Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Er kjöt ræktað á tilraunastofu framtíðin?

Gæti dreg­ið gríð­ar­lega úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá land­bún­aði. Þeg­ar hef­ur tek­ist að búa til ham­borg­ara á til­rauna­stofu. Fyr­ir­tæki lofa kjúk­linga­kjöti á mark­að fyr­ir árs­lok.

Er kjöt ræktað á tilraunastofu framtíðin?
Rækta kjöt á tilraunastofum Tilraunir með kjötræktun hafa skilað umtalsverðum árangri. Mynd: Shutterstock

Í umræðunni um það hvernig við getum takmarkað hlýnun jarðar kemur mataræði oft við sögu. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að framleiðsla dýraafurða hefur gríðarstórt kolefnisfótspor sem ekki er sjálfbært til frambúðar samhliða fjölgun mannkynsins.

Draga þarf úr neyslu dýraafurða

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri rannsóknir birst sem hafa beint spjótum sínum að þessum vanda. Nú síðast var það loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem ein af meginráðleggingum höfunda var að draga þyrfti markvisst úr neyslu dýraafurða til að sporna gegn loftslagsbreytingum.

Það eru þó ekki allir tilbúnir að leggja kjötneysluna á hilluna fyrir fullt og allt. Með þetta í huga vinna nokkur fyrirtæki að lausn sem hugsuð er sem staðgengill kjöts af slátruðum dýrum: kjöt ræktað á tilraunastofu.

Kjötneysla hefur aukist

Kjöt var áður fyrr munaðarvara á mörgum svæðum heims og er það í raun enn víðs vegar. Með vaxandi innkomu heimila og lækkuðu verði hefur þetta breyst nokkuð hratt. Mest hefur breytingin orðið í Austur-Asíu þar sem kjötneysla var 8,7 kíló á mann á ári á sjöunda áratug síðustu aldar. Þrjátíu árum seinna var hún orðin 37,7 kílógrömm, sem er aukning upp á 330 prósent. Það gefur auga leið að aukin neysla krefst aukinnar framleiðslu á kjöti og við höfum nú þegar varla undan að finna landsvæði fyrir ræktun dýra til manneldis.

Flókið ferli

Árið 2013 tókst fyrst að rækta hamborgara á tilraunastofu í Þýskalandi. Sá hamborgari kostaði á sínum tíma um 30 milljónir í ræktun. Með framförum á þessu sviði hefur tekist að draga talsvert úr framleiðslukostnaði og kostar einn borgari í dag um 1.300 krónur.

Auk kostnaðar við ræktun á slíku kjöti er ferlið við ræktunina töluvert flókið. Stofnfrumur  eða hnoðatróðfrumur (forverar beinagrindavöðvafrumna) eru yfirleitt notaðar til að rækta kjötið. Frumunum er komið fyrir á næringarríku æti þar sem það er ræktað í lagi af frumum sem hægt er að búa til eins konar hakk úr.

Það sem hefur reynst hvað erfiðast í ferlinu er að fá frumurnar til að mynda þrívíðan strúktúr líkt og vöðva í dýri. Vöðvar dýra hafa ákveðna samsetningu fitu, vöðva og sina sem ekki hefur verið hægt að endurskapa með góðu móti á tilraunastofu. Fyrirtæki í þessum geira vinna hörðum höndum að því að finna lausnir á þeim vanda svo lokaafurðin sé sem líkust því sem fólk á að venjast.

Umhverfisvænni lausn

Talið er að kjöt ræktað á tilraunastofum geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði um 78–96 prósent. Það er einnig augljóst að landnotkun við slíka framleiðslu væri nær engin miðað við dýraeldi og á það sama við um vatnsnotkun. Þeir sem hafa gagnrýnt tæknina hafa aftur á móti bent á að til að gera kjötræktun að veruleika fyrir heimsbyggðina muni þurfa til mikla orku. Ekki er enn vitað hver orkunotkunin fyrir slíka framleiðslu yrði en þegar heildarmyndin er skoðuð eru flestir sammála um það að heildarumhverfisáhrif slíkrar framleiðslu væri minni en með landbúnaði eins og hann þekkist í dag.

Á matseðlum í lok árs

Þótt það hljómi kannski fjarlægt er ekki svo langt í það að kjöt ræktað á þennan hátt verði raunverulegur möguleiki fyrir neytendur. Samkvæmt forstjóra bandaríska fyrirtækisins Just verður kjúklingur frá fyrirtækinu á matseðlum nokkurra veitingastaða í lok ársins 2018. Matvælareglugerðir flækja þó málið þar sem ekki hefur verið skapað regluverk utan um vörur sem þessar. Fyrirtækið leitar því utan landsteinanna, til Evrópu og Asíu, til að finna markaði til að prófa vöruna.

Þrátt fyrir kosti sína er spurningin á endanum alltaf sú hvort neytendur séu tilbúnir að skipta út kjöti af slátruðum dýrum fyrir kjöt sem ræktað er á tilraunastofu.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár