Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Ill­ugi Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, var skip­að­ur í nefnd um end­ur­skoð­un pen­inga­stefnu og stjórn­ar­formað­ur Byggða­stofn­un­ar. Hann fékk einnig greidda fulla sex mán­uði í bið­laun sem ráð­herra.

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson Illugi og Bjarni hafa verið bandamenn í stjórnmálum undanfarna áratugi. Mynd: Pressphotos

Illugi Gunnarsson, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur fengið tæpar 23 milljónir króna frá því hann lauk þingmennsku í fyrra fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum, auk biðlauna. Illugi fékk 8,3 milljónir króna fyrir setu í nefnd um endurskoðun ramma peningastefnu, samkvæmt svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Þar að auki hafði Illugi fengið 3.564.000 fyrir stjórnarformennsku í Byggðastofnun frá apríl 2017 til júníloka 2018. Illugi hefur því fengið minnst 11,8 milljónir króna fyrir störf sem hann hefur verið skipaður í af ráðherrum eftir að hann lauk þingmennsku 11. janúar 2017.

Átti hann einnig rétt á biðlaunum til sex mánaða, bæði sem þingmaður og ráðherra, alls 10.957.638 kr. Fjármálaskrifstofa Alþingis staðfestir að Illugi hafi fengið biðlaunin greidd að fullu, þrátt fyrir að hann hafi þegið greiðslur frá Byggðastofnun á meðan tímabilinu stóð. „Taki þingmaður, sem fær biðlaun, við starfi meðan þeirra nýtur falla þau niður ef launin er starfinu fylgja eru jafnhá en ella skerðast biðlaunin sem laununum nemur,“ segir á vef Alþingis um biðlaun þingmanna.

„Ef þingmenn fara í vinnu hjá hinu opinbera á biðlaunatímabilinu hefur Fjársýsla ríkisins séð um að draga af biðlaunum sem nemur öðrum opinberum launagreiðslum,“ segir Eggert Jónsson, forstöðumaður fjármálaskrifstofu Alþingis. „Að öðru er treyst á að þingmenn láti vita ef um önnur launuð störf er að ræða á biðlaunatímabilinu.“

Starfsmaður Samtaka atvinnulífsins fékk 8,8 milljónir

Stundin hefur áður greint frá því að Ásgeir Jónsson hagfræðingur hafi fengið rúmar 13 milljónir króna á árunum 2017 og 2018 fyrir formennsku í nefndinni. Afurð nefndarinnar var skýrsla um framtíð íslenskrar peningastefnu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár