Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Konur og nýburar verða send beint heim af fæðingardeildinni

Upp­sagn­ir ljós­mæðra munu valda mik­illi rösk­un á starf­semi fæð­ing­ar­þjón­ustu Land­spít­al­ans. Mögu­legt er að rösk­un verði á gang­setn­ingu fæð­inga og keis­ara­skurð­um verði beint ann­að.

Konur og nýburar verða send beint heim af fæðingardeildinni
Verða send beint heim Rúmum á sængurkvennadeild Landspítala verður lokað um mánaðarmótin og konur með nýfædd börn verða sendar beint heim, ef nokkur kostur er á. Mynd: Shutterstock

Konur og nýfædd börn þeirra verða útskrifuð beint af fæðingarvakt Landspítala Íslands og í heimaþjónustu sé þess kostur eftir 1. júlí næstkomandi. Þá er mögulegt að röskun verði á framköllun fæðinga, svokallaðri gangsetningu eftir mánaðamótin. Ástæðan er að um mánaðarmótin taka gildi uppsagnir tólf ljósmæðra vegna kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Mikil truflun verður á starfsemi fæðingarþjónustu vegna þessa.

Landspítalinn hefur sett upp aðgerðaáætlun sem kemur til framkvæmda taki uppsagnirnar gildi. Áfram verður tekið á móti konum í fæðingu eins og verið hefur en, sem fyrr segir, má búast við að þær og nýburar þeirra verði útskrifuð beint í heimaþjónustu af fæðingarvakt ef hægt er. Þá verður fimm rúmum lokað á meðgöngu- og sængukvennadeild. Hugsanlegt er að valkeisaraskurðum verði beint á Akranes og Akureyri.

Barnshafandi konum er þá bent á að leita fyrst á heilsugæslustöð eða Læknavaktina, nema ef um bráð veikindi eða byrjun fæðingar sé að ræða. Þá er konum sem nýlega hafa fætt barn einnig bent á að leita á sína heilsugæslustöð, til heimaþjónustuljósmóður eða á Læknavakt, nema ef um bráð veikindi er að ræða. 

Landspítali hefur undirbúið aukna samvinnu milli deilda spítalans og biðlað til annarra heilbrigðisstofnana um aðstoð. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, Læknavaktin og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa samþykkt að veita aukna þjónustu, í samráði við starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítalans, að því er kemur fram í tilkynningu frá spítalanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár