Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

Lög­mað­ur Orra Páls Dýra­son­ar, frá­far­andi tromm­ara Sig­ur Rós­ar, fer fram á að Stund­in stöðvi um­fjöll­un um frá­sögn Meag­an Boyd og vin­kvenna henn­ar.

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
Orri Páll Dýrason

Lögmaður Orra Páls Dýrasonar, fráfarandi trommara Sigur Rósar, krefst þess að Stundin stöðvi umfjöllun sína um frásögn ungrar, bandarískrar konu, Meagan Boyd, sem sakar hann um nauðgun, ásamt vitnisburð vinkvenna hennar. Ritstjórum Stundarinnar barst bréf þess efnis í dag.

Í bréfi lögmannsins er farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd, þar sem hún greinir frá því að  Orri Páll hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Stundin hafði ítrekað leitað til Orra Páls og umboðsskrifstofu hans vegna fréttar sem birtist í prentútgáfu Stundarinnar á morgun, en ekki fengið svör fyrr en bréf lögmannsins barst.

„Eftir því sem næst verður komist stendur til að birta viðtal í tímaritinu Stundinni við konuna og hugsanlega vinkonur hennar,“ segir í bréfinu. „Umbjóðandi minn vill þess vegna árétta, að málið snýst um að settar hafa verið fram fullyrðingar um alvarlega refsiverða háttsemi af hálfu umbjóðanda míns, sem engar sönnur hafa verið færðar fyrir. Umbjóðandi minn vinnur að því að fá sig hreinsaðan af þessum ásökunum, en hafði í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðlanna. Hann telur þessar ásakanir bæði grófar ærumeiðingar í sinn garð og freklegt brot á friðhelgi einkalífs hans og fjölskyldu, ekki síst barna hans.“

Segir umfjöllunina einhliða

Í bréfinu segir að frekari skrif um málið feli í sér umfjöllun um persónu Orra Páls og einkalífshagsmuni hans, sem hann eigi rétt á að njóta friðar um. Þá sé umfjöllunin í samhengi sem hann kæri sig ekki um.

„Með bréfi þessu er farið fram á að Útgáfufélagið Stundin ehf. birti ekki frekari umfjallanir um ásakanir konunnar í garð umbjóðanda míns, sérstaklega meðan enn hafa engar sönnur verið færðar fyrir þeim og viðeigandi yfirvöld hafa ekki tekið þær til skoðunar. Athygli er vakin á því að Útgáfufélagið Stundin ehf. hefur ekki, og getur ekki, haft nokkra sennilega ástæðu til að ætla að ásakanir þessarar konu séu réttar. Umbjóðandi minn áskilur sér því allan rétt gagnvart fjölmiðlinum ef þessar ásakanir, sem umbjóðandi minn hefur alfarið hafnað, eru birtar og fá frekari útbreiðslu með einhliða umfjöllun í Stundinni, s.s. með viðtali við umrædda konu og fjölmiðillinn kjósi þannig að gera persónuleg málefni umbjóðanda míns að áframhaldandi fréttaefni, í stað þess að þau séu leyst á viðeigandi vettvangi.“

Umfjöllunin verður ekki stöðvuð

Ritstjórar Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, hafa svarað lögmanni Orra Páls. Þar er kröfu um stöðvun umfjöllunarinnar hafnað. Umfjöllunin verður birt í prentútgáfu Stundarinnar, sem kemur út á morgun.

Svar Stundarinnar er eftirfarandi:

Tilgangur umfjöllunar Stundarinnar snýr að því að greina frá bakgrunni, vitnum og eðli þeirra atvika sem ung kona, Meagan Boyd, greindi frá og hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum víða um heim. 

Fjallað hefur verið um málið í öllum helstu fjölmiðlum Íslands, til dæmis Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu, Vísi, og svo framvegis, en einnig erlendis, allt frá Washington Post til South China Morning Post. 

Konan steig fram í anda Me-too-byltingarinnar, sem gengur út á að tryggja konum rými til frásagna, og verður umfjöllun um þau mál ekki afturkölluð. Frásögn hennar varð til þess að Orri Páll Dýrason sagði skilið við eina þekktustu hljómsveit Íslandssögunnar, sem á aðdáendur um allan heim. Umfjöllunin er ekki einhliða að öðru leyti en því að Orri Páll kaus að svara ekki spurningum vegna málsins, en þegar fram komnum skýringum hans er komið skýrt á framfæri í umfjölluninni. 

Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.

Fyrir hönd Stundarinnar

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri

Jón Trausti Reynisson ritstjóri

---

Fyrirvari um hagsmuni: Í greininni fjallar Stundin um mögulegt dómsmál sem fjölmiðillinn er beinn aðili að.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár