Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Móðir og jeppabílstjóri í Garðabænum ósammála um atvik á bílastæði

Ung móð­ir seg­ir að óþol­in­móð­ur bíl­stjóri á jeppa hafi ek­ið á hana á bíla­stæði í Garða­bæn­um. Mað­ur­inn hef­ur aðra sögu að segja og full­yrð­ir að kon­an hafi bakk­að lík­ama sín­um á jepp­ann hans.

Móðir og jeppabílstjóri í Garðabænum ósammála um atvik á bílastæði
Bílstjóri Bílnúmer mannsins var nefnt í færslu konunar. Hann hefur verið nafngreindur á Facebook. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. Mynd: Shutterstock

Frásögn af atviki hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, en þar sakar kona miðaldra karlmann um að hafa keyrt viljandi á sig á bílastæði í Garðabæ. Konan birti bílnúmer mannsins á Facebook. 

Hún skrifar: „Afsakið hvað ég var svona lengi að taka tveggja ára son minn út úr bílnum á meðan ég var með 9 mánaða son minn í fanginu. Auðvitað var ósanngjarnt af mér að láta þig bíða eftir stæðinu við hliðina a mér, og skiljanlega keyrðir þú utan í mig þegar ég ætlaði að loka hurðinni. Svo minntirðu mig á að við ættum nú að fara varlega í umferðinni, því ég leit ekki aftur fyrir mig til að sjá þig og stóra mikilvæga jeppann þinn. Þér til samlætis, þá fannstu nú annan merkilegan karlmann og þið gátuð hlegið að mér saman, þegar ég stóð og öskraði á þig fyrir að hafa keyrt á mig.“

Viðbrögð netverja eru harkaleg og hefur maðurinn ítrekað verið nafngreindur í athugasemdum auk þess sem heimilisfang hans er tilgreint. Þá er hann kallaður „myglublettur“ og ýmsum öðrum gífuryrðum. Konan hefur tilkynnt lögreglu um atvikið.

Bílstjórinn segir atburðarásina allt aðra

Þegar Stundin hafði samband við manninn sagðist hann ekki hafa lesið atvikslýsingu konunnar, enda ætti hann ekki Facebook-aðgang. Sjálfur útskýrir hann atburðarásína á þá leið að konan hafi bakkað líkama sínum á jeppann hans, að gerðinni Mitsubishi Outlander, þegar hann var kominn inn að bílastæðinu við hlið hennar. 

„Svo bakkar hún á bílinn og
heldur að ég hafi keyrt á sig“

„Það er stúlka þarna og ég sé að hún er að fara í aftursætið á bílnum, svo ég stoppa af því að ég ætlaði að leggja. Hún er að stússa þarna með  börn í aftursætinu, ég sá að hún var þarna með börn. Það tekur alveg smá tíma, nokkrar mínútur. Ég bíð þarna, ég gerði ráð fyrir því að hún hafi séð mig. Svo snýr hún sér eitthvað við og ég er kominn þarna hálfur inn í stæðið, svo bakkar hún á bílinn og heldur að ég hafi keyrt á sig.“

Viðbrögð hennar hafi verið mjög hörð og hún æpt á hann á miðju bílastæðinu á meðan hann reyndi að stilla til friðar. „Ég reyndi bara að biðja hana forláts og biðja hana að róa sig niður.“ Jeppabílstjórinn segir að maður sem hann þekkti ekki hafi komið aðvífandi og lagt hönd á öxl hans. Að öðru leyti hafi þeir engin samskipti átt. Konan hafi hins vegar beint reiði sinni að þeim manni sem hafi svo látið sig hverfa. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár