Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Morðið sem knúði fólk til afstöðu

Þrátt fyr­ir ít­rek­uð lof­orð um lýð­ræð­is­um­bæt­ur í Sádi-Ar­ab­íu við­gang­ast gróf mann­rétt­inda­brot þar með vit­und og sam­þykki Vest­ur­landa sem hafa hag af ástand­inu. Nú virð­ist morð­ið á blaða­mann­in­um sem var brytj­að­ur nið­ur á ræð­is­skrif­stofu í Ist­an­búl hafa gert út­slag­ið.

Morðið sem knúði fólk til afstöðu
Jamal Khashoggi Sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á hrottalegan hátt í ræðisskrifstofu fæðingarlands síns í Istanbúl, Tyrklandi. Mynd: Shutterstock

Þegar sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi steig inn fyrir dyr ræðisskrifstofu í Istanbúl þann 2. október síðastliðinn hófst reyfarakennd atburðarás sem hefur skekið valdajafnvægi Mið-Austurlanda og ekki sér enn fyrir endann á. Khashoggi hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í meira en ár þar sem hann taldi öryggi sínu ógnað heima fyrir. Sá grunur reyndist heldur betur á rökum reistur.

Tyrkneskir rannsakendur fullyrða að fimmtán manna aftökusveit hafi verið send frá Sádi-Arabíu til að sitja fyrir Khashoggi á skrifstofu ræðismannsins í Istanbúl. Þeir hafi haft í fórum sínum að minnsta kosti eina beinasög, af sömu gerð og læknar nota. Mennirnir hafi verið á vegum leyniþjónustu Sáda og farið úr landi strax og þeir voru búnir að myrða Khashoggi, búta líkið niður og farga því. Haft er eftir rannsakendum að líklega hafi mennirnir hafist handa við að saga Khashoggi í sundur áður en hann var látinn.

„Hvernig líkið fór á flakk af sjálfsdáðum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu