Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannes dylgjar um tengsl Íslendings við kínversk stjórnvöld

„Ég geri ráð fyr­ir því að hann álykti að ég sé tengd­ur ein­ræð­is­stjórn Kína af því að það stend­ur að ég vinni hjá ein­hverju sem heit­ir „WuXi“,“ seg­ir Krist­leif­ur Daða­son.

Hannes dylgjar um tengsl Íslendings við kínversk stjórnvöld
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skilaði inn skýrslu sinni um erlenda áhrifaþætti hrunsins í síðustu viku. Mynd: Heiða Helgadóttir

H

annes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði og höfundur skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur afhent fulltrúa bresku ríkisstjórnarinnar, brigslar íslenskum tölvunarfræðingi, Kristleifi Daðasyni, um tengsl við kínversk stjórnvöld í umræðum á Facebook.

Kristleifur Daðason birtir eftirfarandi skjáskot af samskiptum sínum við Hannes síðu sinni. Umræðurnar áttu sér stað við færslu frá Jæja-hópnum þar sem bent er á að ef framin hafi verið lögbrot við lánveitingu Seðlabankans til Kaupþings þann 6. október 2008 fyrnist brotin á morgun.

Ummæli Hannesar vöktu kátínu hjá Kristleifi sem kannast ekki við nokkur tengsl við kínversk stjórnvöld og finnst málið hið hlægilegasta.

„Ég geri ráð fyrir því að hann álykti að ég sé tengdur einræðisstjórn Kína af því að það stendur að ég vinni hjá einhverju sem heitir „WuXi“, segir Kristleifur en um er að ræða WuXi Nextcode Genomics sem er íslenskt hátæknifyrirtæki. „Að hann beri manni þær sakir að búa erlendis og vera á mála alræðisstjórna þegar maður er með mynd af heimili sínu í bankahúsunum á Framnesvegi í prófílmynd, sem gerist tæpast íslenskara... kaldhæðnin er safarík.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár