Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kom í veg fyrir brottflutning hælisleitanda: Neitaði að setjast niður í flugvél

Sænska bar­áttu­kon­an El­in Ers­son kom í veg fyr­ir að af­gönsk­um hæl­is­leit­anda yrði vik­ið úr landi með því að neita að setj­ast nið­ur í flug­vél­inni sem flytja átti hæl­is­leit­and­ann úr landi. Ís­lensk­ar kon­ur sem gerðu svip­að ár­ið 2016 fengu önn­ur við­brögð.

Kom í veg fyrir brottflutning hælisleitanda: Neitaði að setjast niður í flugvél

Elin Ersson, sænskur háskólanemi og baráttukona, kom í veg fyrir brottflutning hælisleitanda frá Gautaborg til Afganistan með því að neita að setjast niður í flugvél sem flytja átti hælisleitandann úr landi á mánudag.

Elin bókaði flugið til að koma í veg fyrir að ungum afgönskum manni yrði vikið úr landi en sá maður var ekki um borð í vélinni. Hins vegar var annar afganskur maður á sextugsaldri um borð sem flytja átti úr landi og stóð því Elin upp og krafðist þess að látið yrði af brottflutningi mannsins. Sagði hún að maðurinn yrði líklegast drepinn ef hann yrði sendur til Afganistan.

Elin tók myndskeið af athæfinu og birti það á Facebook-síðu sinni og hefur það notið mikilla vinsælda en um 2,5 milljónir manna hafa horft á myndskeiðið. Margir farþeganna voru pirraðir á athæfi Elinar og veittist til að mynda breskum maður að henni, reif af henni símann og sagði henni að setjast niður. Síðar stóð tyrkneskur maður upp til stuðnings og heilt fótboltalið sem sat aftast í vélinni.

Að lokum var látið undan kröfum Elinar og hælisleitandanum fylgt úr vélinni. Elin beið með að yfirgefa vélina sjálf þangað til að hún hafði tryggt að maðurinn væri farinn frá borði áður en hún sjálf yfirgaf vélina.

Myndband af athæfinu má sjá hér.

Ekki sömu viðbrögð á Íslandi og í Svíþjóð

Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir

Tvær íslenskar konur voru handteknar vorið 2016 um borð í Kötlu, flugvél Icelandair, sem var á leið til Stokkhólms en um borð var Eze Okafor, nígerískur flóttamaður sem sótt hafði um hæli hér á landi. Konurnar tvær heita Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir og var þeim sleppt úr haldi lögreglu eftir tæpa sjö klukkutíma. Þá hafa þær ekki verið ákærðar vegna mótmælanna.

Eins og Elin báðu Ragnheiður og Jórunn flugfarþega um að sýna samstöðu með því sem þær kölluðu brot á mannréttindum hælisleitanda með því að standa upp. 

Skarst á hendi.Ragnheiður Freyja skarst á hendi þegar hún var handtekin af lögreglunni.

„Við stóðum upp þegar allir farþegar voru komnir um borð og létum flugfarþega vita af þeim mannréttindabrotum sem ættu sér stað með brottvísun Eze úr landi. Við vorum einu sinni beðnar um að setjast niður og eftir það tók flugfreyjan strax þá ákvörðun um að vísa okkur úr flugvélinni,“ sagði Ragnheiður Freyja í samtali við Stundina skömmu eftir atburðinn.

Skömmu síðar fylltist flugvélin af lögreglumönnum en samkvæmt vitnum var mikill viðbúnar á Keflavíkurflugvelli vegna mótmælanna. Ragnheiður sagði tvo lögreglumenn hafa byrjað á því að hlaupa um borð í vélina og að þeir hefðu strax handtekið hana.

„Síðan fylgja þrír eða fjórir sem fara með Jórunni út að landgangi sem hafði verið keyrt upp að flugvélinni. Úti á plani stóðu fjölmargir lögreglubílar og örugglega fimmtán lögreglumenn. Ég var tekin úr sætinu og mér skellt niður með andlitið við stigann og hendurnar reiddar aftur mjög harkalega. Ég er handjárnuð mjög harkalega og járnunum rykkt saman til þess að þrengja þau eins mikið og hægt var,“ sagði Jórunn sem var marin á öxl og upphandlegg eftir handtökuna.

Sama var gert við Ragnheiði en að hennar sögn voru þær síðan rifnar upp á handjárnunum en þar sem þau höfðu verið þrengd svo mikið þá skarst hún á hendi líkt og þær ljósmyndir sýndu sem teknar voru stuttu eftir að þær voru leystar úr haldi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Hér má sjá myndband frá No Borders Iceland frá mótmælum Ragnheiðar Freyju og Jórunnar Eddu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár