Pólsk kona segir íslenskar konur úr mótmælunum á kvennafrídegi á miðvikudag hafa hlegið að sér þegar hún benti þeim á að kvenkyns innflytjendur hefðu ekki þau forréttindi að sleppa vinnu.
Wiola Anna Ujazdowska er listakona frá Póllandi sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár. Hún vinnur í tveimur vinnum og náði að kíkja stuttlega á mótmælafundinn á milli vakta. „Þegar ég mætti á kvöldvakt kom bylgja af mótmælendum,“ segir Wiola. „Og þar sem kapítalisminn byrjar tekur femínisminn enda.“
Wiola lýsir því hvernig konurnar sem komu af mótmælunum á kaffihúsið þar sem hún vinnur hafi hunsað hana og samstarfskonu sína, sem einnig er innflytjandi. „Aðeins ein af konunum tók eftir því að ég væri að vinna og spurði hvort ég hefði mátt fara á mótmælin. Áður virtist konunum, sem greinilega komu af mótmælunum, vera skítsama um okkur,“ segir hún.
„Ég sagði við hóp kvenna með skilti frá mótmælunum að þetta væri …
Athugasemdir