Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritari Sjálfstæðisflokks varar við vofu Karl Marx í verkalýðsfélögum

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir var­ar við hug­mynda­fræði sósí­al­ista í að­drag­anda kjara­samn­inga í að­sendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Kröf­ur há­vær­ustu verka­lýðs­fé­lag­anna séu óraun­hæf­ar, óskyn­sam­leg­ar, ábyrgð­ar­laus­ar og búi til fals­von­ir.

Ritari Sjálfstæðisflokks varar við vofu Karl Marx í verkalýðsfélögum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: xd.is

„Skynsömu fólki má vera ljóst að kröfur háværustu verkalýðsfélaganna eru ekki bara óraunhæfar og óskynsamlegar, heldur með öllu ábyrgðarlausar og aðeins til þess fallnar að búa til falsvonir.“ Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni segir Áslaug að hugmyndafræði sósíalisma sem heyrst hafi í aðdraganda kjarasamninga byggist á og sæki næringu í sundrungu. „Henni er ætlað að reka fleyg, ekki aðeins milli atvinnurekenda og launafólks heldur einnig milli stétta. Sagan kennir okkur hvaða afleiðingar það hefur.“

„Árið er 2018 en vofa Karls Marx lifnar við í frösum íslenskra forystumanna verkalýðsfélaga og fylgisveina þeirra.“

Segir hún nauðsynlegt fyrir launafólk, ekki síður en eigendur fyrirtækja, að spyrna við fótunum. „Árið er 2018 en vofa Karls Marx lifnar við í frösum íslenskra forystumanna verkalýðsfélaga og fylgisveina þeirra,“ skrifar Áslaug. „Þeir sem eldri eru þekkja afleiðingar sósíalismans í Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi og Kína og við sem yngri erum höfum séð hvernig almenningur í Venesúela hefur greitt dýru verði fyrir enn eina tilraunina í nafni sósíalismans. Landi sem fyrir örfáum árum var eitt auðugasta ríki í Suður-Ameríku en er nú orðið efnahagsleg auðn. Dæmin eru fleiri en rúmast í stuttum pistli sem þessum, en niðurstaðan er alltaf sú sama. Hvar sem sósíalismi hefur skotið rótum eru afleiðingarnar skelfilegar fyrir almenning. Það er engin ástæða til að ætla að niðurstaðan yrði önnur hér á landi.“

Loks skrifar Áslaug að einn af þeim frösum sem hafi heyrst á undanförnum misserum sé að atvinnurekendur séu óvinir launamanna. Ekkert geti verið fjær sanni og hvorugur geti lifað án hinna. „Það er ekki fyrir hvern sem er að gagnrýna eða efast um hagfræðiþekkingu þeirra sem nú fara fyrir stærstu verkalýðsfélögum landsins. Sá hinn sami má eiga von á því að vera samtvinnaður við illt auðvald, sakaður um að vinna gegn launafólki og fleira í þeim dúr,“ skrifar Áslaug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigur Trump í höfn
6
FréttirForsetakosningar í BNA 2024

Sig­ur Trump í höfn

Don­ald J. Trump er spáð sigri í for­seta­kosn­ing­un­um og verð­ur því að öll­um lík­ind­um næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Eft­ir að hafa tryggt sér kjör­menn frá Penn­sylvan­íu er Trump tal­inn eiga sig­ur­inn vís­an. Fréttamiðl­ar ytra hafa enn sem kom­ið er ekki stað­fest úrstlit­in fyr­ir ut­an banda­rísku frétta­veit­una Fox sem lýsti Trump sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna fyr­ir skömmu. Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hef­ur ósk­að Trump til ham­ingju með sig­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár