Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Mað­ur sem opn­aði sig um tálm­un „rugl­aðr­ar konu“ sæt­ir lög­reglu­rann­sókn vegna meintra brota gegn henni. Sýslu­mað­ur sagði móð­ur­ina hafa „brot­ið skyld­ur sín­ar“ með „til­hæfu­laus­um ásök­un­um“.

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
Veifaði umgengnissamkomulagi Faðirinn sýndi grunnskólakennara umgengnissamkomulag sem hann taldi réttlæta gjörðir sínar. Honum var hampað á samfélagsmiðlum fyrir skörulega framgöngu eftir að hann sótti son sinn í óþökk forsjárforeldris og skólastjórnenda. Mynd: Heiða Helgadóttir - Skjáskot af Youtube/DV

Maður á fertugsaldri, sem kom fram í fjölmiðlum í fyrra sem fórnarlamb umgengnistálmunar og birti myndband af sér að nema son sinn á brott úr grunnskóla án vitundar móður og í óþökk skólastjórnenda sem fóru að óskum forsjárforeldris, sætir nú lögreglurannsókn vegna meintra brota gegn móðurinni. Áður hafði lögreglan tilkynnt Barnaverndarnefnd Kópavogs um meint andlegt ofbeldi föður gegn syni sínum. 

Móðirin, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var einn af viðmælendum Stundarinnar í forsíðuumfjöllun blaðsins þann 11. maí síðastliðinn þar sem rakið var hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um umgengni og dagsektir. Var umgengnisúrskurður í máli Sigrúnar og barnsföður hennar tekinn sem dæmi um tilvik þar sem sýslumaður lét það bitna sérstaklega á móðurinni að hún hefði sagt frá meintu ofbeldi barnsföður síns án þess að það hefði leitt til ákæru eða dóms.

Lögmaður mannsins segir í samtali við Stundina að hún telji ekki við hæfi að setja lögreglurannsóknina í samhengi við umgengnisdeilur Sigrúnar og barnsföður hennar. Þá gildi einu að maðurinn hafi fjallað um umgengnisdeilu sína við móðurina á opinberum vettvangi í fyrra. „Hún tengist því máli ekki neitt,“ segir lögmaðurinn og bætir því við að hún telji fyrri umfjöllun Stundarinnar um umgengnisdeiluna hafa verið einhliða. Þar hafi Stundin ekki greint frá mikilvægum atriðum er varða forsögu ásakana móðurinnar, t.d. að skömmu áður hafi hún beðið manninn um að hafa drenginn hjá sér meðan hún færi í langt ferðalag til Indlands.

Um lögreglurannsóknina segir lögmaðurinn að henni verði að öllum líkindum vísað frá. Maðurinn sé vændur um kynferðisofbeldi en komi algerlega af fjöllum. „Barnið á auðvitað rétt á að umgangast föður sinn. Það að hún [móðirin] hafi á einhverjum tímapunkti átt í einhverju erfiðu sambandi við þennan mann, það kemur þessu máli ekkert við, þessu umgengnismáli. Mér finnst alveg rosalegt að blanda þessu svona saman.“ 

Við meðferð umgengnisdeilunnar hjá sýslumanni í fyrra lagði Sigrún fram gögn úr dagbók lögreglu, meðal annars vegna tilkynningar um heimilisofbeldi frá 2007 og kæru sinnar á hendur manninum frá 2017. Í lögregluskýrslu eru hafðar eftir Sigrúnu ítarlegar lýsingar á átta atvikum nokkur ár aftur í tímann, meðal annars á kynferðisofbeldi, barsmíðum, eignaspjöllum, húsbroti og hótunum.

Snupruð af sýslumanniSigrún Sif var látin gjalda fyrir það í umgengnisúrskurði að hafa sagt frá meintum brotum barnsföður síns sem nú eru til lögreglurannsóknar.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu komst að þeirri niðurstöðu þann 7. desember 2017 að með ásökunum gegn barnsföður sínum hefði Sigrún brotið gegn skyldum sínum og réttindum barnsins. Tók embættið mjög eindregna afstöðu á þá leið að enginn fótur væri fyrir áhyggjum móðurinnar af meintu heimilisofbeldi og áhrifum þess á barnið. Þannig segir orðrétt í úrskurði sýslumanns: „Er það mat sýslumanns að móðir hafi í veigamiklum atriðum brotið skyldur sínar samkvæmt 46. barnalaga [sic] er hún hefur komið í veg fyrir að umgengni fari fram og með því að setja fram alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir í garð föður.“ Nú, mörgum mánuðum eftir að kæran var lögð fram, hafa ásakanir móðurinnar leitt til lögreglurannsóknar á háttsemi mannsins.

Athygli vakti þegar maðurinn kom fram í viðtali á DV.is þann 28. mars 2017 og sagði frá því sem DV kallaði „tálmun í grunnskóla“. Fréttinni fylgdi myndband sem kærasta hans tók af atburðarás sem átti sér stað nokkrum dögum áður, þann 24. mars. Þar má sjá manninn rífast við starfsfólk Hjallastefnunnar fyrir aftan bíl þar sem sonur hans, sem er nafngreindur í myndbandinu, situr óttasleginn í aftursætinu. „Ég er svo hræddur. Af hverju er verið að rífast?“ spyr drengurinn meðan faðirinn veifar umgengnissamningi sem hann telur réttlæta gjörðir sínar. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og hrósuðu margir föðurnum fyrir skörulega framgöngu. Í myndbandinu fer maðurinn hörðum orðum um barnsmóður sína, kallar hana „deranged woman“ og segist vilja varpa ljósi á „hið tvöfalda siðgæði í þjóðfélaginu“ að því er varðar umgengnismál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár