Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Ill­ugi Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, var skip­að­ur í nefnd um end­ur­skoð­un pen­inga­stefnu og stjórn­ar­formað­ur Byggða­stofn­un­ar. Hann fékk einnig greidda fulla sex mán­uði í bið­laun sem ráð­herra.

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson Illugi og Bjarni hafa verið bandamenn í stjórnmálum undanfarna áratugi. Mynd: Pressphotos

Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið tæpar 23 milljónir króna frá því hann lauk þingmennsku í fyrra fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum, auk biðlauna. Illugi fékk 8,3 milljónir króna fyrir setu í nefnd um endurskoðun ramma peningastefnu, samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Þar að auki hafði Illugi fengið 3.564.000 fyrir stjórnarformennsku í Byggðastofnun frá apríl 2017 til júníloka 2018. Illugi hefur því fengið minnst 11,8 milljónir króna fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum eftir að hann lauk þingmennsku 11. janúar 2017.

Átti hann einnig rétt á biðlaunum til sex mánaða, bæði sem þingmaður og ráðherra, alls 10.957.638 kr. Fjármálaskrifstofa Alþingis staðfestir að Illugi hafi fengið biðlaunin greidd að fullu, þrátt fyrir að hann hafi þegið greiðslur frá Byggðastofnun á meðan tímabilinu stóð. „Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur,“ segir á vef Alþingis um biðlaun þingmanna.

„Ef þingmenn fara í vinnu hjá hinu opinbera á biðlaunatímabilinu hefur Fjársýsla ríkisins séð um að draga af biðlaunum sem nemur öðrum opinberum launagreiðslum,“ segir Eggert Jónsson, forstöðumaður fjármálaskrifstofu Alþingis. „Að öðru er treyst á að þingmenn láti vita ef um önnur launuð störf er að ræða á biðlaunatímabilinu.“

Starfsmaður Samtaka atvinnulífsins fékk 8,8 milljónir

Stundin hefur áður greint frá því að Ásgeir Jónsson hagfræðingur hafi fengið rúmar 13 milljónir króna á árunum 2017 og 2018 fyrir formennsku í nefndinni. Afurð nefndarinnar var skýrsla um framtíð íslenskrar peningastefnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár