Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Er kjöt ræktað á tilraunastofu framtíðin?

Gæti dreg­ið gríð­ar­lega úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá land­bún­aði. Þeg­ar hef­ur tek­ist að búa til ham­borg­ara á til­rauna­stofu. Fyr­ir­tæki lofa kjúk­linga­kjöti á mark­að fyr­ir árs­lok.

Er kjöt ræktað á tilraunastofu framtíðin?
Rækta kjöt á tilraunastofum Tilraunir með kjötræktun hafa skilað umtalsverðum árangri. Mynd: Shutterstock

Í umræðunni um það hvernig við getum takmarkað hlýnun jarðar kemur mataræði oft við sögu. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að framleiðsla dýraafurða hefur gríðarstórt kolefnisfótspor sem ekki er sjálfbært til frambúðar samhliða fjölgun mannkynsins.

Draga þarf úr neyslu dýraafurða

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri rannsóknir birst sem hafa beint spjótum sínum að þessum vanda. Nú síðast var það loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem ein af meginráðleggingum höfunda var að draga þyrfti markvisst úr neyslu dýraafurða til að sporna gegn loftslagsbreytingum.

Það eru þó ekki allir tilbúnir að leggja kjötneysluna á hilluna fyrir fullt og allt. Með þetta í huga vinna nokkur fyrirtæki að lausn sem hugsuð er sem staðgengill kjöts af slátruðum dýrum: kjöt ræktað á tilraunastofu.

Kjötneysla hefur aukist

Kjöt var áður fyrr munaðarvara á mörgum svæðum heims og er það í raun enn víðs vegar. Með vaxandi innkomu heimila og lækkuðu verði hefur þetta breyst nokkuð hratt. Mest hefur breytingin orðið í Austur-Asíu þar sem kjötneysla var 8,7 kíló á mann á ári á sjöunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu árum seinna var hún orðin 37,7 kílógrömm, sem er aukning upp á 330 prósent. Það gefur auga leið að aukin neysla krefst aukinnar framleiðslu á kjöti og við höfum nú þegar varla undan að finna landsvæði fyrir ræktun dýra til manneldis.

Flókið ferli

Árið 2013 tókst fyrst að rækta hamborgara á tilraunastofu í Þýskalandi. Sá hamborgari kostaði á sínum tíma um 30 milljónir í ræktun. Með framförum á þessu sviði hefur tekist að draga talsvert úr framleiðslukostnaði og kostar einn borgari í dag um 1.300 krónur.

Auk kostnaðar við ræktun á slíku kjöti er ferlið við ræktunina töluvert flókið. Stofnfrumur  eða hnoðatróðfrumur (forverar beinagrindavöðvafrumna) eru yfirleitt notaðar til að rækta kjötið. Frumunum er komið fyrir á næringarríku æti þar sem það er ræktað í lagi af frumum sem hægt er að búa til eins konar hakk úr.

Það sem hefur reynst hvað erfiðast í ferlinu er að fá frumurnar til að mynda þrívíðan strúktúr líkt og vöðva í dýri. Vöðvar dýra hafa ákveðna samsetningu fitu, vöðva og sina sem ekki hefur verið hægt að endurskapa með góðu móti á tilraunastofu. Fyrirtæki í þessum geira vinna hörðum höndum að því að finna lausnir á þeim vanda svo lokaafurðin sé sem líkust því sem fólk á að venjast.

Umhverfisvænni lausn

Talið er að kjöt ræktað á tilraunastofum geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði um 78–96 prósent. Það er einnig augljóst að landnotkun við slíka framleiðslu væri nær engin miðað við dýraeldi og á það sama við um vatnsnotkun. Þeir sem hafa gagnrýnt tæknina hafa aftur á móti bent á að til að gera kjötræktun að veruleika fyrir heimsbyggðina muni þurfa til mikla orku. Ekki er enn vitað hver orkunotkunin fyrir slíka framleiðslu yrði en þegar heildarmyndin er skoðuð eru flestir sammála um það að heildarumhverfisáhrif slíkrar framleiðslu væri minni en með landbúnaði eins og hann þekkist í dag.

Á matseðlum í lok árs

Þótt það hljómi kannski fjarlægt er ekki svo langt í það að kjöt ræktað á þennan hátt verði raunverulegur möguleiki fyrir neytendur. Samkvæmt forstjóra bandaríska fyrirtækisins Just verður kjúklingur frá fyrirtækinu á matseðlum nokkurra veitingastaða í lok ársins 2018. Matvælareglugerðir flækja þó málið þar sem ekki hefur verið skapað regluverk utan um vörur sem þessar. Fyrirtækið leitar því utan landsteinanna, til Evrópu og Asíu, til að finna markaði til að prófa vöruna.

Þrátt fyrir kosti sína er spurningin á endanum alltaf sú hvort neytendur séu tilbúnir að skipta út kjöti af slátruðum dýrum fyrir kjöt sem ræktað er á tilraunastofu.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár