Ingimundur Friðriksson, einn þriggja seðlabankastjóra sem rannsóknarnefnd Alþingis snupraði fyrir vanrækslu árið 2010, var ráðinn til starfa í Seðlabankanum án auglýsingar í fyrra. Sinnir hann verkefnum aðstoðarframkvæmdastjóra alþjóðasviðs og skrifstofu bankastjóra. „Sú staða hefur verið ófyllt síðan haustið 2016. Því til viðbótar er hann með gæðaeftirlit og yfirlestur á ýmsum útgáfum bankans og öðrum textum sem bankinn sendir frá sér og sinnir fleiri verkefnum,“ segir í svari bankans við fyrirspurn Stundarinnar, en um tímabundna ráðningu er að ræða.
Ingimundur Friðriksson lét af embætti seðlabankastjóra í febrúar 2009 að beiðni þáverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Rúmu ári síðar komst rannsóknarnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að bankastjórn Seðlabankans hefði gerst sek um vanrækslu í tveimur málum í aðdraganda hrunsins. Bankastjórnin hefði ekki gert viðhlítandi ráðstafanir til að kanna raunverulega stöðu Landsbankans, með tilliti til áhrifa hennar á fjármálastöðugleika á Íslandi, eftir að alvarlegar vísbendingar komu fram í ágúst 2008. Að því er varðar …
Athugasemdir