Þegar sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi steig inn fyrir dyr ræðisskrifstofu í Istanbúl þann 2. október síðastliðinn hófst reyfarakennd atburðarás sem hefur skekið valdajafnvægi Mið-Austurlanda og ekki sér enn fyrir endann á. Khashoggi hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í meira en ár þar sem hann taldi öryggi sínu ógnað heima fyrir. Sá grunur reyndist heldur betur á rökum reistur.
Tyrkneskir rannsakendur fullyrða að fimmtán manna aftökusveit hafi verið send frá Sádi-Arabíu til að sitja fyrir Khashoggi á skrifstofu ræðismannsins í Istanbúl. Þeir hafi haft í fórum sínum að minnsta kosti eina beinasög, af sömu gerð og læknar nota. Mennirnir hafi verið á vegum leyniþjónustu Sáda og farið úr landi strax og þeir voru búnir að myrða Khashoggi, búta líkið niður og farga því. Haft er eftir rannsakendum að líklega hafi mennirnir hafist handa við að saga Khashoggi í sundur áður en hann var látinn.
„Hvernig líkið fór á flakk af sjálfsdáðum …
Athugasemdir