Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kom í veg fyrir brottflutning hælisleitanda: Neitaði að setjast niður í flugvél

Sænska bar­áttu­kon­an El­in Ers­son kom í veg fyr­ir að af­gönsk­um hæl­is­leit­anda yrði vik­ið úr landi með því að neita að setj­ast nið­ur í flug­vél­inni sem flytja átti hæl­is­leit­and­ann úr landi. Ís­lensk­ar kon­ur sem gerðu svip­að ár­ið 2016 fengu önn­ur við­brögð.

Kom í veg fyrir brottflutning hælisleitanda: Neitaði að setjast niður í flugvél

Elin Ersson, sænskur háskólanemi og baráttukona, kom í veg fyrir brottflutning hælisleitanda frá Gautaborg til Afganistan með því að neita að setjast niður í flugvél sem flytja átti hælisleitandann úr landi á mánudag.

Elin bókaði flugið til að koma í veg fyrir að ungum afgönskum manni yrði vikið úr landi en sá maður var ekki um borð í vélinni. Hins vegar var annar afganskur maður á sextugsaldri um borð sem flytja átti úr landi og stóð því Elin upp og krafðist þess að látið yrði af brottflutningi mannsins. Sagði hún að maðurinn yrði líklegast drepinn ef hann yrði sendur til Afganistan.

Elin tók myndskeið af athæfinu og birti það á Facebook-síðu sinni og hefur það notið mikilla vinsælda en um 2,5 milljónir manna hafa horft á myndskeiðið. Margir farþeganna voru pirraðir á athæfi Elinar og veittist til að mynda breskum maður að henni, reif af henni símann og sagði henni að setjast niður. Síðar stóð tyrkneskur maður upp til stuðnings og heilt fótboltalið sem sat aftast í vélinni.

Að lokum var látið undan kröfum Elinar og hælisleitandanum fylgt úr vélinni. Elin beið með að yfirgefa vélina sjálf þangað til að hún hafði tryggt að maðurinn væri farinn frá borði áður en hún sjálf yfirgaf vélina.

Myndband af athæfinu má sjá hér.

Ekki sömu viðbrögð á Íslandi og í Svíþjóð

Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir

Tvær íslenskar konur voru handteknar vorið 2016 um borð í Kötlu, flugvél Icelandair, sem var á leið til Stokkhólms en um borð var Eze Okafor, nígerískur flóttamaður sem sótt hafði um hæli hér á landi. Konurnar tvær heita Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir og var þeim sleppt úr haldi lögreglu eftir tæpa sjö klukkutíma. Þá hafa þær ekki verið ákærðar vegna mótmælanna.

Eins og Elin báðu Ragnheiður og Jórunn flugfarþega um að sýna samstöðu með því sem þær kölluðu brot á mannréttindum hælisleitanda með því að standa upp. 

Skarst á hendi.Ragnheiður Freyja skarst á hendi þegar hún var handtekin af lögreglunni.

„Við stóðum upp þegar allir farþegar voru komnir um borð og létum flugfarþega vita af þeim mannréttindabrotum sem ættu sér stað með brottvísun Eze úr landi. Við vorum einu sinni beðnar um að setjast niður og eftir það tók flugfreyjan strax þá ákvörðun um að vísa okkur úr flugvélinni,“ sagði Ragnheiður Freyja í samtali við Stundina skömmu eftir atburðinn.

Skömmu síðar fylltist flugvélin af lögreglumönnum en samkvæmt vitnum var mikill viðbúnar á Keflavíkurflugvelli vegna mótmælanna. Ragnheiður sagði tvo lögreglumenn hafa byrjað á því að hlaupa um borð í vélina og að þeir hefðu strax handtekið hana.

„Síðan fylgja þrír eða fjórir sem fara með Jórunni út að landgangi sem hafði verið keyrt upp að flugvélinni. Úti á plani stóðu fjölmargir lögreglubílar og örugglega fimmtán lögreglumenn. Ég var tekin úr sætinu og mér skellt niður með andlitið við stigann og hendurnar reiddar aftur mjög harkalega. Ég er handjárnuð mjög harkalega og járnunum rykkt saman til þess að þrengja þau eins mikið og hægt var,“ sagði Jórunn sem var marin á öxl og upphandlegg eftir handtökuna.

Sama var gert við Ragnheiði en að hennar sögn voru þær síðan rifnar upp á handjárnunum en þar sem þau höfðu verið þrengd svo mikið þá skarst hún á hendi líkt og þær ljósmyndir sýndu sem teknar voru stuttu eftir að þær voru leystar úr haldi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Hér má sjá myndband frá No Borders Iceland frá mótmælum Ragnheiðar Freyju og Jórunnar Eddu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár