Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Banka­­maður og sýslu­­manns­full­­trúi fengu ör­yrkja til að semja frá sér réttindi á fjarstæðukenndum forsendum

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu heim­il­ar ekki for­eldr­um að hafa lög­menn við­stadda í sátta­með­ferð nema báð­ir að­il­ar sam­þykki slíkt. Lög­manna­fé­lag­ið ákvað að kalla eft­ir skýr­ing­um frá sýslu­manni vegna þessa verklags.

Banka­­maður og sýslu­­manns­full­­trúi fengu ör­yrkja til að semja frá sér réttindi á fjarstæðukenndum forsendum
Andlit embættisins Þórólfur Halldórsson sýslumaður hefur lýst því hvernig málsmeðferð í fjölskyldumálum er afrakstur samvinnu starfsmanna og sagst hreykinn af sínu starfsfólki og bera fullt traust til þess. Mynd: Skjáskot af RÚV

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu heimilar ekki foreldrum að hafa lögmenn viðstadda í lögbundinni sáttameðferð hjá embættinu nema báðir aðilar samþykki slíkt. Dæmi eru um að sýslumannsfulltrúi vísi lögmanni á dyr ef slíkt samþykki fæst ekki hjá hinu foreldrinu. 

Lögmannafélag Íslands ákvað nýlega að óska eftir skýringum frá sýslumannsembættinu á þessu verklagi. Tilefnið er erindi sem barst frá lögmanni þann 16. maí síðastliðinn, en þar er greint frá því hvernig lögmaðurinn hefur í störfum sínum orðið vitni að því að verklagið leiði til alvarlegs réttindamissis fyrir skjólstæðinga sína; þeir hafi hreinlega samið frá sér mikilvæg réttindi á sáttafundum hjá sýslumanni án þess að átta sig á því og án þess að þeim væri gerð skýr grein fyrir því. 

Öryrki án lögmanns samdi frá sér réttindi

Hún tekur dæmi af starfsmanni í banka sem er sagður hafa fengið sínu framgengt gagnvart barnsmóður í veikri stöðu. Konan hafi undirgengist samning um lögheimilisbreytingu á sérkennilegum forsendum á fundi með manninum og sýslumannsfulltrúa. Atburðarásinni er lýst með eftirfarandi hætti í erindinu til Lögmannafélagsins:

Nýlegt dæmi um þetta var sáttafundur milli foreldra sem lauk með því að skjólstæðingur minn, í þessu tilviki móðir, undirritaði samning um breytingu á lögheimili barns þar sem lögheimili var fært til föður. Á sama tíma stóðu aðilar í umgengnisdeilu þar sem skjólstæðingur minn hafði ekki fengið að hitta dóttur sína svo mánuðum skipti, en hún hafði flutt til föður. Sýslumannsfulltrúinn ásamt föður beitti móður þrýstingi til að samþykkja lögheimilisbreytingu, með þeim fortölum að það myndi auka líkurnar á að móðir fengi að hitta dóttur sína á ný. 

Í samningnum kemur fram sú meginforsenda móður fyrir samningagerðinni að faðir myndi ekki innheimta meðlag á hendur móður. Með miklum semingi og eingöngu í þeim tilgangi að auka líkur á að fá að hitta dóttur sína undirritaði umbj. minn samninginn. Skemmst er frá því að segja að á þessum tíma var móðir öryrki með u.þ.b. 200.000 kr. mánaðartekjur á meðan faður var í góðri stöðu hjá banka með 1.200.000 kr. mánaðarlaun. 

Viku eftir að samningur þessi var gerður hjá sýslumanni fór faðir til Tryggingastofnunar og innheimti meðlag úr hendi móður. Enda eru greiðslur meðlags lögbundnar og ekki hægt að semja sig frá slíku. Móðir, sem áður hafði notið réttar til tvöfalds meðlags með dóttur sinni úr hendi föður, missti meðlagið, missti barnabætur og önnur réttindi sem eru bundin við lögheimilisforeldri. Þá hafði samningurinn engin áhrif á þær umgengnistálmanir sem voru fyrir hendi. 

Þarna var skjólstæðingur minn beittur órétti og gerður samningur sem var ólögmætur að efni til. Að hugsuðu máli tel ég mér skylt að gera lögmannafélaginu viðvart því þetta virðist ekki vera einstakur atburður.

Sýslumaður telur sig óbundinn
af stjórnsýslulögum í sáttameðferð

Eins og Stundin greindi frá þann 12. júní síðastliðinn telur sýslumaður sig ekki bundinn af stjórnsýslulögum við framkvæmd sáttameðferðar í fjölskyldumálum. Þetta er afstaða embættisins þrátt fyrir að slík sáttameðferð sé lögbundið ferli og skyldubundið hlutverk sýslumanns samkvæmt barnalögum. 

Í 71. gr. barnalaga, í kafla um meðferð og úrlausn stjórnvalda á málum samkvæmt lögunum, segir orðrétt: Að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum. Þótt ekki sé tekið fram í 33. gr. um sáttameðferð að slík mál séu undanþegin gildissviði stjórnsýslulaga telur sýslumaður að svo sé.

Umboðsmaður Alþingis sendi dómsmálaráðherra nýlega fyrirspurnarbréf vegna málsins og spurði hvort ráðuneytið ætlaði að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“. Var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra beðin um að svara bréfinu eigi síðar en 20. júní en hún óskaði eftir fresti til 16. ágúst. 

Vísaði lögmanni á dyr með vísan til óskráðra reglna

Í áðurnefndu erindi lögmanns til Lögmannafélagsins er einnig vísað til annars máls en því sem nefnt var í upphafi. Fram kemur að þann 16. maí síðastliðinn hafi lögmaðurinn mætt á sáttafund ásamt skjólstæðingi sem var haldinn vegna beiðni um breytingu á forsjá.

Þegar gagnaðili samþykkti ekki að undirrituð væri viðstödd reyndi fulltrúi sýslumanns að vísa mér út af fundinum. Vegna fyrri reynslu neitaði ég að víkja af fundinum og óskaði eftir rökstuðningi sýslumanns fyrir því, að hann teldi sér heimilt að svipta umbj. minn rétti til að njóta liðsinnis lögmanns við umræddar samningaviðræður. 

Svör sýslumannsins, eftir að yfirmaður fjölskyldudeildar var kallaður til, voru þau að um ,,vinnureglur“ væri að ræða hjá embættinu. Þegar undirrituð óskaði eftir því að fá afrit af umræddum ,,vinnureglum“ og rökstuðning fyrir því á hvaða lagagrundvelli slíkar reglur væru settar, var því svarað með hroka og skætingi. Reglur um þetta eru hvorki að finna í lögum né í reglum innanríkisráðuneytisins um ráðgjöf og sáttameðferð skv. 33. gr. a., frá 14. febrúar 2013. Afleiðing þessa varð sú að enginn sáttafundur fór fram.

Lögmaðurinn kallar eftir því að Lögmannafélagið beiti sér og tryggi að réttarspjöll af þessu tagi eigi sér ekki stað og fólk fái að njóta lögmannsaðstoðar í sáttameðferð hjá sýslumanni. Hún telur ótækt að opinbert embætti, sem fer með opinbert vald til að taka ákvarðanir sem varða réttindi og skyldur manna, leyfi sér að svipta aðila máls rétti til að njóta aðstoðar lögmanns. „Kemur slíkt hreinlega í veg fyrir að lögmenn fái að rækta lagalegar, siðferðislegar og faglegar skyldur sínar gagnvart skjólstæðingum, sbr. 1. og 8. gr. siðareglna lögmanna.“ Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundi Lögmannafélagsins sem ákvað að óska eftir skýringum frá sýslumanni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár