Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja

Í nýrri skýrslu eru rekstr­ar­skil­yrði ís­lenskra lyfja­fyr­ir­tækja sögð hafa far­ið hríð­versn­andi síð­asta ára­tug­inn. Því er velt upp hvort end­ur­skoða beri að há­marks­verð lyfja mið­ist við lægsta verð á Norð­ur­lönd­um.

Telja þörf á að endurskoða ákvarðanir um hámarksverð lyfja
Skoða hvort hækka beri hámarksverð Í nýrri skýrslu um lyfjamarkaðinn á Íslandi er því velt upp hvort þörf sé á að endurskoða fyrirkomulag ákvarðana um hámarksverð lyfja. Mynd: Shutterstock

Ríkið er ráðandi aðili á kaupmarkaði lyfja á Íslandi en setur á sama tíma allt regluverk sem markaðurinn þarf að fara eftir, þar með talið lyfjaverð. Rekstrarafkoma þjónustufyrirtækja á lyfjamarkaði er langt frá því að vera eðlileg þegar horft er til lyfseðilskyldra lyfja og svokallaðra sömerktra lyfja, sem einkum eru sérhæfð lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum. „Ef svo fer fram sem horfir gæti það leitt til þess að rekstrargrundvöllur þeirra sé ekki lengur til staðar,“ segir í nýrri skýrslu.

Skýrslan er unnin af ráðgjafarfyrirtækinu Intellecon fyrir Frumtak, samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi sé markaður með lyf svokallaður einkeypismarkaður, markaður þar sem einn kaupandi er ráðandi, og er það íslenska ríkið sem um ræðir. Á einkeppnismarkaði getur kaupandinn ákvarðað verð þannig að hagfræðilegur ábati seljanda verði lítill sem enginn.

„Ef svo fer fram sem horfir gæti það leitt til þess að rekstrargrundvöllur þeirra sé ekki lengur til staðar“

Í umræddri skýrslu kemur fram að slík staða sé að verða uppi þegar horft er til lyfseðilskyldra lyfja og s-merktra lyfja. Þar segir að vísbendingar séu um að rekstrarafkoma vegna þjónustu með umrædd lyf hafi farið mjög versnandi upp á síðkastið, sé langt undir því sem eðlilegt geti talist og sé komin að þolmörkum. Fari svo fram sem horfir gæti það leitt til þess að rekstrargrundvöllur fyrirtækjanna verði ekki lengur til staðar, með þeim afleiðingum að hið opinbera yrði sjálft að taka yfir hlutverk þeirra. Slíkt gæti orðið bæði flókið og kostnaðarsamt.

Í skýrslunni er því velt upp hvort tímabært sé að endurskoða fyrirkomulag ákvarðana um hámarksverð leyfisskyldra lyfja í heildsölu og hætta að miða almennt við lægsta verð á Norðurlöndum. „Íslenski markaðurinn er örsmár í þeim samanburði og kostnaður við innflutning og þjónustu að stórum hluta óháður stærð markaðarins sem gerir slíkan samanburð að mörgu leyti ójafnan.“ Aðrar leiðir séu færar til að tryggja lágt lyfjaverð á sama tíma og uppfyllt séu skilyrði laga um nægilegt framboð nauðsynlegra lyfja.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu