Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu

Reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra verð­ur til þess að sér­versl­un með rafrettu­vör­ur gæti þurft að greiða 60-100 millj­ón krón­ur í til­kynn­inga­kostn­að. Til­kynn­ing­ar­skylda fylg­ir öðr­um tób­aksvör­um, en ekki þarf að greiða neinn til­kynn­inga­kostn­að.

Verið að kæfa rafrettugreinina í fæðingu
Rafrettur Félag Atvinnurekenda telur að reglugerðin muni gera rafrettunotkun talsvert dýrari og fólk myndi frekar sækja í sígarettur sem ódýrari kost.

Framleiðendur og innflytjendur á rafrettum og áfyllingum fyrir þær verða að tilkynna Neytendastofu um allar þær vörur sem þeir hyggjast selja sex mánuðum áður en varan fer í  sölu. Neytendastofa skoðar vöruna og ákvarðar hvort hún uppfylli öryggisstaðla og fari í sölu. Fyrir hverja tilkynningu þarf að greiða Neytendastofu 75.000 krónur. 

Tilkynningarskyldan kemur til vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðar. Félag atvinnurekenda fer fram á ógildingu reglugerðarinnar í bréfi til Velferðarráðuneytisins, þar sem aukakostnaður fyrir venjulega sérverslun með rafrettur gæti numið 60-100 milljónum króna. Félagið sér ekki annað en að um sé að ræða tilraun til að kæfa atvinnugreinina í fæðingu.

Flestar innfluttar rafrettur og vörur þeim tengdar hafa hingað til verið merktar CE staðli, en það þýðir að framleiðandi, innflytjandi eða dreifingaraðili vörunnar ábyrgist að hún uppfylli þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins. 

Tilkynningarskylda er á hefðbundnum tóbaksvörum, t.d. sígarettum, en ekki er rukkað gjald fyrir þær eins og fyrir rafrettur. Félagið telur minna framboð á rafrettum og dýrari notkun á þeim styrkja stöðu sígarettunnar sem ódýrari kost.

Í bréfinu segist félagið reiðubúið til þess að vinna með Velferðarráðuneyti að setningu nýrrar reglugerðar „sem þjónar því markmiði að tryggja öryggi neytenda, jafnframt því að taka mið af raunverulegum aðstæðum á markaði og heilbrigðri skynsemi.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár