Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við Drífu Snædal

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, hef­ur lýst yf­ir stuðn­ingi við Drífu Snæ­dal í stól for­seta Al­þýðu­sam­bands Ís­lands.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við Drífu Snædal
Styður Drífu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Drífu Snædal til forseta ASÍ.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Drífu Snædal í embætti forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Efling er næst stærsta aðildarfélag ASÍ svo væntanlega munar miklu um stuðningsyfirlýsinguna. Drífa er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.

Sólveig Anna birtir færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún lýsir yfir stuðningnum. Segir Sólveig Drífu vera sanna baráttumanneskju og talsmann fyrir hagsmuni láglaunafólks á Íslandi. „Hún tilheyrir framvarðasveit þeirra sem barist hafa ötullega gegn þeirri viðurstyggilegu framkomu sem tíðkast gagnvart viðkvæmasta hópi þeirra sem starfa hér á landi; aðflutts verkafólks sem lendir í margþættum vanda og á sér fáa málsvara. 

Í þeirri baráttu sem framundan er, þar sem verkafólk og láglaunafólk hyggst sækja efnahagslegt og samfélagslegt réttlæti sér til handa, skiptir gríðarmiklu máli hver velst til að leiða Alþýðusamband Íslands.

Ég tel að embætti forseta ASÍ eigi að vera skipað manneskju eins og Drífu; manneskju sem hefur sýnt og sannað að hún stendur með því fólki sem á undir högg að sækja á íslenskum vinnumarkaði, manneskju sem skilur að sú mikla misskipting sem nú er til staðar á Íslandi er uppspretta stórkostlegra vandamála og að ráðast verður í það mikilvæga verkefni að búa verka og láglaunafólki gott og mannsæmandi líf.

Ég lýsi því hér með yfir stuðningi við Drífu Snædal í embætti forseta Alþýðusambands Íslands.“

43. þing ASÍ fer fram dagana 24. til 26. október næstkomandi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, hefur gefið út að hann hyggist víkja úr stóli forseta á þinginu. Tvö hafa gefið út að þau gefi kost á sér í stól forseta, Drífa og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
6
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu