Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

Í nýrri skýrslu eru rekstr­ar­skil­yrði ís­lenskra lyfja­fyr­ir­tækja sögð hafa far­ið hríð­versn­andi síð­asta ára­tug­inn. Því er velt upp hvort end­ur­skoða beri að há­marks­verð lyfja mið­ist við lægsta verð á Norð­ur­lönd­um.

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja
Skoða hvort hækka beri hámarksverð Í nýrri skýrslu um lyfjamarkaðinn á Íslandi er því velt upp hvort þörf sé á að endurskoða fyrirkomulag ákvarðana um hámarksverð lyfja. Mynd: Shutterstock

Ríkið er ráðandi aðili á kaupmarkaði lyfja á Íslandi en setur á sama tíma allt regluverk sem markaðurinn þarf að fara eftir, þar með talið lyfjaverð. Rekstrarafkoma þjónustufyrirtækja á lyfjamarkaði er langt frá því að vera eðlileg þegar horft er til lyfseðilskyldra lyfja og svokallaðra sömerktra lyfja, sem einkum eru sérhæfð lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum. „Ef svo fer fram sem horfir gæti það leitt til þess að rekstrargrundvöllur þeirra sé ekki lengur til staðar,“ segir í nýrri skýrslu.

Skýrslan er unnin af ráðgjafarfyrirtækinu Intellecon fyrir Frumtak, samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi sé markaður með lyf svokallaður einkeypismarkaður, markaður þar sem einn kaupandi er ráðandi, og er það íslenska ríkið sem um ræðir. Á einkeppnismarkaði getur kaupandinn ákvarðað verð þannig að hagfræðilegur ábati seljanda verði lítill sem enginn.

„Ef svo fer fram sem horfir gæti það leitt til þess að rekstrargrundvöllur þeirra sé ekki lengur til staðar“

Í umræddri skýrslu kemur fram að slík staða sé að verða uppi þegar horft er til lyfseðilskyldra lyfja og s-merktra lyfja. Þar segir að vísbendingar séu um að rekstrarafkoma vegna þjónustu með umrædd lyf hafi farið mjög versnandi upp á síðkastið, sé langt undir því sem eðlilegt geti talist og sé komin að þolmörkum. Fari svo fram sem horfir gæti það leitt til þess að rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna verði ekki lengur til staðar, með þeim afleiðingum að hið opinbera yrði sjálft að taka yfir hlutverk þeirra. Slíkt gæti orðið bæði flókið og kostnaðarsamt.

Í skýrslunni er því velt upp hvort tímabært sé að endurskoða fyrirkomulag ákvarðana um hámarksverð leyfisskyldra lyfja í heildsölu og hætta að miða almennt við lægsta verð á Norðurlöndum. „Íslenski markaðurinn er örsmár í þeim samanburði og kostnaður við innflutning og þjónustu að stórum hluta óháður stærð markaðarins sem gerir slíkan samanburð að mörgu leyti ójafnan.“ Aðrar leiðir séu færar til að tryggja lágt lyfjaverð á sama tíma og uppfyllt séu skilyrði laga um nægilegt framboð nauðsynlegra lyfja.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár