Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga

Und­ir­skrifta­söfn­un gegn hval­veið­um Ís­lend­inga bein­ist gegn „millj­óna­mær­ingn­um“ Kristjáni Lofts­syni. Ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru ósam­mála um hvort leyfa beri veið­arn­ar.

Milljón manns mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Kristján með veiddu dýri Kristján Loftsson hefur verið gagnrýndur fyrir hvalveiðar síðustu mánuði. Mynd: Grapevine

Þriðjudaginn 18. september fór út fjöldapóstur til áskrifenda samtakanna Avaaz þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í undirskriftasöfnun gegn hvalveiðum Íslendinga. Söfnunin ber yfirskriftina „Stöðvið hvalaslátrarann“ og hefst á orðunum „Borgurum um allan heim finnst það hryllingur að Ísland stundi ennþá hvalveiðar. Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og hætta að veiða hvali til frambúðar, og leiða frekar vernd fyrir hvalastofna um allan heim.“ 

Undirskriftin fer undir bréf sem stílað er á forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og allra meðlima ríkisstjórnar Íslands. 

Kristján Loftsson, aðalmaðurinn á bakvið fyrirtækið Hval ehf. er nafngreindur í bréfinu sem „síðasti maðurinn á plánetunni sem  veiðir langreyðar sér til gróða.“

„Þetta er sjúklegt. Þeir skutu hana með sprengjuskutli, hjuggu fóstrið úr henni og hentu því. Hún var ein af þeim 125 langreyðum í útrýmingarhættu sem milljónamæringurinn Kristján Loftsson hefur drepið í ár,“ stendur meðal annars í bréfinu. Þess ber að geta að langreyðar teljast ekki í útrýmingarhættu.

Undirskriftasöfnunin vísar til máls í ágúst þar sem samtökin Sea Sheperd náðu myndum af verkun á langreyð þar sem fóstur úr dýrinu var rifið út og hent í ruslið. Svo greinir The Mirror frá.

Ráðherrar ósammála um hvalveiðar

Reglugerðin sem heimilar hvalveiðar við Íslandsstrendur rennur út á næsta ári, en reglugerðin var sett árið 2014 af Sigurði Inga Jóhannssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra. Katrín Jakobsdóttir lýsti yfir miklum efasemdum um það hvort hvalveiðar væru réttlætanlegar út frá umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum í svari til Stundarinnar í júní síðastliðnum.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, er ekki á sama máli og telur að það sama eigi að gilda um nýtingu hvala og annarra lifandi auðlinda hafsins. 

Hvalveiðar í erlendum fréttum

Stundin hefur áður fjallað um nýlegar veiðar Íslendinga á fágætum hvölum, og eru viðbrögð erlendra fjölmiða neikvæð í flestum tilfellum. 

Þá var mikið fjallað um Hval ehf. vegna dráps á hval þann 7. júlí síðastliðinn sem var talinn vera steypireyður, en tegundin er vernduð um heim allan. Efnafræðirannsóknir staðfestu samkvæmt Vísi að hvalurinn hafði verið blendingur langreyðar og steypireyðar, en slík tegund er ekki vernduð samkvæmt alþjóðlegum lögum.

Þegar frétt þessi er skrifuð er undirskriftarsöfnunin komin með 1.058.346 undirskriftir, og stendur markmiðið í 1,5 milljón undirskriftum. Bréfið má lesa í heild á heimasíðu Avaaz.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
5
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár