Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

Hval­veiðikvóti ætti að ganga kaup­um og söl­um, skrif­ar Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son pró­fess­or í ný­legu riti fyr­ir íhalds­sama hug­veitu. „Þá gætu hval­vernd­arsinn­ar borg­að fyr­ir að hval­ir séu ekki veidd­ir,“ skrif­ar Hann­es.

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
Kristján Loftsson og Hannes Hólmsteinn Fyrirtæki Kristjáns, Hvalur hf., stundar eitt veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Úthluta ætti hvalveiðikvóta varanlega svo hann gangi kaupum og sölum milli útgerða, að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. Þetta mundi gefa þeim sem eru á móti hvalveiðum tækifæri til að kaupa kvóta án þess að nota hann og borga þannig fyrir að hvalir séu ekki veiddir.

Þetta kemur fram í nýlegu riti Hannesar, „Green Capitalism: How To Protect The Environment By Defining Private Property Rights“. Ritið er gefið út af New Direction, hugveitu evrópskra íhaldsmanna. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var verndari hugveitunnar við stofnun hennar. New Direction er nátengd ACRE, flokki íhaldssamra Evrópusambandsandstæðinga á Evrópuþinginu, sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að ásamt Réttlætis- og þróunarflokki Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, Sönnum Finnum og breska Íhaldsflokknum meðal annarra.

Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi hvalveiða á Íslandi er veiðiheimildum úthlutað af ráðuneytinu samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Hvalveiðiheimildir geta hins vegar ekki gengið kaupum og sölum eins og aðrar aflaheimildir.

Hvalur hf., sem Kristján Loftsson stýrir, er eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar veiðar á langreyðum. Kristján hóf aftur hvalveiðar nýverið eftir að hafa ekki haldið til hvalveiða síðastiðin tvö sumur. Fyrsta langreyðurin hjá Hval hf. í sumar er komin á land.

Hvalir verði eins og heilagar kýr

Í ritinu segir Hannes að vegna hættunnar á ofveiðum þurfi að takmarka veiðar við þá aðila sem hafi hagsmuni af því að hámarka langtíma hagnað af auðlindinni. „Í íslenskri útgerð var þessu markmiði náð með kvótakerfinu,“ skrifar Hannes í þýðingu blaðamanns. „Slíkt kerfi gæti verið hjálplegt við hvalveiðar.“

„Hvalir gætu þannig mögulega leikið svipað hlutverk í vestrænu samfélagi og heilagar kýr á Indlandi eða svín í samfélagi Gyðinga: þeir yrðu ekki borðaðir.“
HvalurHvalverndarsinnar gætu keypt líf hvala, næðu hugmyndir Hannesar fram að ganga.

Hann segir að þannig sé mikilvægt að hvalveiðikvótum verði úthlutað með varanlegum hætti. „Hvalveiðikvótar ættu ekki aðeins að ganga kaupum og sölum á milli hvalveiðiútgerða, heldur einnig þeirra sem vilja kaupa þá til þess að nota þá ekki (ólíkt þorskkvóta),“ skrifar Hannes. „Þá gætu hvalverndarsinnar borgað fyrir að hvalir séu ekki veiddir. Ef það er satt að eftirspurn eftir hvalkjöti sé lítil, þá ætti verðið á kvótunum að lækka og hvalverndarsinnar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Hvalir gætu þannig mögulega leikið svipað hlutverk í vestrænu samfélagi og heilagar kýr á Indlandi eða svín í samfélagi Gyðinga: þeir yrðu ekki borðaðir.“

Hvalir ekki „sérstaklega gáfaðir“

Hannes skrifar að kostur þessarar markaðslausnar sé að báðir hópar ættu að geta sætt sig við hana. „Hvorugur hópanna tveggja þvingar vilja sínum á hinn,“ skrifar Hannes. „Þess í stað kemur það í hlut hópanna tveggja að sýna hvor telur hvali meira virði (með öðrum orðum, hvor af þeim er tilbúinn til að greiða hærra verð).“

Loks skrifar Hannes að það virðist ekki vera að  hvalir séu sérstaklega gáfaðir og að rannsóknir styðji þá skoðun. „Ef þeir væru það þá mundu þeir líklega ekki margir láta veiða sig af hvalveiðimönnum eða reka á strandir,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár