Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir fyrir skýrslu

Ás­geir vann í yf­ir eitt þús­und klukku­tíma sem formað­ur nefnd­ar um pen­inga­stefnu Ís­lands og fram­tíð krón­unn­ar.

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir fyrir skýrslu
Ásgeir Jónsson Ásgeir hefur verið til ráðgjafar við fjölda mála hjá stjórnarráðinu. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni hagfræðingi rúmar 13 milljónir króna á árunum 2017 og 2018 fyrir formennsku í nefnd um endurskoðun á ramma peningastefnu. Afurð nefndarinnar var skýrsla um framtíð íslenskrar peningastefnu.

Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að ráðuneytið hafi gert verksamning við Ásgeir í upphafi starfsins og viðbótarsamkomulag haustið 2017. Fékk Ásgeir greiðslur í samræmi við það upp á alls 13.273.000 kr. fyrir 1.021 klukkustundar vinnu. Eru það 13.000 kr. á klukkutímann. Til samanburðar eru rúmlega tvö þúsund vinnustundir á ári í fullri vinnu.

Ásgeir var einn af þremur sem sátu í nefndinni, ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífins, og Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er 246 blaðsíður að lengd.

Vann einnig við afnám verðtryggingar

Nefndarvinnan er hins vegar ekki eina starfið sem Ásgeir hefur unnið á vegum stjórnarráðsins undanfarin ár. Hann veitti forsætisráðuneytinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár