Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Banka­­maður og sýslu­­manns­full­­trúi fengu ör­yrkja til að semja frá sér réttindi á fjarstæðukenndum forsendum

Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu heim­il­ar ekki for­eldr­um að hafa lög­menn við­stadda í sátta­með­ferð nema báð­ir að­il­ar sam­þykki slíkt. Lög­manna­fé­lag­ið ákvað að kalla eft­ir skýr­ing­um frá sýslu­manni vegna þessa verklags.

Banka­­maður og sýslu­­manns­full­­trúi fengu ör­yrkja til að semja frá sér réttindi á fjarstæðukenndum forsendum
Andlit embættisins Þórólfur Halldórsson sýslumaður hefur lýst því hvernig málsmeðferð í fjölskyldumálum er afrakstur samvinnu starfsmanna og sagst hreykinn af sínu starfsfólki og bera fullt traust til þess. Mynd: Skjáskot af RÚV

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu heimilar ekki foreldrum að hafa lögmenn viðstadda í lögbundinni sáttameðferð hjá embættinu nema báðir aðilar samþykki slíkt. Dæmi eru um að sýslumannsfulltrúi vísi lögmanni á dyr ef slíkt samþykki fæst ekki hjá hinu foreldrinu. 

Lögmannafélag Íslands ákvað nýlega að óska eftir skýringum frá sýslumannsembættinu á þessu verklagi. Tilefnið er erindi sem barst frá lögmanni þann 16. maí síðastliðinn, en þar er greint frá því hvernig lögmaðurinn hefur í störfum sínum orðið vitni að því að verklagið leiði til alvarlegs réttindamissis fyrir skjólstæðinga sína; þeir hafi hreinlega samið frá sér mikilvæg réttindi á sáttafundum hjá sýslumanni án þess að átta sig á því og án þess að þeim væri gerð skýr grein fyrir því. 

Öryrki án lögmanns samdi frá sér réttindi

Hún tekur dæmi af starfsmanni í banka sem er sagður hafa fengið sínu framgengt gagnvart barnsmóður í veikri stöðu. Konan hafi undirgengist samning um lögheimilisbreytingu á sérkennilegum forsendum á fundi með manninum og sýslumannsfulltrúa. Atburðarásinni er lýst með eftirfarandi hætti í erindinu til Lögmannafélagsins:

Nýlegt dæmi um þetta var sáttafundur milli foreldra sem lauk með því að skjólstæðingur minn, í þessu tilviki móðir, undirritaði samning um breytingu á lögheimili barns þar sem lögheimili var fært til föður. Á sama tíma stóðu aðilar í umgengnisdeilu þar sem skjólstæðingur minn hafði ekki fengið að hitta dóttur sína svo mánuðum skipti, en hún hafði flutt til föður. Sýslumannsfulltrúinn ásamt föður beitti móður þrýstingi til að samþykkja lögheimilisbreytingu, með þeim fortölum að það myndi auka líkurnar á að móðir fengi að hitta dóttur sína á ný. 

Í samningnum kemur fram sú meginforsenda móður fyrir samningagerðinni að faðir myndi ekki innheimta meðlag á hendur móður. Með miklum semingi og eingöngu í þeim tilgangi að auka líkur á að fá að hitta dóttur sína undirritaði umbj. minn samninginn. Skemmst er frá því að segja að á þessum tíma var móðir öryrki með u.þ.b. 200.000 kr. mánaðartekjur á meðan faður var í góðri stöðu hjá banka með 1.200.000 kr. mánaðarlaun. 

Viku eftir að samningur þessi var gerður hjá sýslumanni fór faðir til Tryggingastofnunar og innheimti meðlag úr hendi móður. Enda eru greiðslur meðlags lögbundnar og ekki hægt að semja sig frá slíku. Móðir, sem áður hafði notið réttar til tvöfalds meðlags með dóttur sinni úr hendi föður, missti meðlagið, missti barnabætur og önnur réttindi sem eru bundin við lögheimilisforeldri. Þá hafði samningurinn engin áhrif á þær umgengnistálmanir sem voru fyrir hendi. 

Þarna var skjólstæðingur minn beittur órétti og gerður samningur sem var ólögmætur að efni til. Að hugsuðu máli tel ég mér skylt að gera lögmannafélaginu viðvart því þetta virðist ekki vera einstakur atburður.

Sýslumaður telur sig óbundinn
af stjórnsýslulögum í sáttameðferð

Eins og Stundin greindi frá þann 12. júní síðastliðinn telur sýslumaður sig ekki bundinn af stjórnsýslulögum við framkvæmd sáttameðferðar í fjölskyldumálum. Þetta er afstaða embættisins þrátt fyrir að slík sáttameðferð sé lögbundið ferli og skyldubundið hlutverk sýslumanns samkvæmt barnalögum. 

Í 71. gr. barnalaga, í kafla um meðferð og úrlausn stjórnvalda á málum samkvæmt lögunum, segir orðrétt: Að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum. Þótt ekki sé tekið fram í 33. gr. um sáttameðferð að slík mál séu undanþegin gildissviði stjórnsýslulaga telur sýslumaður að svo sé.

Umboðsmaður Alþingis sendi dómsmálaráðherra nýlega fyrirspurnarbréf vegna málsins og spurði hvort ráðuneytið ætlaði að „grípa til einhverra viðbragða gagnvart sýslumanni“. Var Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra beðin um að svara bréfinu eigi síðar en 20. júní en hún óskaði eftir fresti til 16. ágúst. 

Vísaði lögmanni á dyr með vísan til óskráðra reglna

Í áðurnefndu erindi lögmanns til Lögmannafélagsins er einnig vísað til annars máls en því sem nefnt var í upphafi. Fram kemur að þann 16. maí síðastliðinn hafi lögmaðurinn mætt á sáttafund ásamt skjólstæðingi sem var haldinn vegna beiðni um breytingu á forsjá.

Þegar gagnaðili samþykkti ekki að undirrituð væri viðstödd reyndi fulltrúi sýslumanns að vísa mér út af fundinum. Vegna fyrri reynslu neitaði ég að víkja af fundinum og óskaði eftir rökstuðningi sýslumanns fyrir því, að hann teldi sér heimilt að svipta umbj. minn rétti til að njóta liðsinnis lögmanns við umræddar samningaviðræður. 

Svör sýslumannsins, eftir að yfirmaður fjölskyldudeildar var kallaður til, voru þau að um ,,vinnureglur“ væri að ræða hjá embættinu. Þegar undirrituð óskaði eftir því að fá afrit af umræddum ,,vinnureglum“ og rökstuðning fyrir því á hvaða lagagrundvelli slíkar reglur væru settar, var því svarað með hroka og skætingi. Reglur um þetta eru hvorki að finna í lögum né í reglum innanríkisráðuneytisins um ráðgjöf og sáttameðferð skv. 33. gr. a., frá 14. febrúar 2013. Afleiðing þessa varð sú að enginn sáttafundur fór fram.

Lögmaðurinn kallar eftir því að Lögmannafélagið beiti sér og tryggi að réttarspjöll af þessu tagi eigi sér ekki stað og fólk fái að njóta lögmannsaðstoðar í sáttameðferð hjá sýslumanni. Hún telur ótækt að opinbert embætti, sem fer með opinbert vald til að taka ákvarðanir sem varða réttindi og skyldur manna, leyfi sér að svipta aðila máls rétti til að njóta aðstoðar lögmanns. „Kemur slíkt hreinlega í veg fyrir að lögmenn fái að rækta lagalegar, siðferðislegar og faglegar skyldur sínar gagnvart skjólstæðingum, sbr. 1. og 8. gr. siðareglna lögmanna.“ Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundi Lögmannafélagsins sem ákvað að óska eftir skýringum frá sýslumanni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár