Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Snapchat Jóhannesar Horft hefur verið 176 þúsund sinnum á myndband Jóhannesar á Facebook.

Jóhannes Gísli Eggertsson, sem er með vinsælan Snapchat-reikning undir nafninu Jóa Lífið, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann greindi frá sögusögnum þess efnis að maður, sem hann myndbirti í tálbeituaðgerð síðasta föstudag, hefði jafnvel svipt sig lífi. Jóhannes hafði ekki fengið staðfestingu á þessum sögusögnum þegar hann birti yfirlýsinguna á Facebook, en sagðist líta svo á að „ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér“.

Tekið skal fram að engar heimildir benda til þess að maðurinn hafi svipt sig lífi og eru yfirlýsingar þess efnis á samfélagsmiðlum byggðar á sögusögnum.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, neitaði að svara spurningum um málið þegar Stundin leitaði upplýsinga þar. Hann staðfesti þó að lögreglan hefði til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur beðið fólk um að birta ekki myndbönd af þessu tagi, heldur senda þau til lögreglu.

Myndbandið hefur verið skoðað 180 þúsund sinnum á Facebook. Hér er andlit mannsins afmáð.

Jóhannes villti á sér heimildir á netinu þar sem hann þóttist vera fjórtán ára stúlka og eftir samtal við manninn, sem nefndi sig gradurgamli4, mælti hann sér mót við hann, undir því yfirskyni að hún fengi ís. Þá hafði Jóhannes, sem 14 ára stúlka, beðið manninn um mynd af honum. Áður hafði maðurinn spurt hvort henni þætti í lagi að hann væri 52 ára gamall. Hann upp öll samskipti við manninn og birti beint á Snapchat, sem og á síðu sinni á Facebook. Maðurinn þvertók fyrst fyrir að hafa mælt sér mót við fjórtán ára stúlku en viðurkenndi síðan að hann hefði gert það til að bjóða henni upp á ís, „ekkert annað“. Hann grátbað Jóhannes um að birta ekki myndbandið. „Ekki eyðileggja líf mitt,“ sagði maðurinn og Jóhannes spurði hvernig hann væri að því, þegar hann hefði sjálfur sóst eftir samneyti við unga stelpu og menn sem gerðu slíkt mættu eiga von á því að hann myndi mæta á svæðið til þess að afhjúpa þá. Hann sagði manninum, sem hann hafði áður kallað „kvikindi“, til syndanna og greindi frá reiði sinni, áður en hann birti ekki bara myndbandið heldur einnig öll samskipti sem höfðu farið á milli tálbeitunnar og mannsins, með viðkvæmum myndum og upplýsingum um manninn.

Um leið og Jóhannes greindi frá því í yfirlýsingu sinni á Facebook að hann hefði engar heimildir fyrir meintu sjálfsvígi, aðeins sögusagnir, sagðist hann hafa lært mikið af þessu. „Mun ég í næsta skipti blörra fyrir andlitið á því myndskeiði sem almenningur fær og svo afhenda lögreglu upprunalega myndbandið,“ skrifar Jóhannes. „Ég vil líka láta það fylgja að ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér.“ 

Snapparinn á að baki brotaferil 

Sjálfur á Jóhannes að baki afbrotaferil og var í nóvember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik úr vefverslun ELKO. 

Í þrjú skipti áður hlaut hann refsidóma fyrir auðgunarbrot, að því er fram kemur í umfjöllun DV. Hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára í maí 2012. Þá var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði bundna skilorði, í janúar 2014 fyrir margvísleg brot, meðal annars fyrir að selja sama símann þrisvar sinnum á bland.is. Síðar sama ár var hann dæmdur í eins mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skilorðsbundið til tveggja ára.

Í uppgjörsviðtali við DV í mars 2015 sagði hann:  „Fortíðin mun alltaf elta mig en ég þarf bara að fá tíma til að sýna fólki hvernig ég er orðinn í dag. Ávinna mér traust.“

Hann hefur komið víða við, sér í lagi í netviðskiptum, selt hjálpartæki ástarlífsins, stofnað tónlistarveitu og rekið slúður- og knattspyrnuvefi. Þá greindi DV frá því að hann hefði keypt lénið Frettatiminn.is í janúar síðastliðnum og að fréttir merktar honum hefðu birst á síðunni.

Undanfarið hefur hann vakið athygli fyrir Snapchat-reikning sinn en þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann lagði gildru fyrir meinta kynferðisglæpamenn. Í samtali við Ísland í dag, sem sýnt var á Stöð 2 í kvöld, sagðist hann hafa orðið fyrir kynferðisbroti sextán ára gamall.

Yfirlýsing Jóhannesar í heild sinni

Ég birti fyrir stuttu myndband af aðila sem var að sækjast eftir samneyti við 14 ára stúlku (Maðurinn sjálfur fæddur 1966).

Myndband þetta hefur farið allt of hratt um netið og átti ég í raun ekki von á eins miklum viðbrögðum komu.

Að mér skilst þá ganga sögusagnir um það að aðilinn sem um ræðir sé látinn en engin staðfesting hefur komið á því.

Það sem ég hef lært á þessu er mjög mikið og mun ég í næsta skipti blörra fyrir andlitið á því myndskeiði sem almenningur fær og svo afhenta lögreglu upprunalega myndbandið.

Ég vill þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið og alla þá sem höfðu samband við mig þegar sagan um að hann hefði fyrirfarið sér fór af stað.

Ég vill líka láta það fylgja að ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér.

Hann er tilbúinn að skemma líf 14 ára stúlkna og guð má vita hversu mörg líf honum hefði tekist að skemma hefði hann ekki verið böstaður.

Ég tek mér nú smá frí frá snappinu, síðunni og öllu sem tengist "Jóa Lífið" en kem sterkur til baka eftir smá tíma. 

Ég er samt ekki hættur, það er of mikið af þeim þarna úti og þeir verða stöðvaðir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár