Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íslenska elítan kortlögð: Býr í Garðabæ og á Seltjarnarnesi

Ný ís­lensk rann­sókn leið­ir í ljós að sam­þjöpp­un ein­stak­linga sem hafa boð­vald í ís­lensku sam­fé­lagi er í póst­núm­er­um 210 og 170.

Íslenska elítan kortlögð: Býr í Garðabæ og á Seltjarnarnesi
Garðabær Íbúar í póstnúmeri 210 eru 2,5 sinnum líklegri til að vera hluti af viðskipta- og atvinnulífselítu en íbúar meðalpóstnúmersins. Mynd: Shutterstock

Ný rannsókn sýnir fram á að elíta, sem stjórnar stærstu fyrirtækjum og stofnunum Íslands og er í „lykilstöðum boðvalds og valda í atvinnulífinu“, er að miklu leyti búsett í Garðabænum og á Seltjarnarnesi. 

Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á myndun íslenskrar elítu, einna helst í viðskiptalífinu. Niðurstöður hennar eru að innri tengsl viðskipta- og atvinnulífselítunnar séu „allnokkur“ og að viðskiptaelítan hafi sterk tengsl við fjölmiðlaelítu. 

Í lykilstöðu til boðvalds 

Íslendingar eru almennt ekki mikið meðvitaðir um elítur. Í alþjóðlegu lífsgildakönnuninni árið 2005 kom fram að Íslendingar sjá sig almennt hærra í stéttarkerfinu en einstaklingar flestra annarra þjóða.

Nýja rannsóknin sýnir hins vegar fram á sterka einsleitni í búsetu elítunnar. Mun líklegra sé að einkstaklingur í viðskipta- og atvinnulífselítunni á Íslandi búi í Garðabæ og Seltjarnarnesi en annars staðar. „Tvö póstnúmer, 210 Garðabær og 170 Seltjarnarnes, skera sig greinilega frá öðrum póstnúmerum, en í þessum póstnúmerum búa 2,5 sinnum fleiri einstaklingar í viðskipta og atvinnulífselítunni en vænta hefði mátt út frá íbúafjölda. Kópavogur (203, 201, 200) er líka þétt setinn einstaklingum úr þessari elítu. Af þeim sem búa í Reykjavík velja sér flestir póstnúmerin 112 og 107, en hlutfallslega færri búa í miðbænum. Af póstnúmerum í Reykjavík komast 103, 111 og 116 ekki á blað.“

Bjarni BenediktssonForsætisráðherra er úr Garðabænum.

Hluti af skýringunni er að í þessum póstnúmerum er hátt hlutfall einbýlishúsa. 

Þetta þýðir að fólk í þessum póstnúmerum hefur mun meiri völd yfir ákvarðanatöku í þjóðfélaginu en fólk í öðrum póstnúmerum. Út frá búsetu skapast síðan frekari tengsl innbyrðis sem viðhalda elítunni. „Elíturannsóknir eru mikilvægar því þær gefa ákveðna sýna á hversu lýðræðislegt samfélagið er. Í elítunum eru einstaklingar í lykilaðstöðu til boðvalds og til að taka ákvarðanir sem geta haft miklar afleiðingar fyrir þjóðfélagið. Sú elíta sem við höfum skoðað stjórnar stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi og eru því að vissu leyti í lykilstöðum boðvalds og valda í atvinnulífinu,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar. 

Sterk tengsl viðskiptaelítu við fjölmiðla

Tengslanetsrannsóknin bendir einnig til þess að fjölmiðlar séu mikið tengdir við viðskiptahagsmuni.

„Þegar tengsl viðskipta- og atvinnulífselítunnar við aðrar elítur eru skoðuð kemur fram að tengslin eru mest við félaga- og hagsmunasamtök. Næst flestu tengsl viðskipta- og atvinnulífselítunnar eru við fjölmiðlaelítuna, en umræða um sterk tengsl einstaklinga, í viðskipta- og atvinnulífinu við fjölmiðla hefur töluverð á Íslandi. Það er ljóst af tengslanetsgreiningunni að tengsl viðskipta- og atvinnulífselítunnar við fjölmiðlaelítuna eru sterkari en t.d. tengsl stjórnmálaelítunnar við fjölmiðlaelítuna. Það er áhugavert vegna umræðna hér á landi um raunveruleg og meint tengsl viðskiptafólks við eignarhald tiltekinna fjölmiðla og mögulega hagsmunaárekstra sem tengjast því.“

Varað við elítumyndun

FélagsmálaráðherraÞorsteinn Víglundsson er æðsti stjórnandi félagsmála á Íslandi. Hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og býr í Garðabæ.

Höfundar rannsóknarinnar eru Magnús Þór Torfason, Þorgerður Einarsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Sigrún Sigurðardóttir. 1.078 svör bárust vegna könnunarinnar.

Í skýrslu rannsakenda kemur fram að sú trú hafi verið rík meðal Íslendinga að þar sé jöfnuður ríkjandi. Þannig telji Íslendingar sig gjarnan sem ofar í stétt heldur en fólk af flestum öðrum þjóðernum. Þar kemur fram að „fámennið hér á landi hafi í för með sér að þrátt fyrir stéttskiptingu og efnahagslegan ójöfnuð, þá ríki hér jafnaðarandi sem birtist ekki síst í því að Íslendingar gera lítinn mannamun sín í milli. Þessi jafnaðarandi sé lykilatriði í sjálfsmynd og lífsviðhorfum landsmanna og geri fólk síður meðvitað um mögulegan elítisma.“

Þetta geti hins vegar verið að breytast, eins og dæmi sé um í heiminum öllum.

„Engu að síður eru vísbendingar um að elítur séu til staðar hérlendis, þær séu að styrkjast og ójöfnuður að aukast, eins og víða annars staðar. Þessi vaxandi ójöfnuður hefur valdið stjórnmálamönnum, fræðimönnum og alþjóðastofnunum áhyggjum.“

Þá er bent á að völd elítunnar aukist jafnt og þétt. „Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambands Íslands bendir á að vert sé að hafa áhyggjur af þessari þróun, enda vísbendingar um að hún hafi ekki einungis neikvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör framtíðar, heldur einnig á pólítískan stöðugleika og félagslegan hreyfanleika. Jafnframt hefur verið bent á að með aukinni alþjóðavæðingu hafi efnahagsleg völd þeirra sem eiga og stjórna fyrirtækjum aukist verulega.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár