Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við Drífu Snædal

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, hef­ur lýst yf­ir stuðn­ingi við Drífu Snæ­dal í stól for­seta Al­þýðu­sam­bands Ís­lands.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við Drífu Snædal
Styður Drífu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Drífu Snædal til forseta ASÍ.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Drífu Snædal í embætti forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Efling er næst stærsta aðildarfélag ASÍ svo væntanlega munar miklu um stuðningsyfirlýsinguna. Drífa er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.

Sólveig Anna birtir færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún lýsir yfir stuðningnum. Segir Sólveig Drífu vera sanna baráttumanneskju og talsmann fyrir hagsmuni láglaunafólks á Íslandi. „Hún tilheyrir framvarðasveit þeirra sem barist hafa ötullega gegn þeirri viðurstyggilegu framkomu sem tíðkast gagnvart viðkvæmasta hópi þeirra sem starfa hér á landi; aðflutts verkafólks sem lendir í margþættum vanda og á sér fáa málsvara. 

Í þeirri baráttu sem framundan er, þar sem verkafólk og láglaunafólk hyggst sækja efnahagslegt og samfélagslegt réttlæti sér til handa, skiptir gríðarmiklu máli hver velst til að leiða Alþýðusamband Íslands.

Ég tel að embætti forseta ASÍ eigi að vera skipað manneskju eins og Drífu; manneskju sem hefur sýnt og sannað að hún stendur með því fólki sem á undir högg að sækja á íslenskum vinnumarkaði, manneskju sem skilur að sú mikla misskipting sem nú er til staðar á Íslandi er uppspretta stórkostlegra vandamála og að ráðast verður í það mikilvæga verkefni að búa verka og láglaunafólki gott og mannsæmandi líf.

Ég lýsi því hér með yfir stuðningi við Drífu Snædal í embætti forseta Alþýðusambands Íslands.“

43. þing ASÍ fer fram dagana 24. til 26. október næstkomandi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, hefur gefið út að hann hyggist víkja úr stóli forseta á þinginu. Tvö hafa gefið út að þau gefi kost á sér í stól forseta, Drífa og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár