Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óeðlilegt að bæta upp lága skattheimtu Garðbæinga og Seltirninga

Bæ­ir með tekju­hæstu íbú­ana inn­heimta lægsta út­svar­ið og fá það bætt upp af Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, að mati ráðu­neyt­is­nefnd­ar. Sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fyr­ir ut­an Reykja­vík, fengju tæp­um hálf­um millj­arði lægri tekj­ur yrði þetta leið­rétt.

Óeðlilegt að bæta upp lága skattheimtu Garðbæinga og Seltirninga
Seltjarnarnes Seltirningar borga lægstu skattana, samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Wikimedia Commons

Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar borga lægstu skattana til sveitarfélags síns sem hlutfall af meðaltekjum, samkvæmt nýlegri greiningu Samtaka atvinnulífsins. Íbúarnir eru þeir tekjuhæstu á Íslandi og gera lágir skattar og gjöld þessi sveitarfélög með þeim ódýrari til að búa í. Ekki er eðlilegt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga bæti upp vannýttar skatttekjur, samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisnefndar.

Nefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði til í október 2017 að nýti sveitarfélag ekki útsvarshlutfall að fullu komi til skerðingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem nemi vannýttum útsvarstekjum. Kom fram í skýrslu nefndarinnar að Seltjarnarnes, Garðabær og fleiri sveitarfélög hafi mikla möguleika á eigin tekjuöflun í gegnum útsvar, en fái í staðinn há framlög úr sjóðnum.

Sjóðurinn greiddi Seltjarnarnesi 34.087 kr. á íbúa í fyrra og Garðabæ 41.760 kr., en bæði sveitarfélögin innheimta lægsta leyfilega útsvar, 13,7%. Til samanburðar fær Reykjavík 9.909 kr., en þar er rukkað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár