Rekstrarfélag Morgunblaðsins, Árvakur ehf., tapaði rúmum 284 milljónum króna á árinu 2017. Tap Þórsmerkur, móðurfélags Árvakurs, var álíka mikið og skýrist alfarið af rekstri dótturfélagsins. Þórsmörk er í eigu ýmissa aðila í sjávarútvegi og lögmennsku, auk Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Í ársreikningi félagsins kemur fram að eigið fé Árvakurs hafi verið jákvætt um 800 milljónir árið 2007. Heildarlaun og þóknanir til stjórnenda námu kr. 111.088.897, en fram kom í tekjublaði Frjálsrar verslunar að launatekjur Davíðs Oddssonar ritstjóra hafi verið yfir 68 milljónir króna á árinu. Hluti af þeirri upphæð eru eftirlaun, en sem fyrrverandi forsætisráðherra fær Davíð rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði frá íslenska ríkinu samkvæmt eftirlaunalögunum sem hann stóð að sjálfur. Þá kom fram í tekjublaðinu að laun Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Árvakurs, væru rúmar 52 milljónir króna á ári.
Eyþór Arnalds stærsti hluthafinn
Dótturfélög …
Athugasemdir