Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

Páll Magnús­son setti Lands­dóms­mál­ið og til­lögu um af­sök­un­ar­beiðni til Geirs H. Haar­de í sam­hengi við harð­ræði á vistheim­il­um og sann­girn­is­bæt­ur rík­is­ins til þo­lenda.

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði verulegar áhyggjur af Landsdómsmálinu þegar hann starfaði sem útvarpsstjóri RÚV og fylgdist með framgangi þess úr fjarlægð. 

Þetta kom fram í ræðu hans á Alþingi fyrr í vikunni þegar rætt var um tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og fleiri þingmanna þess efnis að Alþingi biðji Geir Hilmar Haarde afsökunar á því að hafa dregið hann fyrir Landsdóm og álykti um að rangt hafi verið að leggja fram þingsályktun um málshöfðun gegn ráðherrum.

„Ekki sat ég hér þegar þetta fór fram. Ég var starfandi í fjölmiðlum og horfði á þetta utan frá og inn og leið satt best að segja önn fyrir það að horfa upp á það sem fram fór fram hér á Alþingi á þessum tíma,“ sagði Páll.

„Ég held að það sé engin tilviljun að þeir
eru ekki fjölmennir hér í þingsalnum úr
þeim flokki sem smánarlegast gekk fram
í þessari atkvæðagreiðslu“

Hann snupraði þingflokk Samfylkingarinnar, en oft hefur verið gagnrýnt að atkvæði þingmanna flokksins á sínum tíma réðu því að Geir Hilmar einn var ákærður en ekki tveir ráðherrar Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. „Ég held að það sé engin tilviljun að þeir eru ekki fjölmennir hér í þingsalnum úr þeim flokki sem smánarlegast gekk fram í þessari atkvæðagreiðslu,“ sagði Páll. „Mér liði satt best að segja töluvert betur sem Alþingismanni hér í þessum sal ef ég fengi tækifæri til að biðjast afsökunar á þessari ósvinnu sem Alþingi vann hér fyrir tæpum áratug.“

Í ræðu sinni lýsti Smári McCarthy, þingmaður Pírata, þeirri skoðun að ástæðulaust væri að Alþingi sem stofnun bæðist afsökunar á misbeitingu valds gegn Geir Hilmari. Ef einhverjir þáverandi þingmanna teldu sig hafa misbeitt valdi væri það þeirra sjálfra að biðjast afsökunar.

Páll er ósammála þessu og setti málið í samhengi við afsökunarbeiðni og sanngirnisbætur íslenska ríkisins til fólks sem þurfti að þola harðræði á vistheimilum og upptökuheimilum.

„Það er verið að tala um Alþingi hér sem stofnun. Það er ekki verið að tala um Alþingi hér í samhengi við þá einstaklinga sem sátu hér þá. Þess vegna er til dæmis ríkisvaldið að biðjast afsökunar á ýmsum hlutum sem voru unnir hér fyrir áratugum, dvalarheimili, upptökuheimili, og annað sem unnið var í skjóli ríkisins á sínum tíma og ríkið í dag telur sér ekki bara skylt að biðjast afsökunar á því heldur til að bæta það með einhverjum hætti, og ég endurtek bara að sjálfum liði mér betur ef Alþingi bætti fyrir þessa ósvinnu með því að biðjast afsökunar á þessu.“

Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni um óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni er ýjað að því að dómsvaldi hafi verið misbeitt í málinu. Fram kemur að flutningsmenn telji mikilvægt að „árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi“. Þetta er í takt við þungar ásakanir Geirs Hilmars sjálfs sem sagði – eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa framið stjórnarskrárbrot af stórkostlegu gáleysi – að það væri „stórfurðulegt að pólitíkin í landinu skuli hafa laumað sér með þessum hætti inn í þennan virðulega dómstól.“ 

Í hópi þeirra sem fóru með dómsvald í Landsdómsmálinu eru núverandi héraðs-, landsréttar- og hæstaréttardómarar og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að ekkert benti til þess að dómarar við Landsdóm hefðu verið hlutdrægir í störfum sínum, sætt óeðlilegum þrýstingi eða haft óeðlileg tengsl við stjórnmálamenn. Þá hefði skipun dómstólsins ekki verið á skjön við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár