Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar borga lægstu skattana til sveitarfélags síns sem hlutfall af meðaltekjum, samkvæmt nýlegri greiningu Samtaka atvinnulífsins. Íbúarnir eru þeir tekjuhæstu á Íslandi og gera lágir skattar og gjöld þessi sveitarfélög með þeim ódýrari til að búa í. Ekki er eðlilegt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga bæti upp vannýttar skatttekjur, samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisnefndar.
Nefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði til í október 2017 að nýti sveitarfélag ekki útsvarshlutfall að fullu komi til skerðingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem nemi vannýttum útsvarstekjum. Kom fram í skýrslu nefndarinnar að Seltjarnarnes, Garðabær og fleiri sveitarfélög hafi mikla möguleika á eigin tekjuöflun í gegnum útsvar, en fái í staðinn há framlög úr sjóðnum.
Sjóðurinn greiddi Seltjarnarnesi 34.087 kr. á íbúa í fyrra og Garðabæ 41.760 kr., en bæði sveitarfélögin innheimta lægsta leyfilega útsvar, 13,7%. Til samanburðar fær Reykjavík 9.909 kr., en þar er rukkað …
Athugasemdir