Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn

Mað­ur sem opn­aði sig um tálm­un „rugl­aðr­ar konu“ sæt­ir lög­reglu­rann­sókn vegna meintra brota gegn henni. Sýslu­mað­ur sagði móð­ur­ina hafa „brot­ið skyld­ur sín­ar“ með „til­hæfu­laus­um ásök­un­um“.

Sýslumaður taldi móður brjóta gegn barni með ásökunum gegn barnsföður sem nú sætir lögreglurannsókn
Veifaði umgengnissamkomulagi Faðirinn sýndi grunnskólakennara umgengnissamkomulag sem hann taldi réttlæta gjörðir sínar. Honum var hampað á samfélagsmiðlum fyrir skörulega framgöngu eftir að hann sótti son sinn í óþökk forsjárforeldris og skólastjórnenda. Mynd: Heiða Helgadóttir - Skjáskot af Youtube/DV

Maður á fertugsaldri, sem kom fram í fjölmiðlum í fyrra sem fórnarlamb umgengnistálmunar og birti myndband af sér að nema son sinn á brott úr grunnskóla án vitundar móður og í óþökk skólastjórnenda sem fóru að óskum forsjárforeldris, sætir nú lögreglurannsókn vegna meintra brota gegn móðurinni. Áður hafði lögreglan tilkynnt Barnaverndarnefnd Kópavogs um meint andlegt ofbeldi föður gegn syni sínum. 

Móðirin, Sigrún Sif Jóelsdóttir, var einn af viðmælendum Stundarinnar í forsíðuumfjöllun blaðsins þann 11. maí síðastliðinn þar sem rakið var hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um umgengni og dagsektir. Var umgengnisúrskurður í máli Sigrúnar og barnsföður hennar tekinn sem dæmi um tilvik þar sem sýslumaður lét það bitna sérstaklega á móðurinni að hún hefði sagt frá meintu ofbeldi barnsföður síns án þess að það hefði leitt til ákæru eða dóms.

Lögmaður mannsins segir í samtali við Stundina að hún telji ekki við hæfi að setja lögreglurannsóknina í samhengi við umgengnisdeilur Sigrúnar og barnsföður hennar. Þá gildi einu að maðurinn hafi fjallað um umgengnisdeilu sína við móðurina á opinberum vettvangi í fyrra. „Hún tengist því máli ekki neitt,“ segir lögmaðurinn og bætir því við að hún telji fyrri umfjöllun Stundarinnar um umgengnisdeiluna hafa verið einhliða. Þar hafi Stundin ekki greint frá mikilvægum atriðum er varða forsögu ásakana móðurinnar, t.d. að skömmu áður hafi hún beðið manninn um að hafa drenginn hjá sér meðan hún færi í langt ferðalag til Indlands.

Um lögreglurannsóknina segir lögmaðurinn að henni verði að öllum líkindum vísað frá. Maðurinn sé vændur um kynferðisofbeldi en komi algerlega af fjöllum. „Barnið á auðvitað rétt á að umgangast föður sinn. Það að hún [móðirin] hafi á einhverjum tímapunkti átt í einhverju erfiðu sambandi við þennan mann, það kemur þessu máli ekkert við, þessu umgengnismáli. Mér finnst alveg rosalegt að blanda þessu svona saman.“ 

Við meðferð umgengnisdeilunnar hjá sýslumanni í fyrra lagði Sigrún fram gögn úr dagbók lögreglu, meðal annars vegna tilkynningar um heimilisofbeldi frá 2007 og kæru sinnar á hendur manninum frá 2017. Í lögregluskýrslu eru hafðar eftir Sigrúnu ítarlegar lýsingar á átta atvikum nokkur ár aftur í tímann, meðal annars á kynferðisofbeldi, barsmíðum, eignaspjöllum, húsbroti og hótunum.

Snupruð af sýslumanniSigrún Sif var látin gjalda fyrir það í umgengnisúrskurði að hafa sagt frá meintum brotum barnsföður síns sem nú eru til lögreglurannsóknar.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu komst að þeirri niðurstöðu þann 7. desember 2017 að með ásökunum gegn barnsföður sínum hefði Sigrún brotið gegn skyldum sínum og réttindum barnsins. Tók embættið mjög eindregna afstöðu á þá leið að enginn fótur væri fyrir áhyggjum móðurinnar af meintu heimilisofbeldi og áhrifum þess á barnið. Þannig segir orðrétt í úrskurði sýslumanns: „Er það mat sýslumanns að móðir hafi í veigamiklum atriðum brotið skyldur sínar samkvæmt 46. barnalaga [sic] er hún hefur komið í veg fyrir að umgengni fari fram og með því að setja fram alvarlegar og tilhæfulausar ásakanir í garð föður.“ Nú, mörgum mánuðum eftir að kæran var lögð fram, hafa ásakanir móðurinnar leitt til lögreglurannsóknar á háttsemi mannsins.

Athygli vakti þegar maðurinn kom fram í viðtali á DV.is þann 28. mars 2017 og sagði frá því sem DV kallaði „tálmun í grunnskóla“. Fréttinni fylgdi myndband sem kærasta hans tók af atburðarás sem átti sér stað nokkrum dögum áður, þann 24. mars. Þar má sjá manninn rífast við starfsfólk Hjallastefnunnar fyrir aftan bíl þar sem sonur hans, sem er nafngreindur í myndbandinu, situr óttasleginn í aftursætinu. „Ég er svo hræddur. Af hverju er verið að rífast?“ spyr drengurinn meðan faðirinn veifar umgengnissamningi sem hann telur réttlæta gjörðir sínar. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og hrósuðu margir föðurnum fyrir skörulega framgöngu. Í myndbandinu fer maðurinn hörðum orðum um barnsmóður sína, kallar hana „deranged woman“ og segist vilja varpa ljósi á „hið tvöfalda siðgæði í þjóðfélaginu“ að því er varðar umgengnismál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár