Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fengu báðir hátt í milljón ofan á þingfararkaupið

Eng­ar regl­ur gilda um störf þing­manna á veg­um sam­göngu­ráðu­neyt­is­ins og ekki er hald­ið ut­an um vinnu­fram­lag þeirra. Upp­lýs­ing­arn­ar koma fram vegna fyr­ir­spurn­ar sem Bjarni Bene­dikts­son kall­aði „tóma þvælu“.

Fengu báðir hátt í milljón ofan á þingfararkaupið

Ásmundur Friðriksson og Haraldur Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fengu báðir hátt í milljón króna greiðslur ofan á þingfararkaupið sitt og kostnaðargreiðslur í fyrra vegna starfa á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins seinni hluta ársins, að mestu í ráðherratíð Jóns Gunnarssonar flokksbróður þeirra.

Þetta kemur  fram í svörum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Ásmundur fékk 957 þúsund krónur fyrir að gegna formennsku í samgönguráði og vinna að þingsályktunartillögu um samgönguáætlun.

Eins og frægt er orðið fékk Ásmundur 4,6 milljónir endurgreiddar frá Alþingi vegna aksturskostnaðar sama ár. Í ljós kom að hann hafði viljandi ákveðið að fylgja ekki reglum um þingfararkostnað og jafnframt látið Alþingi greiða akstursgjöld vegna prófkjörsbaráttu sinnar og í tengslum við þáttagerð á ÍNN.

Sumum leiðist fyrirspurnagleði Björns Levís Gunnarssonar.

Haraldur Benediktsson fékk 921 þúsund krónur fyrir vinnu við stjórn fjarskiptasjóðs í fyrra. Þegar þau málefni sem nú heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið heyrðu undir innanríkisráðuneytið fékk Haraldur samtals 1,26 milljónir vegna fjarskiptasjóðs. 

Fram kemur í svörum ráðuneytisins að ekki sé haldið utan um vinnuframlag þingmanna líkt og gert er þegar um verktakavinnu er að ræða. Þá er jafnframt greint frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafi ekki sett sér neinar reglur um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins. 

Upplýsingarnar eru veittar að beiðni Björns Levís Gunnarssonar sem hefur sent öðrum ráðuneytum sams konar fyrirspurnir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kvartaði undan fjölda og umfangi fyrirspurna í sumar og nefndi þessa tilteknu fyrirspurn Björns sem dæmi um að þingmenn væru komnir út í móa. „Spurt er tíu ár aftur í tímann um alla þingmenn sem setið hafa á Alþingi, um allar nefndir sem þeir hafa setið í, hvaða afurð hafi komið út úr öllum þeim nefndum allra þingmanna sl. tíu ár. Hvernig greiðslum til þeirra hafa verið háttað, hvað ætla megi að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið fyrir hverja einustu nefnd tíu ár aftur í tímann. Er einhver hér í salnum sammála mér um að þetta sé komið út í tóma þvælu?,“ sagði hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjör þingmanna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár