Takist Skúla Mogensen ekki að afla verulegra fjármuna inn í flugfélag sitt, WOW air, á næstu vikum er hætta á að félagið fari í þrot. Þetta herma heimildarmenn á fjármálamarkaði sem segja að líf flugfélagsins velti á því hvort skuldabréfaútboð fyrirtækisins, sem er að hefjast, gangi vel. Stefnt er að því að hlutabréfaútboðið skili á bilinu sex til tólf milljörðum íslenskra króna og segist Skúli sjálfur fullviss um að það takist.
Fjárhagsstaða WOW air er erfið en vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins nema um 65 milljörðum króna. Félagið tapaði 2,3 milljörðum króna á síðasta ári og afkoma þess hefur versnað það sem af er þessu ári. Eigið fé var komið niður fyrir 5 prósent í júní síðastliðnum en breyting á kröfum Skúla sjálfs á hendur félaginu í eigin fé og að eignarhlutur hans í Cargo Express var færður undir WOW air munu hafa breytt stöðunni nokkuð. Stjórnvöld fylgjast með stöðu félagsins enda …
Athugasemdir