Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

Ísak Ern­ir Krist­ins­son var skip­að­ur í stjórn Kadeco af Bjarna Bene­dikts­syni. Í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar seg­ir ráðu­neyt­ið Ísak njóta trausts fjár­mála­ráð­herra. Fé­lag­ið Kadeco er þró­un­ar­fé­lag sem fer með þær fast­eign­ir sem áð­ur voru í um­sjá Banda­ríkja­hers.

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
Ísak Ernir Kristinsson Var skipaður stjórnarformaður opinbers fyrirtækis af Bjarna Beneditkssyni fjármálaráðherra í lok júní.

Nýr stjórnarformaður Kadeco, hinn 25 ára gamli Ísak Ernir Kristinsson, nýtur trausts Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra „til að taka þátt í að leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar þar sem óskað var eftir þeim sjónarmiðum og ástæðum sem litið hefði verið til við skipan Ísaks í stöðu stjórnarformanns Kadeco. 

Félagið Kadeco er þróunarfélag sem fer með þær fasteignir sem áður voru í umsjá Bandaríkjahers. Samkvæmt sérstökum þjónustusamningi sér félagið um þróun og útleigu þess lands sem áður tilheyrði hernum.

„Fjármálaráðherra tilnefndi Ísak Erni Kristinsson nýjan í stjórn félagsins. Tilnefning ráðherra var með svipuðum hætti og á við um fjölda stjórna í stjórnkerfinu þar sem stuðst er við reglur um hæfi til setu í stjórnum líkt og í fyrirtækjum almennt,“ segir í svari ráðuneytisins.

„Reynsla er kannski ekki aldur. Ég skil að fólk hefur á því skoðanir að 24 ára maður sér orðinn stjórnarformaður í mikilvægu verkefni, mikilvægu fyrirtæki í eigu ríkisins. Ég skil þá gagnrýni,“ sagði Ísak í samtali við Rúv um skipunina. Þá sagðist hann hafa verið í stjórnun, bæði í starfi og af áhuga mjög lengi en einnig virkur í stjórnmálum.

„Fjármála- og efnahagsmálaráðherra er tilbúinn til þess að gefa ungu fólki tækifæri. Ég þakka traust hans og ég ætla að standa undir þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem eru lagðar á mínar herðar og ætla að gera eins vel og ég get,“ sagði Ísak Ernir Kristinsson.

Meginverkefnum félagsins lokið

Í tilkynningu Kadeco um aðalfund þess kom fram að félagið hefði selt nánast allar fasteignir sem það hafði í umsýslu sinni. Hins vegar væru ekki uppi áform um að hætta starfsemi þess. „Ljóst er að Kadeco mun ekki starfa áfram í óbreyttri mynd þar sem þeim meginverkefnum sem félagið var sett á stofn til að sinna, það er eignasölu, er lokið. Fram undan er skoðun á hlutverki félagsins við áframhaldandi þróun á landi ríkisins í kringum Keflavíkurflugvöll þar sem meðal annars verður horft til samstarfs Kadeco við sveitarfélög og aðra lykilaðila á svæðinu,“ segir enn fremur í svari fjármálaráðuneytisins.

Ísak tók við formennsku stjórnar af Georg Brynjarssyni hagfræðingi. Sjálfur starfar Ísak sem flugþjónn hjá Wow air auk þess sem hann stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Laun stjórnarformanns eru 270 þúsund krónur á mánuði.

Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá 16 ára aldri. Hann hefur til að mynda gegnt stöðu formanns Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, setið í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gegnt formennsku í Sjálfstæðisfélagi Keflavíkur. Þar að auki var hann varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ á síðasta kjörtímabili.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár