Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns

„Ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hef­ur fyr­ir­far­ið sér,“ seg­ir Jó­hann­es Gísli Eggerts­son snapp­ari, í yf­ir­lýs­ingu um sögu­sagn­ir þess efn­is að mað­ur hefði svipt sig lífi í kjöl­far tál­beitu­að­gerð­ar hans. Í síð­ustu viku birti hann mynd­band af manni sem hafði mælt sér mót við 14 ára stúlku. Lög­regl­an veit­ir eng­ar upp­lýs­ing­ar en seg­ir að slíkt tál­beitu­mál sé til rann­sókn­ar.

Snappari sendi frá sér yfirlýsingu um sögusagnir af meintu sjálfsvígi manns
Snapchat Jóhannesar Horft hefur verið 176 þúsund sinnum á myndband Jóhannesar á Facebook.

Jóhannes Gísli Eggertsson, sem er með vinsælan Snapchat-reikning undir nafninu Jóa Lífið, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann greindi frá sögusögnum þess efnis að maður, sem hann myndbirti í tálbeituaðgerð síðasta föstudag, hefði jafnvel svipt sig lífi. Jóhannes hafði ekki fengið staðfestingu á þessum sögusögnum þegar hann birti yfirlýsinguna á Facebook, en sagðist líta svo á að „ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér“.

Tekið skal fram að engar heimildir benda til þess að maðurinn hafi svipt sig lífi og eru yfirlýsingar þess efnis á samfélagsmiðlum byggðar á sögusögnum.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, neitaði að svara spurningum um málið þegar Stundin leitaði upplýsinga þar. Hann staðfesti þó að lögreglan hefði til rannsóknar mál sem leiða má beint af tálbeituaðgerð óbreytts borgara undanfarna viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur beðið fólk um að birta ekki myndbönd af þessu tagi, heldur senda þau til lögreglu.

Myndbandið hefur verið skoðað 180 þúsund sinnum á Facebook. Hér er andlit mannsins afmáð.

Jóhannes villti á sér heimildir á netinu þar sem hann þóttist vera fjórtán ára stúlka og eftir samtal við manninn, sem nefndi sig gradurgamli4, mælti hann sér mót við hann, undir því yfirskyni að hún fengi ís. Þá hafði Jóhannes, sem 14 ára stúlka, beðið manninn um mynd af honum. Áður hafði maðurinn spurt hvort henni þætti í lagi að hann væri 52 ára gamall. Hann upp öll samskipti við manninn og birti beint á Snapchat, sem og á síðu sinni á Facebook. Maðurinn þvertók fyrst fyrir að hafa mælt sér mót við fjórtán ára stúlku en viðurkenndi síðan að hann hefði gert það til að bjóða henni upp á ís, „ekkert annað“. Hann grátbað Jóhannes um að birta ekki myndbandið. „Ekki eyðileggja líf mitt,“ sagði maðurinn og Jóhannes spurði hvernig hann væri að því, þegar hann hefði sjálfur sóst eftir samneyti við unga stelpu og menn sem gerðu slíkt mættu eiga von á því að hann myndi mæta á svæðið til þess að afhjúpa þá. Hann sagði manninum, sem hann hafði áður kallað „kvikindi“, til syndanna og greindi frá reiði sinni, áður en hann birti ekki bara myndbandið heldur einnig öll samskipti sem höfðu farið á milli tálbeitunnar og mannsins, með viðkvæmum myndum og upplýsingum um manninn.

Um leið og Jóhannes greindi frá því í yfirlýsingu sinni á Facebook að hann hefði engar heimildir fyrir meintu sjálfsvígi, aðeins sögusagnir, sagðist hann hafa lært mikið af þessu. „Mun ég í næsta skipti blörra fyrir andlitið á því myndskeiði sem almenningur fær og svo afhenda lögreglu upprunalega myndbandið,“ skrifar Jóhannes. „Ég vil líka láta það fylgja að ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér.“ 

Snapparinn á að baki brotaferil 

Sjálfur á Jóhannes að baki afbrotaferil og var í nóvember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik úr vefverslun ELKO. 

Í þrjú skipti áður hlaut hann refsidóma fyrir auðgunarbrot, að því er fram kemur í umfjöllun DV. Hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára í maí 2012. Þá var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði bundna skilorði, í janúar 2014 fyrir margvísleg brot, meðal annars fyrir að selja sama símann þrisvar sinnum á bland.is. Síðar sama ár var hann dæmdur í eins mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skilorðsbundið til tveggja ára.

Í uppgjörsviðtali við DV í mars 2015 sagði hann:  „Fortíðin mun alltaf elta mig en ég þarf bara að fá tíma til að sýna fólki hvernig ég er orðinn í dag. Ávinna mér traust.“

Hann hefur komið víða við, sér í lagi í netviðskiptum, selt hjálpartæki ástarlífsins, stofnað tónlistarveitu og rekið slúður- og knattspyrnuvefi. Þá greindi DV frá því að hann hefði keypt lénið Frettatiminn.is í janúar síðastliðnum og að fréttir merktar honum hefðu birst á síðunni.

Undanfarið hefur hann vakið athygli fyrir Snapchat-reikning sinn en þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann lagði gildru fyrir meinta kynferðisglæpamenn. Í samtali við Ísland í dag, sem sýnt var á Stöð 2 í kvöld, sagðist hann hafa orðið fyrir kynferðisbroti sextán ára gamall.

Yfirlýsing Jóhannesar í heild sinni

Ég birti fyrir stuttu myndband af aðila sem var að sækjast eftir samneyti við 14 ára stúlku (Maðurinn sjálfur fæddur 1966).

Myndband þetta hefur farið allt of hratt um netið og átti ég í raun ekki von á eins miklum viðbrögðum komu.

Að mér skilst þá ganga sögusagnir um það að aðilinn sem um ræðir sé látinn en engin staðfesting hefur komið á því.

Það sem ég hef lært á þessu er mjög mikið og mun ég í næsta skipti blörra fyrir andlitið á því myndskeiði sem almenningur fær og svo afhenta lögreglu upprunalega myndbandið.

Ég vill þakka fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið og alla þá sem höfðu samband við mig þegar sagan um að hann hefði fyrirfarið sér fór af stað.

Ég vill líka láta það fylgja að ég tel það ekki vera mér að kenna ef hann hefur fyrirfarið sér.

Hann er tilbúinn að skemma líf 14 ára stúlkna og guð má vita hversu mörg líf honum hefði tekist að skemma hefði hann ekki verið böstaður.

Ég tek mér nú smá frí frá snappinu, síðunni og öllu sem tengist "Jóa Lífið" en kem sterkur til baka eftir smá tíma. 

Ég er samt ekki hættur, það er of mikið af þeim þarna úti og þeir verða stöðvaðir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár