Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óeðlilegt að bæta upp lága skattheimtu Garðbæinga og Seltirninga

Bæ­ir með tekju­hæstu íbú­ana inn­heimta lægsta út­svar­ið og fá það bætt upp af Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga, að mati ráðu­neyt­is­nefnd­ar. Sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, fyr­ir ut­an Reykja­vík, fengju tæp­um hálf­um millj­arði lægri tekj­ur yrði þetta leið­rétt.

Óeðlilegt að bæta upp lága skattheimtu Garðbæinga og Seltirninga
Seltjarnarnes Seltirningar borga lægstu skattana, samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Wikimedia Commons

Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar borga lægstu skattana til sveitarfélags síns sem hlutfall af meðaltekjum, samkvæmt nýlegri greiningu Samtaka atvinnulífsins. Íbúarnir eru þeir tekjuhæstu á Íslandi og gera lágir skattar og gjöld þessi sveitarfélög með þeim ódýrari til að búa í. Ekki er eðlilegt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga bæti upp vannýttar skatttekjur, samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisnefndar.

Nefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði til í október 2017 að nýti sveitarfélag ekki útsvarshlutfall að fullu komi til skerðingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem nemi vannýttum útsvarstekjum. Kom fram í skýrslu nefndarinnar að Seltjarnarnes, Garðabær og fleiri sveitarfélög hafi mikla möguleika á eigin tekjuöflun í gegnum útsvar, en fái í staðinn há framlög úr sjóðnum.

Sjóðurinn greiddi Seltjarnarnesi 34.087 kr. á íbúa í fyrra og Garðabæ 41.760 kr., en bæði sveitarfélögin innheimta lægsta leyfilega útsvar, 13,7%. Til samanburðar fær Reykjavík 9.909 kr., en þar er rukkað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár