Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Einn af seðlabankastjórum hrunsins ráðinn án auglýsingar

Ingi­mund­ur Frið­riks­son hef­ur hlaup­ið í skarð­ið varð­andi verk­efn­in og rúm­lega það,“ seg­ir í svari Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Einn af seðlabankastjórum hrunsins ráðinn án auglýsingar
Ósammála ályktunum rannsóknarnefndar Ingimundur Friðriksson hefur hafnað því alfarið að hafa gert mistök eða sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Myndin var tekin þegar Ingimundur bar vitni í réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde árið 2012. Mynd: Pressphotos.biz

Ingimundur Friðriksson, einn þriggja seðlabankastjóra sem rannsóknarnefnd Alþingis snupraði fyrir vanrækslu árið 2010, var ráðinn til starfa í Seðlabankanum án auglýsingar í fyrra. Sinnir hann verkefnum aðstoðarframkvæmdastjóra alþjóðasviðs og skrifstofu bankastjóra. „Sú staða hefur verið ófyllt síðan haustið 2016. Því til viðbótar er hann með gæðaeftirlit og yfirlestur á ýmsum útgáfum bankans og öðrum textum sem bankinn sendir frá sér og sinnir fleiri verkefnum,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Stundarinnar, en um tímabundna ráðningu er að ræða.

Ingimundur Friðriksson lét af embætti seðlabankastjóra í febrúar 2009 að beiðni þáverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Rúmu ári síðar komst rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að bankastjórn Seðlabankans hefði gerst sek um vanrækslu í tveimur málum í aðdraganda hrunsins. Bankastjórnin hefði ekki gert viðhlítandi ráðstafanir til að kanna raunverulega stöðu Landsbankans, með tilliti til áhrifa hennar á fjármálastöðugleika á Íslandi, eftir að alvarlegar vísbendingar komu fram í ágúst 2008. Að því er varðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár