Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Er kjöt ræktað á tilraunastofu framtíðin?

Gæti dreg­ið gríð­ar­lega úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá land­bún­aði. Þeg­ar hef­ur tek­ist að búa til ham­borg­ara á til­rauna­stofu. Fyr­ir­tæki lofa kjúk­linga­kjöti á mark­að fyr­ir árs­lok.

Er kjöt ræktað á tilraunastofu framtíðin?
Rækta kjöt á tilraunastofum Tilraunir með kjötræktun hafa skilað umtalsverðum árangri. Mynd: Shutterstock

Í umræðunni um það hvernig við getum takmarkað hlýnun jarðar kemur mataræði oft við sögu. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að framleiðsla dýraafurða hefur gríðarstórt kolefnisfótspor sem ekki er sjálfbært til frambúðar samhliða fjölgun mannkynsins.

Draga þarf úr neyslu dýraafurða

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri rannsóknir birst sem hafa beint spjótum sínum að þessum vanda. Nú síðast var það loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem ein af meginráðleggingum höfunda var að draga þyrfti markvisst úr neyslu dýraafurða til að sporna gegn loftslagsbreytingum.

Það eru þó ekki allir tilbúnir að leggja kjötneysluna á hilluna fyrir fullt og allt. Með þetta í huga vinna nokkur fyrirtæki að lausn sem hugsuð er sem staðgengill kjöts af slátruðum dýrum: kjöt ræktað á tilraunastofu.

Kjötneysla hefur aukist

Kjöt var áður fyrr munaðarvara á mörgum svæðum heims og er það í raun enn víðs vegar. Með vaxandi innkomu heimila og lækkuðu verði hefur þetta breyst nokkuð hratt. Mest hefur breytingin orðið í Austur-Asíu þar sem kjötneysla var 8,7 kíló á mann á ári á sjöunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu árum seinna var hún orðin 37,7 kílógrömm, sem er aukning upp á 330 prósent. Það gefur auga leið að aukin neysla krefst aukinnar framleiðslu á kjöti og við höfum nú þegar varla undan að finna landsvæði fyrir ræktun dýra til manneldis.

Flókið ferli

Árið 2013 tókst fyrst að rækta hamborgara á tilraunastofu í Þýskalandi. Sá hamborgari kostaði á sínum tíma um 30 milljónir í ræktun. Með framförum á þessu sviði hefur tekist að draga talsvert úr framleiðslukostnaði og kostar einn borgari í dag um 1.300 krónur.

Auk kostnaðar við ræktun á slíku kjöti er ferlið við ræktunina töluvert flókið. Stofnfrumur  eða hnoðatróðfrumur (forverar beinagrindavöðvafrumna) eru yfirleitt notaðar til að rækta kjötið. Frumunum er komið fyrir á næringarríku æti þar sem það er ræktað í lagi af frumum sem hægt er að búa til eins konar hakk úr.

Það sem hefur reynst hvað erfiðast í ferlinu er að fá frumurnar til að mynda þrívíðan strúktúr líkt og vöðva í dýri. Vöðvar dýra hafa ákveðna samsetningu fitu, vöðva og sina sem ekki hefur verið hægt að endurskapa með góðu móti á tilraunastofu. Fyrirtæki í þessum geira vinna hörðum höndum að því að finna lausnir á þeim vanda svo lokaafurðin sé sem líkust því sem fólk á að venjast.

Umhverfisvænni lausn

Talið er að kjöt ræktað á tilraunastofum geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði um 78–96 prósent. Það er einnig augljóst að landnotkun við slíka framleiðslu væri nær engin miðað við dýraeldi og á það sama við um vatnsnotkun. Þeir sem hafa gagnrýnt tæknina hafa aftur á móti bent á að til að gera kjötræktun að veruleika fyrir heimsbyggðina muni þurfa til mikla orku. Ekki er enn vitað hver orkunotkunin fyrir slíka framleiðslu yrði en þegar heildarmyndin er skoðuð eru flestir sammála um það að heildarumhverfisáhrif slíkrar framleiðslu væri minni en með landbúnaði eins og hann þekkist í dag.

Á matseðlum í lok árs

Þótt það hljómi kannski fjarlægt er ekki svo langt í það að kjöt ræktað á þennan hátt verði raunverulegur möguleiki fyrir neytendur. Samkvæmt forstjóra bandaríska fyrirtækisins Just verður kjúklingur frá fyrirtækinu á matseðlum nokkurra veitingastaða í lok ársins 2018. Matvælareglugerðir flækja þó málið þar sem ekki hefur verið skapað regluverk utan um vörur sem þessar. Fyrirtækið leitar því utan landsteinanna, til Evrópu og Asíu, til að finna markaði til að prófa vöruna.

Þrátt fyrir kosti sína er spurningin á endanum alltaf sú hvort neytendur séu tilbúnir að skipta út kjöti af slátruðum dýrum fyrir kjöt sem ræktað er á tilraunastofu.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár