Ný rannsókn á styrk þrávirkra lífrænna efna sýnir fram á að bann gegn þeim hefur skilað árangri. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum frá sex löndu,m birtist í tímaritinu Science of the Total Environment í ágúst.
Hvað eru þrávirk lífræn efni?
Þrávirk lífræn efni (e. persistent organic pollutants) er samheiti yfir efnasambönd sem hafa þann eiginleika að þau brotna hægt niður og geta því safnast fyrir í umhverfinu. Að auki geta efnin borist langt frá upphaflegum losunarstað og þannig haft víðtæk áhrif.
Þrávirk lífræn efni eru þess eðlis að dýr geta ekki losað þau úr líkamanum á skilvirkan hátt. Þetta þýðir að efnin safnast fyrir í vefjum dýra. Styrkur þrávirkra lífrænna efna í lífverum eykst eftir því sem ofar er komið í fæðukeðjuna. Efnin eru tekin upp af dýrum neðst í fæðukeðjunni. Þau dýr eru síðan étin af dýrum ofar í fæðukeðjunni, líkt og fiskum sem loks eru étin …
Athugasemdir