Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Ill­ugi Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, var skip­að­ur í nefnd um end­ur­skoð­un pen­inga­stefnu og stjórn­ar­formað­ur Byggða­stofn­un­ar. Hann fékk einnig greidda fulla sex mán­uði í bið­laun sem ráð­herra.

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson Illugi og Bjarni hafa verið bandamenn í stjórnmálum undanfarna áratugi. Mynd: Pressphotos

Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið tæpar 23 milljónir króna frá því hann lauk þingmennsku í fyrra fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum, auk biðlauna. Illugi fékk 8,3 milljónir króna fyrir setu í nefnd um endurskoðun ramma peningastefnu, samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Þar að auki hafði Illugi fengið 3.564.000 fyrir stjórnarformennsku í Byggðastofnun frá apríl 2017 til júníloka 2018. Illugi hefur því fengið minnst 11,8 milljónir króna fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum eftir að hann lauk þingmennsku 11. janúar 2017.

Átti hann einnig rétt á biðlaunum til sex mánaða, bæði sem þingmaður og ráðherra, alls 10.957.638 kr. Fjármálaskrifstofa Alþingis staðfestir að Illugi hafi fengið biðlaunin greidd að fullu, þrátt fyrir að hann hafi þegið greiðslur frá Byggðastofnun á meðan tímabilinu stóð. „Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur,“ segir á vef Alþingis um biðlaun þingmanna.

„Ef þingmenn fara í vinnu hjá hinu opinbera á biðlaunatímabilinu hefur Fjársýsla ríkisins séð um að draga af biðlaunum sem nemur öðrum opinberum launagreiðslum,“ segir Eggert Jónsson, forstöðumaður fjármálaskrifstofu Alþingis. „Að öðru er treyst á að þingmenn láti vita ef um önnur launuð störf er að ræða á biðlaunatímabilinu.“

Starfsmaður Samtaka atvinnulífsins fékk 8,8 milljónir

Stundin hefur áður greint frá því að Ásgeir Jónsson hagfræðingur hafi fengið rúmar 13 milljónir króna á árunum 2017 og 2018 fyrir formennsku í nefndinni. Afurð nefndarinnar var skýrsla um framtíð íslenskrar peningastefnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár