Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni Benediktsson vill „eyða óvissu“ um rekstur laxeldisfyrirtækis vinar síns

Fjarðalax, ann­að af fyr­ir­tækj­un­um sem missti ný­lega starfs­leyfi sitt í lax­eldi, er að hluta í eigu Ein­ars Arn­ar Ólafs­son­ar, vin­ar og stuðn­ings­manns Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra. Bjarni seg­ir að „bregð­ast þurfi hratt við“ og bæta úr ágöll­um í ferli máls­ins.

Bjarni Benediktsson vill „eyða óvissu“ um rekstur laxeldisfyrirtækis vinar síns
Einar Örn Ólafsson og Bjarni Benediktsson Stuðningsmannafélag Bjarna var til heimilis hjá Einari Erni árið 2007. Myndin er samsett.

Bjarni Bendiktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir mikilvægt að „bregðast hratt við“ til að eyða óvissu um rekstur tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum sem misst hafa starfsleyfi sín. Annað fyrirtækið er að hluta í eigu Einars Arnar Ólafssonar, vinar Bjarna sem kom að stuðningsmannafélagi hans fyrir kosningar 2007, og Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, sem Bjarni skipaði sem formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins árið 2013. Bæði hafa réttarstöðu sakbornings í Skeljungsmálinu svokallaða.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi á fimmtudag úr gildi starfsleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja, Arctic Sea Farm og Fjarðalax, sem bæði eru í meirihlutaeigu norskra aðila. Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðiréttarhafar höfðu kært áform fyrirtækjanna um sjókvíaeldi. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar tekur gildi strax, þrátt fyrir að fyrirtækin hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum.

Bjarni Benediktsson tjáði sig um málið á Facebook á laugardag og sagði verða að „bregðast hratt við og svara því með hvaða hætti þeim sem í hlut eiga verði tryggður réttur til að láta reyna á stöðu sína gagnvart stjórnvöldum.“

Bjarni sagði að óvissuástandið á Vestfjörðum vegna þessa sé óviðunandi. „Í því efni eru ekki eingöngu hagsmunir einstaka rekstraraðila undir heldur alls samfélagsins fyrir vestan,“ skrifaði Bjarni. Segir hann að tryggja þurfi að sanngjarnar reglur gildi um rétt til að bæta úr ágöllum í leyfisumsóknarferli „í þessu máli og til frambúðar.“

Högnuðust um 1,4 milljarða við sameiningu laxeldis

Fjarðalax er alfarið í eigu Arnarlax hf., sem aftur er í eigu Arnarlax SA í Noregi. Næststærsti hluthafi Arnarlax SA, með 8,42% hlut, er félagið Fiskisund ehf., sem er í eigu eignarhaldsfélaga Einars Arnar Ólafssonar, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur og Kára Þórs Guðjónssonar. Félagið var stofnað utan um fjárfestingu í Fjarðalaxi sem sameinaðist Arnarlaxi árið 2016 og hagnaðist Fiskisund um 1,4 milljarða króna. Einar Örn situr einnig í stjórn Arnarlax hf.

Einar Örn er vinur Bjarna til margra ára og var stuðningsmannafélag Bjarna fyrir þingkosningarnar 2007 skráð á heimili Einars Arnar við Einimel í Reykjavík. Þá skipaði Bjarni Höllu sem formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins eftir myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árið 2013.

Einar Örn, Halla og Kári eru þrjú af þeim fimm sem hafa réttarstöðu sakborninga í Skeljungsmálinu svokallaða. Varðar málið söluna á Skeljungi árið 2008, sem Íslandsbanki kærði til lögreglu árið 2016. Skeljungur og færeyska olíufélagið P/F Magn voru seld úr eigu Glitnis til félags í meirihlutaeigu hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, og Birgis Bieltvedts. Einar Örn hélt utan um söluna og varð síðar forstjóri Skeljungs. Störfuðu Einar, Halla og Kári öll í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis þegar salan fór fram.

Ekki var vitað að þau hefðu eignast eitthvað í umræddum fyrirtækjum fyrr en í október 2014 þegar Morgunblaðið greindi frá því að þremenningarnir hefðu hagnast um rúmlega 800 milljónir króna hvert árið 2013 þegar íslenskir lífeyrissjóðir keyptu Skeljung og P/F Magn af þáverandi hluthöfum olíufélaganna. Halla hætti sem formaður stjórnar FME eftir að greint var frá hagnaði hennar af viðskiptum með hlutabréf Skeljungs.

Voru í samskiptum 6. október 2008

Nafn Einars Arnar kemur einnig fyrir í fréttaflutningi Stundarinnar af viðskiptum Bjarna Benediktssonar fyrir rúmlega 50 milljónir króna í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október árið 2008. Bjargaði Bjarni þannig sjálfum sér frá því að tapa peningum í bankahruninu dagana á eftir. Bjarni hafði á þessum tíma, vegna stöðu sinnar sem þingmaður, aðgang að upplýsingum um raunverulega stöðu Glitnis vegna þátttöku sinnar á fundum um slæma stöðu bankans og fjármálakerfisins í heild.

Tölvupóstur Einars Arnar, þá starfsmanns Glitnis, til aðstoðarmanns bankastjóra kl. 14:15 þann 6. október 2008 gefur til kynna að Bjarni hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins til Einars Arnar. „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Með Jónasi vísaði Einar Örn til Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra FME

Ekki kemur fram um hvað nákvæmlega Einar Örn er að tala í tölvupóstinum. Þennan dag var Fjármálaeftirlitið hins vegar að taka ákvörðun um hver framtíð Glitnis yrði og hvort raunhæft væri fyrir ríkið að efna hlutafjárloforðið frá 29. september eða ekki.

Aðspurður um samtalið við Einar Örn sagði Bjarni: „Ég hafði enga vitneskju um neyðarlögin. Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Það getur verið að ég hafi hringt í hann en ég man ekki eftir því. En, og það sem er mikilvægast, þá hafði ég engar trúnaðarupplýsingar fram að færa á þessum tíma.“

Þrotabú Glitnis banka, Glitnir HoldCo, krafðist þess 16. október árið 2017 að Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Bendiktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins og fjölskyldu hans. Landsréttur staðfesti í síðustu viku niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnunum.

Ráðherrar með ýmsar leiðir til skoðunar

Í kjölfar færslu Bjarna tjáðu hinir tveir formenn stjórnarflokkanna sig um málið á Facebook. Funduðu ráðherrarnir þrír með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps um málið á laugardag. „Það er mikilvægt að allir átti sig á raunstöðunni og mikilvægi þess að atvinna sé til staðar,“ skrifaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Facebook í gær. Segir hann 300 störf vera í hættu vegna úrskurðarins.

„Við upplýstum þau um að sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra hafa verið með til skoðunar hvaða leiðir eru færar til þess að gæta meðalhófs í þessu máli og öðrum, þannig að fyrirtæki geti almennt fengið sanngjarnan frest til að bæta úr þeim annmörkum sem koma fram í kæruferli og faglega sé staðið að öllum málum. Það er von mín að farsæl lausn finnist á þessu máli sem allra fyrst,“ skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í viðtali við RÚV á föstudag að greinilegir annmarkar hefðu verið á umhverfismati. Mikilvægt sé að bæta úr því. „Nú er komið í ljós að úrskurðarnefndin mun ekki fresta réttaráhrifum þannig að það er verkefni stofnananna og fyrirtækjanna að finna út úr því með hvaða hætti má bæta úr þessum annmörkum,“ sagði Guðmundur.

Náttúruverndarsamtök vara stjórnvöld við

Nokkur styr hefur staðið um laxeldi í sjókvíum. Segja náttúruverndarsamtök eldislax vera ógn við lífríki villts lax í ám landsins. Kærendur í máli fyrirtækjanna tveggja byggja málflutning sinn á byggða- og umhverfissjónarmiðum og segja 1200 ársstörf tengjast veiði á villtum laxi. „Við vörum ráðamenn þjóðarinnar við að reyna að ganga gegn uppkveðnum úrskurðum óháðrar og sjálfstæðrar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Við teljum enga undanþágu verða að lögum veitta til fiskeldisfyrirtækja til starfa án gildra starfsleyfa,“ segja kærendur í yfirlýsingu í gær.

Ekki liggur fyrir hvernig stjórnvöld munu bregðast við úrskurðinum, en Umhverfisstofnun mun fara yfir mögulegar lausnir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Stofnunin hefur í umsögn sinni til úrskurðarnefndar mælt með því að réttaráhrifum verði frestað á meðan málin verða til meðferðar hjá dómstólum. Telur stofnunin að útgáfa starfsleyfa hafi verið í samræmi við lög og reglur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár