Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Morðið sem knúði fólk til afstöðu

Þrátt fyr­ir ít­rek­uð lof­orð um lýð­ræð­is­um­bæt­ur í Sádi-Ar­ab­íu við­gang­ast gróf mann­rétt­inda­brot þar með vit­und og sam­þykki Vest­ur­landa sem hafa hag af ástand­inu. Nú virð­ist morð­ið á blaða­mann­in­um sem var brytj­að­ur nið­ur á ræð­is­skrif­stofu í Ist­an­búl hafa gert út­slag­ið.

Morðið sem knúði fólk til afstöðu
Jamal Khashoggi Sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á hrottalegan hátt í ræðisskrifstofu fæðingarlands síns í Istanbúl, Tyrklandi. Mynd: Shutterstock

Þegar sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi steig inn fyrir dyr ræðisskrifstofu í Istanbúl þann 2. október síðastliðinn hófst reyfarakennd atburðarás sem hefur skekið valdajafnvægi Mið-Austurlanda og ekki sér enn fyrir endann á. Khashoggi hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í meira en ár þar sem hann taldi öryggi sínu ógnað heima fyrir. Sá grunur reyndist heldur betur á rökum reistur.

Tyrkneskir rannsakendur fullyrða að fimmtán manna aftökusveit hafi verið send frá Sádi-Arabíu til að sitja fyrir Khashoggi á skrifstofu ræðismannsins í Istanbúl. Þeir hafi haft í fórum sínum að minnsta kosti eina beinasög, af sömu gerð og læknar nota. Mennirnir hafi verið á vegum leyniþjónustu Sáda og farið úr landi strax og þeir voru búnir að myrða Khashoggi, búta líkið niður og farga því. Haft er eftir rannsakendum að líklega hafi mennirnir hafist handa við að saga Khashoggi í sundur áður en hann var látinn.

„Hvernig líkið fór á flakk af sjálfsdáðum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár