Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritari Sjálfstæðisflokks varar við vofu Karl Marx í verkalýðsfélögum

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir var­ar við hug­mynda­fræði sósí­al­ista í að­drag­anda kjara­samn­inga í að­sendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Kröf­ur há­vær­ustu verka­lýðs­fé­lag­anna séu óraun­hæf­ar, óskyn­sam­leg­ar, ábyrgð­ar­laus­ar og búi til fals­von­ir.

Ritari Sjálfstæðisflokks varar við vofu Karl Marx í verkalýðsfélögum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: xd.is

„Skynsömu fólki má vera ljóst að kröfur háværustu verkalýðsfélaganna eru ekki bara óraunhæfar og óskynsamlegar, heldur með öllu ábyrgðarlausar og aðeins til þess fallnar að búa til falsvonir.“ Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni segir Áslaug að hugmyndafræði sósíalisma sem heyrst hafi í aðdraganda kjarasamninga byggist á og sæki næringu í sundrungu. „Henni er ætlað að reka fleyg, ekki aðeins milli atvinnurekenda og launafólks heldur einnig milli stétta. Sagan kennir okkur hvaða afleiðingar það hefur.“

„Árið er 2018 en vofa Karls Marx lifnar við í frösum íslenskra forystumanna verkalýðsfélaga og fylgisveina þeirra.“

Segir hún nauðsynlegt fyrir launafólk, ekki síður en eigendur fyrirtækja, að spyrna við fótunum. „Árið er 2018 en vofa Karls Marx lifnar við í frösum íslenskra forystumanna verkalýðsfélaga og fylgisveina þeirra,“ skrifar Áslaug. „Þeir sem eldri eru þekkja afleiðingar sósíalismans í Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi og Kína og við sem yngri erum höfum séð hvernig almenningur í Venesúela hefur greitt dýru verði fyrir enn eina tilraunina í nafni sósíalismans. Landi sem fyrir örfáum árum var eitt auðugasta ríki í Suður-Ameríku en er nú orðið efnahagsleg auðn. Dæmin eru fleiri en rúmast í stuttum pistli sem þessum, en niðurstaðan er alltaf sú sama. Hvar sem sósíalismi hefur skotið rótum eru afleiðingarnar skelfilegar fyrir almenning. Það er engin ástæða til að ætla að niðurstaðan yrði önnur hér á landi.“

Loks skrifar Áslaug að einn af þeim frösum sem hafi heyrst á undanförnum misserum sé að atvinnurekendur séu óvinir launamanna. Ekkert geti verið fjær sanni og hvorugur geti lifað án hinna. „Það er ekki fyrir hvern sem er að gagnrýna eða efast um hagfræðiþekkingu þeirra sem nú fara fyrir stærstu verkalýðsfélögum landsins. Sá hinn sami má eiga von á því að vera samtvinnaður við illt auðvald, sakaður um að vinna gegn launafólki og fleira í þeim dúr,“ skrifar Áslaug.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár