsk ásökun, það var svindl, það var falskt, það var allt falskt,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í Missouri.

Virtist hann þar eiga við Dr. Christine Blasey Ford, þá einu af ásakendunum sem bar vitni gegn Kavanaugh fyrir Bandaríkjaþingi og mest hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hann nefndi hana þó viljandi aldrei á nafn þar sem hann var að vísa til fjórðu konu sem ekki bar vitni, hafði lítið verið nefnd opinberlega, en á að hafa sent uppspunnið bréf til þingnefndarinnar „til að fá athygli“, segir í New York Times.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár