Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

Ís­land­s­póst­ur fær 500 millj­óna fyr­ir­greiðslu frá rík­inu. Póst- og fjar­skipta­stofn­un taldi ekki hægt að rekja rekstr­ar­vand­ann til al­þjón­ustu­skyld­unn­ar og Fé­lag at­vinnu­rek­enda gagn­rýn­ir að Ís­land­s­póst­ur nýti fjár­magn sem stafi frá einka­rétt­ar­var­inni starf­semi til nið­ur­greiðslu sam­keppn­is­rekstr­ar.

Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

Fjármálaráðuneytið staðfesti í fréttatilkynningu á föstudag að ríkið ætli, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum, að lána Íslandspósti 500 milljónir króna til allt að 12 mánaða vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Stundin greindi frá fyrirhugaðri lántöku á miðvikudag.

Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er rekstrarvandi Íslandspósts rakinn sérstaklega til fækkunar bréfa og lántakan sögð þjóna þeim tilgangi að tryggja möguleika fyrirtækisins til að standa undir svokallaðri alþjónustuskyldu. 

Fyrr á þessu ári gerði Póst- og fjarskiptastofnun sérstaka athugasemd við ummæli í tilkynningu frá Íslandspósti þar sem rekstrarvandi fyrirtækisins var rakinn til alþjónustuskyldunnar.

Bent var á að Íslandspósti hefði verið bætt upp, í gegnum gjaldskrá félagsins innan einkaréttar, allur sá viðbótarkostnaður sem alþjónustuskyldan hefði í för með sér. „Að mati PFS eru því möguleg vandamál í tengslum við afkomu fyrirtækisins ekki tilkomin vegna þeirra skyldna sem hvílt hafa á fyrirtækinu vegna alþjónustu á undanförnum árum,“ segir í ákvörðuninni sem var birt 18. janúar 2018, skömmu eftir að stjórnendur Íslandspósts tilkynntu um fækkun dreifingardaga bréfa.

Í nýlegu hálfsársuppgjöri Íslandspósts kom fram að fyrirtækið hefði tapað 161,2 milljónum á fyrri helmingi ársins og áætlað væri að tekjur fyrirtækisins drægjust saman um hátt í 400 milljónir árið 2018 vegna fækkunar bréfsendinga. Var fullyrt að ófjár­magn­aður kostn­aður vegna alþjón­ustu Íslandspósts yrði 700 milljónir á þessu ári. „Íslandspóstur þarf á fjármagni að halda til að viðhalda rekstrarfjármunum sem og til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Þrátt fyrir aukna lántöku undanfarin ár er þörf á meira lausafé, allt að 500 m.kr., til að standa undir skuldbindingum næstu mánuðina og fyrirsjáanlegum taprekstri á yfirstandandi ári, m.a. vegna mikillar fækkunar bréfa, og hefur félagið leitað til ríkisins um fyrirgreiðslu vegna þess,“ segir í tilkynningunni sem fjármálaráðuneytið birti í gær.

Samkeppnisrekstur Íslandspósts borinn 
uppi af tekjum frá einkaréttarstarfsemi

Íslandspóstur, sem er að fullu í eigu ríkisins, hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár vegna umsvifa fyrirtækisins á samkeppnismörkuðum. Hefur til að mynda Félag atvinnurekenda gagnrýnt að Íslandspóstur nýti fjármagn sem stafar frá einkaréttarvarinni starfsemi til niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar. 

Ólafur Stephensenframkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

„Tap Íslandspósts er að okkar mati að langmestu leyti tilkomið vegna misráðinna fjárfestinga í samkeppnisrekstri, sem hefur ekkert með grunnhlutverk fyrirtækisins að gera að tryggja almenningi póstþjónustu,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við Stundina.

Í greiningu sem Fjárstoð ehf. vann á fyrirliggjandi gögnum um rekstur Íslandspósts árið 2016 kom fram að að samkeppnisrekstri Íslandspósts væri haldið á floti með aðgangi að fjármagni og eigin fé sem rekja mætti til rekstrar sem félli undir einkarétt.

„Afkoma og reikningar dótturfélaga bera það með sér að rekstur þeirra hefur verið fjármagnaður af móðurfélaginu á sama tíma og samkeppnisrekstur innan móðurfélagsins er rekinn með umtalsverðu tapi,“ segir í minnisblaði Fjárstoðar, en greiningin var unnin fyrir Póstmarkaðinn ehf., samkeppnisaðila Íslandspósts, og Félag atvinnurekenda. „Það er því ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar, hvort heldur er innan eða utan móðurfélagsins, kemur í raun frá starfsemi í einkarétti eða verið er að ganga á eigið fé ÍSP, sem byggt hefur verið upp af þeirri starfsemi í gegnum tíðina. Draga má í efa að það samræmist 16. gr. laga 19/2002 um póstþjónustu.“

„Það er því ljóst að fjármögnun samkeppnisrekstrar, hvort heldur er innan eða utan móðurfélagsins, kemur í raun frá starfsemi í einkarétti“

Ólafur Stephensen bendir á að lántakan sé háð heimild í fjáraukalögum. Nú gefist fjárlaganefnd gott tækifæri til að fá ýmsar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins upp á yfirborðið. 

Ísland er eina landið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem einkaréttur á póstþjónustu hefur ekki verið felldur niður. Í fyrirliggjandi frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, er lagt til að einkaréttur ríkisins verði afnuminn og alpóstþjónusta veitt á markaðslegum forsendum í samræmi við þriðju pósttilskipun Evrópusambandsins.

Neituðu að svara spurningum um meðferð fjármuna

Félag atvinnurekenda sendi stjórn Íslandspósts ítarlegt erindi í nóvember 2017 og gerði athugasemdir við viðskiptahætti fyrirtækisins. Þá óskaði félagið eftir gögnum um reksturinn, svo sem yfirliti yfir raunafkomu mismunandi rekstrarþátta. Stjórn Íslandspósts varð ekki við upplýsingabeiðninni en svaraði erindinu með stuttu bréfi þar sem fram kom að farið hefði verið yfir málið með lögmanni fyrirtækisins, stjórnin teldi ekkert hæft í „ávirðingunum“ og lýsti yfir „fullum stuðningi við forstjóra og framkvæmdastjórn Íslandspósts“. 

 „Okkur finnst með nokkrum ólíkindum að pólitískt skipuð stjórn fyrirtækis í eigu skattgreiðenda, sem meðal annars er skipuð aðstoðarmanni fjármálaráðherra, neiti að svara málefnalegum spurningum um meðferð fjármuna almennings og samkeppnishætti fyrirtækisins,“ segir Ólafur Stephensen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár