Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Morðið sem knúði fólk til afstöðu

Þrátt fyr­ir ít­rek­uð lof­orð um lýð­ræð­is­um­bæt­ur í Sádi-Ar­ab­íu við­gang­ast gróf mann­rétt­inda­brot þar með vit­und og sam­þykki Vest­ur­landa sem hafa hag af ástand­inu. Nú virð­ist morð­ið á blaða­mann­in­um sem var brytj­að­ur nið­ur á ræð­is­skrif­stofu í Ist­an­búl hafa gert út­slag­ið.

Morðið sem knúði fólk til afstöðu
Jamal Khashoggi Sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var drepinn á hrottalegan hátt í ræðisskrifstofu fæðingarlands síns í Istanbúl, Tyrklandi. Mynd: Shutterstock

Þegar sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi steig inn fyrir dyr ræðisskrifstofu í Istanbúl þann 2. október síðastliðinn hófst reyfarakennd atburðarás sem hefur skekið valdajafnvægi Mið-Austurlanda og ekki sér enn fyrir endann á. Khashoggi hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í meira en ár þar sem hann taldi öryggi sínu ógnað heima fyrir. Sá grunur reyndist heldur betur á rökum reistur.

Tyrkneskir rannsakendur fullyrða að fimmtán manna aftökusveit hafi verið send frá Sádi-Arabíu til að sitja fyrir Khashoggi á skrifstofu ræðismannsins í Istanbúl. Þeir hafi haft í fórum sínum að minnsta kosti eina beinasög, af sömu gerð og læknar nota. Mennirnir hafi verið á vegum leyniþjónustu Sáda og farið úr landi strax og þeir voru búnir að myrða Khashoggi, búta líkið niður og farga því. Haft er eftir rannsakendum að líklega hafi mennirnir hafist handa við að saga Khashoggi í sundur áður en hann var látinn.

„Hvernig líkið fór á flakk af sjálfsdáðum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár