Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Mað­ur sem opn­aði sig um tálm­un „rugl­aðr­ar konu“ sæt­ir lög­reglu­rann­sókn vegna meintra brota gegn henni. Sýslu­mað­ur sagði móð­ur­ina hafa „brot­ið skyld­ur sín­ar“ með „til­hæfu­laus­um ásök­un­um“.

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
Veifaði umgengnissamkomulagi Faðirinn sýndi grunnskólakennara umgengnissamkomulag sem hann taldi réttlæta gjörðir sínar. Honum var hampað á samfélagsmiðlum fyrir skörulega framgöngu eftir að hann sótti son sinn í óþökk forsjárforeldris og skólastjórnenda. Mynd: Heiða Helgadóttir - Skjáskot af Youtube/DV

Maður á fertugsaldri, sem kom fram í fjölmiðlum í fyrra sem fórnarlamb umgengnistálmunar og birti myndband af sér að nema son sinn á brott úr grunnskóla án vitundar móður og í óþökk skólastjórnenda sem fóru að óskum forsjárforeldris, sætir nú lögreglurannsókn vegna meintra brota gegn móðurinni. Áður hafði lögreglan tilkynnt Barnaverndarnefnd Kópavogs um meint andlegt ofbeldi föður gegn syni sínum. 

Móðirin, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var einn af viðmælendum Stundarinnar í forsíðuumfjöllun blaðsins þann 11. maí síðastliðinn þar sem rakið var hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um umgengni og dagsektir. Var umgengnisúrskurður í máli Sigrúnar og barnsföður hennar tekinn sem dæmi um tilvik þar sem sýslumaður lét það bitna sérstaklega á móðurinni að hún hefði sagt frá meintu ofbeldi barnsföður síns án þess að það hefði leitt til ákæru eða dóms.

Lögmaður mannsins segir í samtali við Stundina að hún telji ekki við hæfi að setja lögreglurannsóknina í samhengi við umgengnisdeilur Sigrúnar og barnsföður hennar. Þá gildi einu að maðurinn hafi fjallað um umgengnisdeilu sína við móðurina á opinberum vettvangi í fyrra. „Hún tengist því máli ekki neitt,“ segir lögmaðurinn og bætir því við að hún telji fyrri umfjöllun Stundarinnar um umgengnisdeiluna hafa verið einhliða. Þar hafi Stundin ekki greint frá mikilvægum atriðum er varða forsögu ásakana móðurinnar, t.d. að skömmu áður hafi hún beðið manninn um að hafa drenginn hjá sér meðan hún færi í langt ferðalag til Indlands.

Um lögreglurannsóknina segir lögmaðurinn að henni verði að öllum líkindum vísað frá. Maðurinn sé vændur um kynferðisofbeldi en komi algerlega af fjöllum. „Barnið á auðvitað rétt á að umgangast föður sinn. Það að hún [móðirin] hafi á einhverjum tímapunkti átt í einhverju erfiðu sambandi við þennan mann, það kemur þessu máli ekkert við, þessu umgengnismáli. Mér finnst alveg rosalegt að blanda þessu svona saman.“ 

Við meðferð umgengnisdeilunnar hjá sýslumanni í fyrra lagði Sigrún fram gögn úr dagbók lögreglu, meðal annars vegna tilkynningar um heimilisofbeldi frá 2007 og kæru sinnar á hendur manninum frá 2017. Í lögregluskýrslu eru hafðar eftir Sigrúnu ítarlegar lýsingar á átta atvikum nokkur ár aftur í tímann, meðal annars á kynferðisofbeldi, barsmíðum, eignaspjöllum, húsbroti og hótunum.

Snupruð af sýslumanniSigrún Sif var látin gjalda fyrir það í umgengnisúrskurði að hafa sagt frá meintum brotum barnsföður síns sem nú eru til lögreglurannsóknar.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu komst að þeirri niðurstöðu þann 7. desember 2017 að með ásökunum gegn barnsföður sínum hefði Sigrún brotið gegn skyldum sínum og réttindum barnsins. Tók embættið mjög eindregna afstöðu á þá leið að enginn fótur væri fyrir áhyggjum móðurinnar af meintu heimilisofbeldi og áhrifum þess á barnið. Þannig segir orðrétt í úrskurði sýslumanns: „Er það mat sýslumanns að móðir hafi í veigamiklum atriðum brotið skyldur sínar samkvæmt 46. barnalaga [sic] er hún hefur komið í veg fyrir að umgengni fari fram og með því að setja fram alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir í garð föður.“ Nú, mörgum mánuðum eftir að kæran var lögð fram, hafa ásakanir móðurinnar leitt til lögreglurannsóknar á háttsemi mannsins.

Athygli vakti þegar maðurinn kom fram í viðtali á DV.is þann 28. mars 2017 og sagði frá því sem DV kallaði „tálmun í grunnskóla“. Fréttinni fylgdi myndband sem kærasta hans tók af atburðarás sem átti sér stað nokkrum dögum áður, þann 24. mars. Þar má sjá manninn rífast við starfsfólk Hjallastefnunnar fyrir aftan bíl þar sem sonur hans, sem er nafngreindur í myndbandinu, situr óttasleginn í aftursætinu. „Ég er svo hræddur. Af hverju er verið að rífast?“ spyr drengurinn meðan faðirinn veifar umgengnissamningi sem hann telur réttlæta gjörðir sínar. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og hrósuðu margir föðurnum fyrir skörulega framgöngu. Í myndbandinu fer maðurinn hörðum orðum um barnsmóður sína, kallar hana „deranged woman“ og segist vilja varpa ljósi á „hið tvöfalda siðgæði í þjóðfélaginu“ að því er varðar umgengnismál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár