Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir lágtekjuhópana eiga inni mun meira en 4 prósent launahækkun

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, seg­ir lág­tekju­fólk eiga marg­falt meiri launa­hækk­an­ir inni. Í skýrslu Gylfa Zoega seg­ir að ekki sé meira svig­rúm til launa­hækk­ana en 4 pró­sent eigi að við­halda stöð­ug­leika.

Segir lágtekjuhópana eiga inni mun meira en 4 prósent launahækkun
Eiga meira skilið Sólveig Anna Jónsdóttir aftekur að láglaunafólk sætti sig við litlar kjarabætur í nafni stöðugleika. Mynd: Heiða Helgadóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafnar því alfarið að lágtekjufólk í íslensku samfélagi eigi að sætta sig við aðeins fjögurra prósenta hækkun launa í komandi kjarasamningum. Í nýrri skýrslu hagfræðiprófessorsins Gylfa Zoega, sem hann vann fyrir forsætisráðuneytið, kemur fram að sé ætlunin að viðhalda stöðugleika við gerð kjarasamninga sé svigrúmið til launahækkana ekki nema fjögur prósent.

Sólveig Anna var gestur í Kastljósi gærkvöldsins þar sem rætt var um skýrslu Gylfa í samhengi við kjarasamningaviðræður á komandi vetri. Sólveig Anna sagðist að sumu leyti fagna því að í skýrslu Gylfa væri þó talað um að eitthvað svigrúm væri til launahækkana því málflutningur sumra í samfélaginu hefði verið á þeim nótum að ekkert svigrúm væri og fólk ætti að búa sig undir einhvers konar núprósenta samninga. „Ég lít náttúrulega svo á að lágtekjuhóparnir eigi inni miklu, miklu hærri hækkanir en það,“ sagði Sólveig.

Í skýrslu Gylfa er jafnframt nefnt að ríkisvaldinu væri unnt að gera ferkari áætlanir, í samráði við sveitarfélög, um að koma upp ódýru húsnæði fyrir lágtekjufólk og ungt fólk. Sú áhersla er að mati Sólveigar Önnu jákvæð „Það er einmitt nefnt í skýrslunni, eða eins og ég skil þetta, að það gangi ekki að við bíðum eftir því að markaðurinn leysi þetta heldur verði að grípa til markvissra aðgerða. Ef það gerist þá er það mjög góð byrjun.“

Ljóst er að slíkar hugmyndir í húsnæðismálum koma ekki til framkvæmda í einu vetfangi. Fréttamaður Kastljóss spurði Sólveigu Önnu hvort verkalýðshreyfingin væri tilbúin til að skrifa undir samninga um lágar launahækkanir, fjögur prósent eins og nefnt er í skýrslu Gylfa, án þess að hafa tryggingu fyrir að einhverjar slíkar áætlanir um húsnæðisuppbyggingu yrðu að veruleika og nefndi lagasetningu í þeim efnum. Sólveig Anna aftók slíkt með öllu. „Nei, ég held að það sé óhætt að segja að það mun ekki gerast.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár