Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög

Sótt­varna­lækn­ir, ekki sveit­ar­fé­lög, ber ábyrgð á sam­ræm­ingu og skipu­lagn­ingu sótt­varna. Kópa­vogs­bær taldi regl­ur um bólu­setn­ingu sem skil­yrði leik­skóla­pláss ekki stand­ast lög.

Ólíklegt að hugmyndir Sjálfstæðismanna um útilokun óbólusettra barna standist lög
Ekki á valdsviði sveitarfélaga Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Kópavogsbæ er það ekki á valdsviði sveitarfélaga að fylgjast með bólusetningum barna, eða gera kröfur um þær. Mynd: Shutterstock

Vandséð er að sveitarfélög hafi lagaheimild til að krefja foreldra um framvísun bólusetningarvottorða, skrá upplýsingar um bólusetningar barna eða gera almennar bólusetningar að skilyrði við inntöku í leikskóla.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir því í gær að óbólusett börn yrðu útilokuð frá leikskólum borgarinnar.

Lögum samkvæmt ber sóttvarnalæknir ábyrgð á samræmingu og skipulagningu sóttvarna og smitsjúkdómaskráningu á Íslandi undir yfirstjórn landlæknis. Embættið hefur ekki talið faraldsfræðileg rök hníga að aðgerðum á borð við þær sem Hildur leggur til.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hugmyndir um að gera bólusetningu að skilyrði þess að börn fái leikskólapláss koma fram. Í fyrra lét Kópavogsbær kanna hvort heimilt væri að innleiða reglur í þessum anda. Var niðurstaðan sú að slíkt ætti sér ekki lagastoð.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, fjallaði um málið í pistli á vef flokksins. „Skemmst er frá því að segja að sveitafélögum er þetta ekki heimilt […]. Ástæðurnar eru að verkefnin eru öðrum falin,“ skrifaði hún. „Það er að sóttvarnarlækni ber að safna saman þessum upplýsingum í samstarfi við heilsugæslustöðvar og halda yfir þetta skrá. Þar eru skráðar bólusetningar sem og „ekki bólusetningar“. Upplýsingarnar eru því vitanlega til en sveitarfélagi er ekki heimilt að fá þessar upplýsingar né halda upplýsingum saman um þau börn sem eru ekki bólusett.“

Upplýsingar um bólusetningar barna og það hvort einstök börn hafa verið bólusett eða ekki eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Um skráningu slíkra upplýsinga gilda strangar reglur. 

Breytt lagaumhverfi

Lagaumhverfi persónuverndarmála hefur þó tekið nokkrum breytingum síðan Kópavogsbær lét kanna lögmæti þess að útiloka óbólusett börn frá leikskólum. Í nýjum persónuverndarlögum er, auk almennra reglna um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga, kveðið á um sérstök skilyrði fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Slík vinnsla geti til að mynda verið heimil ef hún sé „nauðsynleg af ástæðum er varða almannahagsmuni á sviði lýðheilsu, svo sem til að verjast alvarlegum heilsufarsógnum sem ná yfir landamæri eða tryggja gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu og lyfja eða lækningatækja, og fari fram á grundvelli laga sem kveða á um viðeigandi og sértækar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða“. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur ekki talið þörf á aðgerðum á borð við þær sem Hildur Björnsdóttir leggur til. Þetta áréttar hann í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Áður hefur embættið greint frá því að höfnun á bólusetningum sé „fremur sjaldgæf hér á landi“. Hins vegar sé algengt að skoðun í ung- og smábarnavernd falli niður af óljósum orsökum. „Á undanförnu ári hefur verið lagt í vinnu við að auðvelda heilsugæslustöðvum að fylgjast með stöðu mála hjá þeim börnum sem eru skráð á stöðina og gefur það tækifæri til að kalla inn börn sem ekki hafa mætt í skoðun. Frekari úrbætur eru í undirbúningi til að auðvelda skráningu og fleira,“ segir í yfirlýsingu sem embættið sendi út fyrr í sumar.

Stundin sendi Hildi Björnsdóttur fyrirspurn um lagaleg álitaefni við vinnslu fréttarinnar og óskaði jafnframt eftir lögfræðiálitinu sem unnið var fyrir Kópavogsbæ á grundvelli upplýsingalaga. Fréttin verður uppfærð þegar svör eða frekari upplýsingar berast. 

Viðbót kl. 14:40:

„Við teljum hugmyndirnar vel geta sótt stoð í lögum,“ segir Hildur Björnsdóttir í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Hún bendir á að tillögurnar sem lagðar voru fram í Kópavogi hafi verið annars eðlis en þær sem nú er stefnt að því að leggja fram. Þar hafi ekki aðeins verið lagt til að gera bólusetningar að inntökuskilyrði heldur einnig að sveitarfélagið myndi „kerfisbundið safna upplýsingum um bólusetningar og jafnvel upplýsa aðra foreldra um óbólusett börn“.

„Bæjarlögmaður lagði fram lögfræðiálit um tillöguna. Þetta álit hef ég lesið, eins hef ég rætt við lögfræðinginn sem ritaði álitið. Það sneri aðallega að persónuvernd og var mestu púðri eytt í að gagnrýna fyrri hluta tillagnanna. Hvað varðar inntökuskilyrðið sagði eingöngu að fyrir söfnun slíkra persónuupplýsinga þyrfti réttmætar og málefnalegar ástæður að liggja að baki. Ég tel þær vera fyrir hendi,“ segir Hildur. 

„Persónuverndarlög byggja á Evróputilskipun sem einnig gildir innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Evrópuþjóðir á borð við Frakkland, Þýskaland og Ítalíu hafa tekið upp sambærileg inntökuskilyrði án þess að það hafi verið talið stangast á við reglugerðina eða löggjöfin.

Það er alþekkt að óska læknisvottorða á vinnustöðum og í menntastofnunum. Hví mætti ekki gera það á leikskólum líka? Eins kalla leikskólar markvisst eftir upplýsingum frá foreldrum um heilsufar barna, sérþarfir og annað. Það hefur enginn fundið því neitt til foráttu.“

Hún bendir á að lög um leikskóla veiti sérstaka heimild fyrir setningu inntökuskilyrða. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við gerum bólusetningar að inntökuskilyrði í leikskóla borgarinnar. Mér finnst liggja málefnaleg sjónarmið að baki. Hlutfall bólusettra barna er komið undir viðmiðunarmörk WHO og sömuleiðis varaði WHO í síðustu viku við útbreiðslu mislinga í Evrópu. Síðustu tvö ár hafa mislingatilfelli sextánfaldast í Evrópu. Það er ástæða til að líta það alvarlegum augum.“

Viðbót kl. 17:30:

Stundin hefur fengið afhent minnisblaðið sem unnið var fyrir bæjarráð Kópavogs í fyrra. Höfundur þess er Salvör Þórisdóttir lögfræðingur.

Hún bendir á að sveitarfélög geti ekki tekið að sér verkefni sem öðrum er falið lögum samkvæmt. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. sóttvarnarlaga beri embætti landlæknis ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Samræming og skipulagning sé í höndum sóttvarnalæknis sem jafnframt sé ábyrgur fyrir því að haldin sé smitsjúkdómaskrá. Um hana gildi sömu reglur og um aðrar sjúkraskrár. 

Salvör bendir á að samkvæmt reglugerð um bólusetningar á Íslandi,  sem á sér stoð í sóttvarnarlögum, annist heilsugæslustöðvar bólusetningar og beri að senda sóttvarnalæknum upplýsingar um skráningu bólusetningar í sjúkraskrá.

„Læknum, hjúkrunarfræðingum og sóttvarnarlækni er því lögum samkvæmt falið að halda utan um upplýsingar um kíghóstasmit, allar bólusetningar og skráningu ef ekki er bólusett,“ segir í minnisblaðinu. „Þar sem heilsugæslustöðvum og sóttvarnalækni er falið það hlutverk að skrá upplýsingar um bólusetningar með lögum verður að telja að Kópavogsbær, sem sveitarfélag, geti ekki tekið það verkefni að sér, skv. 3. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga.“

Í minnisblaðinu er einnig fjallað um lögmæti þess að krefja foreldra leikskólabarna um að framvísa bólusetningarvottorði. Bent er á að ekki verði séð að það samræmist tilgangi bólusetningarskírteina sem virðist einkum notuð til að „sanna fyrir heilbrigðisyfirvöldum hérlendis að sjúklingur hafi fengið bólusetningar erlendis og öfugt“.

„Þar sem það er ekki í verkahring Kópavogsbæjar að skrá eða miðla upplýsingum um bólusetningar barna er vart hægt að færa rök fyrir því að það sé málefnalegt að biðja foreldra um að framvísa bólusetningarskírteini, enda er um viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða,“ skrifar Salvör. „Það gæti því brotið gegn réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, sem felur í sér að allar ákvarðanir verða að vera teknar á málefnalegum grundvelli, að biðja foreldra um að framvísa skírteininu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár