Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einkarekin heilsumiðstöð rekin með 128 milljóna tapi

„Rekst­ur­inn af heilsu­með­ferð­um og leiga vegna Klíník­ur­inn­ar hef­ur þau áhrif að rekstr­arnið­ur­stað­an er veru­lega lak­ari en til stóð,“ seg­ir í skýrslu stjórn­ar.

Einkarekin heilsumiðstöð rekin með 128 milljóna tapi

Rkstur Heilsumiðstöðvarinnar ehf., fyrirtækis Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og Einars Sigurðssonar sem rekur sjúkrahótel í Ármúla, gæti orðið réttu megin við núllið á yfirstandandi rekstrarári. Fyrirtækið tapaði 128,2 milljónum árið 2017 og 111,5 milljónum árið 2016 en stefnir að því að koma út á sléttu í ár. Þetta kemur fram í ársreikningi sem Heilsumiðstöðin skilaði á dögunum.

Fyrirtækið er aðili að rammasamningi Sjukratrygginga Íslands um hótel- og gistiþjónustu og er allt hlutaféð í eigu einkarekna velferðarþjónustufyrirtækisins Eva Consortium hf. Miðstöðin sameinaðist systurfélagi sínu Heilsu og spa ehf. í fyrra sem einnig er með starfsemi í Ármúla 9. Ásdís Halla er fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og stjórnarformaður Klíníkurinnar og Ásta Þórarinsdóttir er stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. 

Árið 2017 var fyrsta heila rekstrarár Heilsumiðstöðvarinnar eftir að umfangsmiklum endurbótum á Ármúla 9 lauk. „Starfsemin einkenndist af því að verulegur árangur náðist í rekstri hótelsins sem skilaði jákvæðri afkomu á árinu en reksturinn af heilsumeðferðum og leiga vegna Klíníkurinnar hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaðan er verulega lakari en til stóð,“ segir í skýrslu stjórnar vegna síðasta árs. „Gert er ráð fyrir að árangur af rekstri hótelsins verði áfram góður á árinu 2018 og að tap vegna heilsumeðferðar og leigu Klíníkurinnar verði umtalsvert minna en áður þannig að árið 2018 verði í heildina rekið án taps.“

Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur Heilsumiðstöðvarinnar 779,6 milljónum árið 2017. Eignir félagsins voru 312 milljónir og eigið fé neikvætt um 43 milljónir í lok ársins. Alls eru skammtímaskuldir 184,7 milljónir. Laun til stjórnar og framkvæmdastjóra hækkuðu lítillega í fyrra, úr 14,8 milljónum í 15,7 milljónir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár