Fjórtán börnum fæddum hér á landi vikið af landi brott

281 barni hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd eða við­bót­ar­vernd á Ís­landi frá ár­inu 2010.

Fjórtán börnum fæddum hér á landi vikið af landi brott
Send úr landi 281 einu barni var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi á árunum 2010 til 2017. Fjórtán börnum sem fædd eru hér á landi, hið minnsta, var vikið brott af landinu á sama tíma. Mynd: Kristinn Magnússon

Í það minnsta fjórtán börnum sem sem fædd voru hér á landi hefur frá árinu 2010 verið vísað af landi brott eftir að hafa sótt um alþjóðlega vernd. Á sama tímabili hefur 281 barni verið synjað um alþjóðlega vernd eða viðbótarvefnd.

Þetta kemur fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Fyrirspurn Helga Hrafns laut að fjölda þeirra barna sem hér hefðu sótt um vernd á nefndu tímabili og afdrif þeirra umsókna.

Á árunum 2010 til 2017 sóttu alls 649 börn um alþjóðlega vernd hér á landi. Fjöldinn varð mestur árið 2016 en þá sóttu 277 börn um vernd. Börnin voru á öllum aldri, til að mynda voru 77 þeirra undir eins árs og 64 á öðru ári. Almennt voru börnin fremur yngri en eldri þegar þau sóttu hér um vernd, þannig sóttu 39 sautján ára börn um vernd hér á tímabilinu.

Á sama tímabili hlutu aðeins 97 börn alþjóðlega vernd eða viðbótarvernd á Íslandi eða um 15 prósent allra þeirra barna sem sótt höfðu um. Flest börn hlutu vernd hér á landi árið 2016, 42 talsins, sem þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess það ár var fjöldi umsókna mestur.  

Á sama tíma var 281 barni synjað um vernd hér á landi. Mismunurinn á fjölda þeirra sem sóttu um vernd og þeirra sem ýmist var synjað eða fengu hér vernd, alls 271 barn, skýrist af því að sum drógu umsókn sína til baka, fóru úr landi áður en umsóknin var afgreidd, mál þeirra eru enn í vinnslu eða í einhverjum tilvikum höfðu þau fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

41 barn hið minnsta hefur fæðst hér á landi á meðan að foreldrar þeirra hafa beðið eftir niðurstöðu umsókna sinna um vernd hér á landi. Þar af hefur 14 verið vísað úr landi. Tölurnar sem gefnar eru upp ná ekki til þess ef barn hefur fæðst á Íslandi og foreldrar þess síðan sótt um alþjóðlega vernd, eftir fæðingu þess.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár