Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Und­ir­skrifta­söfn­un gegn hval­veið­um Ís­lend­inga bein­ist gegn „millj­óna­mær­ingn­um“ Kristjáni Lofts­syni. Ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru ósam­mála um hvort leyfa beri veið­arn­ar.

Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Kristján með veiddu dýri Kristján Loftsson hefur verið gagnrýndur fyrir hvalveiðar síðustu mánuði. Mynd: Grapevine

Þriðjudaginn 18. september fór út fjöldapóstur til áskrifenda samtakanna Avaaz þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í undirskriftasöfnun gegn hvalveiðum Íslendinga. Söfnunin ber yfirskriftina „Stöðvið hvalaslátrarann“ og hefst á orðunum „Borgurum um allan heim finnst það hryllingur að Ísland stundi ennþá hvalveiðar. Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og hætta að veiða hvali til frambúðar, og leiða frekar vernd fyrir hvalastofna um allan heim.“ 

Undirskriftin fer undir bréf sem stílað er á forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og allra meðlima ríkisstjórnar Íslands. 

Kristján Loftsson, aðalmaðurinn á bakvið fyrirtækið Hval ehf. er nafngreindur í bréfinu sem „síðasti maðurinn á plánetunni sem  veiðir langreyðar sér til gróða.“

„Þetta er sjúklegt. Þeir skutu hana með sprengjuskutli, hjuggu fóstrið úr henni og hentu því. Hún var ein af þeim 125 langreyðum í útrýmingarhættu sem milljónamæringurinn Kristján Loftsson hefur drepið í ár,“ stendur meðal annars í bréfinu. Þess ber að geta að langreyðar teljast ekki í útrýmingarhættu.

Undirskriftasöfnunin vísar til máls í ágúst þar sem samtökin Sea Sheperd náðu myndum af verkun á langreyð þar sem fóstur úr dýrinu var rifið út og hent í ruslið. Svo greinir The Mirror frá.

Ráðherrar ósammála um hvalveiðar

Reglugerðin sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári, en reglugerðin var sett árið 2014 af Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra. Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir miklum efasemdum um það hvort hvalveiðar væru réttlætanlegar út frá umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum í svari til Stundarinnar í júní síðastliðnum.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, er ekki á sama máli og telur að það sama eigi að gilda um nýtingu hvala og annarra lifandi auðlinda hafsins. 

Hvalveiðar í erlendum fréttum

Stundin hefur áður fjallað um nýlegar veiðar Íslendinga á fágætum hvölum, og eru viðbrögð erlendra fjölmiða neikvæð í flestum tilfellum. 

Þá var mikið fjallað um Hval ehf. vegna dráps á hval þann 7. júlí síðastliðinn sem var talinn vera steypireyður, en tegundin er vernduð um heim allan. Efnafræðirannsóknir staðfestu samkvæmt Vísi að hvalurinn hafði verið blendingur langreyðar og steypireyðar, en slík tegund er ekki vernduð samkvæmt alþjóðlegum lögum.

Þegar frétt þessi er skrifuð er undirskriftarsöfnunin komin með 1.058.346 undirskriftir, og stendur markmiðið í 1,5 milljón undirskriftum. Bréfið má lesa í heild á heimasíðu Avaaz.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu