Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög

Sótt­varna­lækn­ir, ekki sveit­ar­fé­lög, ber ábyrgð á sam­ræm­ingu og skipu­lagn­ingu sótt­varna. Kópa­vogs­bær taldi regl­ur um bólu­setn­ingu sem skil­yrði leik­skóla­pláss ekki stand­ast lög.

Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög
Ekki á valdsviði sveitarfélaga Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Kópavogsbæ er það ekki á valdsviði sveitarfélaga að fylgjast með bólusetningum barna, eða gera kröfur um þær. Mynd: Shutterstock

Vandséð er að sveitarfélög hafi lagaheimild til að krefja foreldra um framvísun bólusetningarvottorða, skrá upplýsingar um bólusetningar barna eða gera almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því í gær að óbólusett börn yrðu útilokuð frá leikskólum borgarinnar.

Lögum samkvæmt ber sóttvarnalæknir ábyrgð á samræmingu og skipulagningu sóttvarna og smitsjúkdómaskráningu á Íslandi undir yfirstjórn landlæknis. Embættið hefur ekki talið faraldsfræðileg rök hníga að aðgerðum á borð við þær sem Hildur leggur til.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hugmyndir um að gera bólusetningu að skilyrði þess að börn fái leikskólapláss koma fram. Í fyrra lét Kópavogsbær kanna hvort heimilt væri að innleiða reglur í þessum anda. Var niðurstaðan sú að slíkt ætti sér ekki lagastoð.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, fjallaði um málið í pistli á vef flokksins. „Skemmst er frá því að segja að sveitafélögum er þetta ekki heimilt […]. Ástæðurnar eru að verkefnin eru öðrum falin,“ skrifaði hún. „Það er að sóttvarnarlækni ber að safna saman þessum upplýsingum í samstarfi við heilsugæslustöðvar og halda yfir þetta skrá. Þar eru skráðar bólusetningar sem og „ekki bólusetningar“. Upplýsingarnar eru því vitanlega til en sveitarfélagi er ekki heimilt að fá þessar upplýsingar né halda upplýsingum saman um þau börn sem eru ekki bólusett.“

Upplýsingar um bólusetningar barna og það hvort einstök börn hafa verið bólusett eða ekki eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Um skráningu slíkra upplýsinga gilda strangar reglur. 

Breytt lagaumhverfi

Lagaumhverfi persónuverndarmála hefur þó tekið nokkrum breytingum síðan Kópavogsbær lét kanna lögmæti þess að útiloka óbólusett börn frá leikskólum. Í nýjum persónuverndarlögum er, auk almennra reglna um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga, kveðið á um sérstök skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Slík vinnsla geti til að mynda verið heimil ef hún sé „nauðsynleg af ástæðum er varða almannahagsmuni á sviði lýðheilsu, svo sem til að verjast alvarlegum heilsufarsógnum sem ná yfir landamæri eða tryggja gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu og lyfja eða lækningatækja, og fari fram á grundvelli laga sem kveða á um viðeigandi og sértækar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða“. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur ekki talið þörf á aðgerðum á borð við þær sem Hildur Björnsdóttir leggur til. Þetta áréttar hann í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Áður hefur embættið greint frá því að höfnun á bólusetningum sé „fremur sjaldgæf hér á landi“. Hins vegar sé algengt að skoðun í ung- og smábarnavernd falli niður af óljósum orsökum. „Á undanförnu ári hefur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslustöðvum að fylgjast með stöðu mála hjá þeim börnum sem eru skráð á stöðina og gefur það tækifæri til að kalla inn börn sem ekki hafa mætt í skoðun. Frekari úrbætur eru í undirbúningi til að auðvelda skráningu og fleira,“ segir í yfirlýsingu sem embættið sendi út fyrr í sumar.

Stundin sendi Hildi Björnsdóttur fyrirspurn um lagaleg álitaefni við vinnslu fréttarinnar og óskaði jafnframt eftir lögfræðiálitinu sem unnið var fyrir Kópavogsbæ á grundvelli upplýsingalaga. Fréttin verður uppfærð þegar svör eða frekari upplýsingar berast. 

Viðbót kl. 14:40:

„Við teljum hugmyndirnar vel geta sótt stoð í lögum,“ segir Hildur Björnsdóttir í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Hún bendir á að tillögurnar sem lagðar voru fram í Kópavogi hafi verið annars eðlis en þær sem nú er stefnt að því að leggja fram. Þar hafi ekki aðeins verið lagt til að gera bólusetningar að inntökuskilyrði heldur einnig að sveitarfélagið myndi „kerfisbundið safna upplýsingum um bólusetningar og jafnvel upplýsa aðra foreldra um óbólusett börn“.

„Bæjarlögmaður lagði fram lögfræðiálit um tillöguna. Þetta álit hef ég lesið, eins hef ég rætt við lögfræðinginn sem ritaði álitið. Það sneri aðallega að persónuvernd og var mestu púðri eytt í að gagnrýna fyrri hluta tillagnanna. Hvað varðar inntökuskilyrðið sagði eingöngu að fyrir söfnun slíkra persónuupplýsinga þyrfti réttmætar og málefnalegar ástæður að liggja að baki. Ég tel þær vera fyrir hendi,“ segir Hildur. 

„Persónuverndarlög byggja á Evróputilskipun sem einnig gildir innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Evrópuþjóðir á borð við Frakkland, Þýskaland og Ítalíu hafa tekið upp sambærileg inntökuskilyrði án þess að það hafi verið talið stangast á við reglugerðina eða löggjöfin.

Það er alþekkt að óska læknisvottorða á vinnustöðum og í menntastofnunum. Hví mætti ekki gera það á leikskólum líka? Eins kalla leikskólar markvisst eftir upplýsingum frá foreldrum um heilsufar barna, sérþarfir og annað. Það hefur enginn fundið því neitt til foráttu.“

Hún bendir á að lög um leikskóla veiti sérstaka heimild fyrir setningu inntökuskilyrða. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við gerum bólusetningar að inntökuskilyrði í leikskóla borgarinnar. Mér finnst liggja málefnaleg sjónarmið að baki. Hlutfall bólusettra barna er komið undir viðmiðunarmörk WHO og sömuleiðis varaði WHO í síðustu viku við útbreiðslu mislinga í Evrópu. Síðustu tvö ár hafa mislingatilfelli sextánfaldast í Evrópu. Það er ástæða til að líta það alvarlegum augum.“

Viðbót kl. 17:30:

Stundin hefur fengið afhent minnisblaðið sem unnið var fyrir bæjarráð Kópavogs í fyrra. Höfundur þess er Salvör Þórisdóttir lögfræðingur.

Hún bendir á að sveitarfélög geti ekki tekið að sér verkefni sem öðrum er falið lögum samkvæmt. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. sóttvarnarlaga beri embætti landlæknis ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Samræming og skipulagning sé í höndum sóttvarnalæknis sem jafnframt sé ábyrgur fyrir því að haldin sé smitsjúkdómaskrá. Um hana gildi sömu reglur og um aðrar sjúkraskrár. 

Salvör bendir á að samkvæmt reglugerð um bólusetningar á Íslandi,  sem á sér stoð í sóttvarnarlögum, annist heilsugæslustöðvar bólusetningar og beri að senda sóttvarnalæknum upplýsingar um skráningu bólusetningar í sjúkraskrá.

„Læknum, hjúkrunarfræðingum og sóttvarnarlækni er því lögum samkvæmt falið að halda utan um upplýsingar um kíghóstasmit, allar bólusetningar og skráningu ef ekki er bólusett,“ segir í minnisblaðinu. „Þar sem heilsugæslustöðvum og sóttvarnalækni er falið það hlutverk að skrá upplýsingar um bólusetningar með lögum verður að telja að Kópavogsbær, sem sveitarfélag, geti ekki tekið það verkefni að sér, skv. 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga.“

Í minnisblaðinu er einnig fjallað um lögmæti þess að krefja foreldra leikskólabarna um að framvísa bólusetningarvottorði. Bent er á að ekki verði séð að það samræmist tilgangi bólusetningarskírteina sem virðist einkum notuð til að „sanna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hérlendis að sjúklingur hafi fengið bólusetningar erlendis og öfugt“.

„Þar sem það er ekki í verkahring Kópavogsbæjar að skrá eða miðla upplýsingum um bólusetningar barna er vart hægt að færa rök fyrir því að það sé málefnalegt að biðja foreldra um að framvísa bólusetningarskírteini, enda er um viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða,“ skrifar Salvör. „Það gæti því brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, sem felur í sér að allar ákvarðanir verða að vera teknar á málefnalegum grundvelli, að biðja foreldra um að framvísa skírteininu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár