Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Ill­ugi Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, var skip­að­ur í nefnd um end­ur­skoð­un pen­inga­stefnu og stjórn­ar­formað­ur Byggða­stofn­un­ar. Hann fékk einnig greidda fulla sex mán­uði í bið­laun sem ráð­herra.

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson Illugi og Bjarni hafa verið bandamenn í stjórnmálum undanfarna áratugi. Mynd: Pressphotos

Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið tæpar 23 milljónir króna frá því hann lauk þingmennsku í fyrra fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum, auk biðlauna. Illugi fékk 8,3 milljónir króna fyrir setu í nefnd um endurskoðun ramma peningastefnu, samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Þar að auki hafði Illugi fengið 3.564.000 fyrir stjórnarformennsku í Byggðastofnun frá apríl 2017 til júníloka 2018. Illugi hefur því fengið minnst 11,8 milljónir króna fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum eftir að hann lauk þingmennsku 11. janúar 2017.

Átti hann einnig rétt á biðlaunum til sex mánaða, bæði sem þingmaður og ráðherra, alls 10.957.638 kr. Fjármálaskrifstofa Alþingis staðfestir að Illugi hafi fengið biðlaunin greidd að fullu, þrátt fyrir að hann hafi þegið greiðslur frá Byggðastofnun á meðan tímabilinu stóð. „Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur,“ segir á vef Alþingis um biðlaun þingmanna.

„Ef þingmenn fara í vinnu hjá hinu opinbera á biðlaunatímabilinu hefur Fjársýsla ríkisins séð um að draga af biðlaunum sem nemur öðrum opinberum launagreiðslum,“ segir Eggert Jónsson, forstöðumaður fjármálaskrifstofu Alþingis. „Að öðru er treyst á að þingmenn láti vita ef um önnur launuð störf er að ræða á biðlaunatímabilinu.“

Starfsmaður Samtaka atvinnulífsins fékk 8,8 milljónir

Stundin hefur áður greint frá því að Ásgeir Jónsson hagfræðingur hafi fengið rúmar 13 milljónir króna á árunum 2017 og 2018 fyrir formennsku í nefndinni. Afurð nefndarinnar var skýrsla um framtíð íslenskrar peningastefnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár