Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Blaða­mað­ur­inn Gabrí­el Benjam­in vann í eitt ár hjá ræst­inga­fyr­ir­tæki og miðl­ar reynslu sinni af sið­ferð­is­leg­um kostn­aði út­vist­un­ar starfa.

Útvistun á nauðsynjastörfum er ekki ódýrari

Eftir að ég flutti aftur heim til Íslands í byrjun árs 2013 var ég ítrekað spurður hvað ég hafði unnið við á meðan ég var erlendis. Ég reyndi að komast hjá því að segja allan sannleikann með því að segjast hafa verið í sölustarfi eða að ég hefði unnið á skrifstofu í miðbæ Lundúna. Sannleikurinn, sem mér fannst þá of vandræðalegur til þess að segja frá, var að ég vann hjá ræstingafyrirtæki. 

Að loknu heimspekinámi flutti ég frá Edinborg til Lundúna þar sem mér bauðst starf hjá The Clean Space Partnership, sem markaðssetti sig sem umhverfisvænt og siðferðislega þenkjandi fyrirtæki sem setti starfsfólkið í fyrsta sæti. Þegar ég hafði unnið þar í rúmt ár var mér orðið ljóst að engar af þessum fullyrðingum áttu við rök að styðjast og ég sagði starfi mínu lausu, en tíminn minn þar veitti mér innsýn í þennan veruleika. 

Á áttunda áratugnum hófst útvistun starfa í Bretlandi og undir lok þess níunda hafði þessi þróun náð fullu flugi. Útvistun starfa hjá hinu opinbera stórjókst í kjölfar kreppunnar og fór frá því að vera iðnaður sem nam 79 billjónum punda árin 2007 til 2008 yfir í það að nema 93,5 billjónum punda árið 2012. Ræstitæknar eru bráðnauðsynlegir í rekstri flestra fyrirtækja og stofnana. Ræstingafyrirtækið sem ég vann fyrir var aðeins lítill hluti af stóru mengi þeirra sem börðust með kjafti og klóm fyrir verðmætum samningum. 

Á hefðbundnum degi í störfum mínum fyrir þetta fyrirtæki mætti ég á fund skrifstofustjóra sem símaver fyrirtækisins hafði bókað og þar heyrði ég yfirleitt sömu kvartanirnar: ræstitæknarnir voru ekki nógu duglegir, þeir mættu á vitlausum tíma og/eða gengu ekki nógu vel frá. Á bakvið þessar kvartanir lá hins vegar önnur ástæða, skrifstofustjórarnir eða fyrirtækjaeigendur vildu fá bestu þjónustuna fyrir minnsta mögulega verðið. Til að ná því fram er hins vegar eina leiðin að útvista ekki þessum störfum heldur ráða ræstitækna beint. 

Engar vísbendingar um að útvistun skili árangri

Almennt er tilgangur útvistunar starfa að lækka kostnað og auka afköst og gæði þjónustunnar með því að fá faglegt einkarekið fyrirtæki til að sjá um þjónustuna. Hins vegar eru engar vísbendingar um að þeim markmiðum sé almennt náð með útvistun starfa, samkvæmt ítarlegri skýrslu frá árinu 2015, „Outsourcing Public Services“, frá Trades Union Congress og New Economic Foundation.

Þvert á móti eru niðurstöður skýrslunnar þær að starfsmenn einkafyrirtækja í geirum eins og ræstingum vinna gjarnan lengri daga fyrir lægri laun en kollegar þeirra sem vinna sömu störf fyrir hið opinbera. 

Starfsmenn einkafyrirtækja upplifðu einnig minna öryggi í starfi, unnu við verri skilyrði og laun þeirra hækkuðu ekki jafn mikið með starfsaldri. Auk þess sem rekstur einkafyrirtækja var oft ógagnsær og gæðastjórnun ábótavant. 

Allt reynt til að skapa gróða

Á meðan ég var að vinna í þessum geira var mikil samkeppni um samninga, en án nýrra samninga gátu stækkandi fyrirtæki eins og The Clean Space Partnership ekki vaxið. Þótt mikið væri lagt í þjálfun sölufólks hjá fyrirtækinu voru samningarnir oftast unnir á gamla mátann; með því að undirbjóða núverandi samninga eða bjóða betri þjónustu fyrir sömu eða svipaðar upphæðir. 

Til að reikna út kostnaðaráætlanir var þörf skjólstæðinga metin og rýmum skipt upp í tímaeiningar. Tvö til þrjú skrifborð voru fimm mínútur, ruslatunnur sömuleiðis, salerni eða tveir básar fimm mínútur og fundarherbergi tíu til 20 mínútur. Allt var bútað niður, sundurskorið og reynt að finna leiðir til að þrífa rýmið á sem stystum tíma til að skapa sem mestan gróða. 

Oft var hægt að minnka kostnað með því að fækka þeim dögum sem ræstitæknar mættu á svæðið, en fjölga tímunum sem þeir voru á staðnum í hvert skipti. Ef samningurinn var verðmætur vildu yfirmenn að ég gæfi ræstitæknum enn minni tíma fyrir stærri skrifstofur til að hægt væri að gera samkeppnishæfara tilboð. 

Nánast öll ræstingafyrirtæki í Bretlandi borga ræstitæknum og yfirmönnum aðeins lágmarkslaun með lægsta mögulega vaktaálagi. Ofan á það leggjast síðan níu til ellefu prósent, sem fara í rekstur skrifstofunnar, skila fyrirtækjum hagnaði og enda að mestu í vasa eigenda. 

Ómögulegt að halda góðu starfsfólki með lágum launum

Vandinn sem ætti að vera öllum ljós er að það er ómögulegt að halda í gott og traust starfsfólk þegar fyrirtæki greiða aðeins lágmarkslaun. Starfsmannaveltan er mikil, sem þýðir að það er alltaf verið að þjálfa nýja ræstitækna, sem þýðir að það er alltaf verið að byrja upp á nýtt á hálfs árs fresti. Lítil sem engin tengsl myndast á milli skjólstæðinga og ræstitækna, vandamálin hlaðast upp með tímanum og samningar glötuðust að meðaltali eftir tvö ár þegar ég vann í þessum iðnaði. 

Í ljósi þess að gæðastuðull helst ekki hár í lengri tíma er vænlegri kostur fyrir fyrirtæki að ráða sjálft ræstitækna og greiða hærri laun en ræstingafyrirtæki myndi gera. Það ákvað breski háskólinn Queen Mary University of London að gera þegar skólinn afturkallaði útvistun á ræstitæknum og réð sitt eigið starfsfólk. Samkvæmt fréttaskýringu The Guardian hækkaði árlegur kostnaður úr 2.119.000 pundum í 2.197.000 pund með breytingunni, sem er 3,7 prósenta hækkun ef aðeins er litið á tölurnar, en lækkun með tilliti til verðbólgu sem var 4 prósent.

Framkvæmdastjóri skólans sagði í samtali við The Guardian að með því að ráða ræstitæknana beint breyttist dýnamíkin og þeir urðu hluti af teymi skólans, sem leiddi til lægri starfsmannaveltu, auknum gæðum þjónustunnar, meiri hamingju og virðingu gagnvart ræstitæknum. Aðrir háskólar í Bretlandi hafa ráðist í sams konar breytingar.

Útvistun viðheldur lágum launum

Eftir því sem ég fæ best séð af ítarlegri umfjöllun minni á kjaramálum hér á Íslandi er staðan hér á landi svipuð og í Bretlandi hvað þessi mál varðar; alþjóðlega fyrirtækið ISS er fyrirferðarmikið í báðum löndum og stundar regluleg undirboð gagnvart samkeppnisaðilum sínum með óútskýrðum aðferðum.

Samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélaginu Eflingu er meira en 85% af ræstitæknum af erlendu bergi brotið. Þetta starfsfólk sinnir þessum störfum fyrir lægstu mögulegu taxta, á stofnunum sem áður réðu ræstitækna á hærri launum. Þá fá starfsmenn hins opinbera sem eru með samninga hjá SFR hærri laun, eða að minnsta kosti 300.000 krónur í grunnlaun fyrir fulla vinnu, á meðan byrjunarlaun hjá Eflingu fyrir ræstingavinnu eru 266.714 krónur, eða 270.391 króna ef unnið er fyrir opinbert fyrirtæki.

Munurinn á kjarasamningum Eflingar og SFR eykst síðan með reynslu starfsmannsins, en samkvæmt heimildum innan stéttarfélaganna tíðkast gjarnan að fólk sem er að vinna í ræstingum eða öðrum láglaunastörfum fái ekki metna reynslu sína af störfum sínum erlendis, þannig að erlent vinnuafl fær aðeins grunnlaun. Það er sparnaðarráð sem hið opinbera kemst ekki upp með. 

Það er ekki nema hjá stærstu opinberu fyrirtækjunum sem það skilar raunverulegum sparnaði að útvista störfum, en mörg dæmi eru til um hættur þess. Þegar stjórnarráðið rak átján ræstitækna til að útvista þessum störfum skilaði það sparnaði, en DV fjallaði á sínum tíma um að þjónustufyrirtækið greiddi starfsfólki lægri laun en kjarasamningar kváðu á um.

Mannúðlegra að ráða starfsfólk

Hvort sem um er að ræða opinbert fyrirtæki sem býður starfsfólki sínu upp á hærri kjör eða einkafyrirtæki sem ræður þriðja aðila til að sjá um ræstingar þá er sparnaði útvistunar náð á kostnað starfsfólksins. Eina skynsama og mannúðlega lausnin er að ráða ræstitækna beint og borga þeim mannsæmandi laun. Þannig myndast persónuleg tengsl við starfsfólkið, það nýtur meiri virðingar, starfsánægja er meiri, starfsmannavelta helst stöðug og þjónustustuðullinn hár.

Sparnaður ræstingafyrirtækja næst bara á kostnað ræstitækna, og eins og vikið var að hér að ofan þá er ómögulegt að halda góðu og traustu starfsfólki á lágmarkslaunum, sem veldur starfsmannaveltu, sem rýrir gæði þjónustunnar. Þar að auki kostar það tíma skrifstofustjóra að hitta sölufólk ræstingafyrirtækja, ræða þarfir skrifstofunnar, fá tilboð frá öðrum fyrirtækjum og fylgjast síðan með afhendingu nýju þjónustunnar. Þessi tími kostar fyrirtækið laun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
5
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
7
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
10
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
9
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár