Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við Drífu Snædal

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, hef­ur lýst yf­ir stuðn­ingi við Drífu Snæ­dal í stól for­seta Al­þýðu­sam­bands Ís­lands.

Formaður Eflingar lýsir yfir stuðningi við Drífu Snædal
Styður Drífu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Drífu Snædal til forseta ASÍ.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Drífu Snædal í embætti forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Efling er næst stærsta aðildarfélag ASÍ svo væntanlega munar miklu um stuðningsyfirlýsinguna. Drífa er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.

Sólveig Anna birtir færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún lýsir yfir stuðningnum. Segir Sólveig Drífu vera sanna baráttumanneskju og talsmann fyrir hagsmuni láglaunafólks á Íslandi. „Hún tilheyrir framvarðasveit þeirra sem barist hafa ötullega gegn þeirri viðurstyggilegu framkomu sem tíðkast gagnvart viðkvæmasta hópi þeirra sem starfa hér á landi; aðflutts verkafólks sem lendir í margþættum vanda og á sér fáa málsvara. 

Í þeirri baráttu sem framundan er, þar sem verkafólk og láglaunafólk hyggst sækja efnahagslegt og samfélagslegt réttlæti sér til handa, skiptir gríðarmiklu máli hver velst til að leiða Alþýðusamband Íslands.

Ég tel að embætti forseta ASÍ eigi að vera skipað manneskju eins og Drífu; manneskju sem hefur sýnt og sannað að hún stendur með því fólki sem á undir högg að sækja á íslenskum vinnumarkaði, manneskju sem skilur að sú mikla misskipting sem nú er til staðar á Íslandi er uppspretta stórkostlegra vandamála og að ráðast verður í það mikilvæga verkefni að búa verka og láglaunafólki gott og mannsæmandi líf.

Ég lýsi því hér með yfir stuðningi við Drífu Snædal í embætti forseta Alþýðusambands Íslands.“

43. þing ASÍ fer fram dagana 24. til 26. október næstkomandi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, hefur gefið út að hann hyggist víkja úr stóli forseta á þinginu. Tvö hafa gefið út að þau gefi kost á sér í stól forseta, Drífa og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinasambands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár