Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

Hval­veiðikvóti ætti að ganga kaup­um og söl­um, skrif­ar Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son pró­fess­or í ný­legu riti fyr­ir íhalds­sama hug­veitu. „Þá gætu hval­vernd­arsinn­ar borg­að fyr­ir að hval­ir séu ekki veidd­ir,“ skrif­ar Hann­es.

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
Kristján Loftsson og Hannes Hólmsteinn Fyrirtæki Kristjáns, Hvalur hf., stundar eitt veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Úthluta ætti hvalveiðikvóta varanlega svo hann gangi kaupum og sölum milli útgerða, að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. Þetta mundi gefa þeim sem eru á móti hvalveiðum tækifæri til að kaupa kvóta án þess að nota hann og borga þannig fyrir að hvalir séu ekki veiddir.

Þetta kemur fram í nýlegu riti Hannesar, „Green Capitalism: How To Protect The Environment By Defining Private Property Rights“. Ritið er gefið út af New Direction, hugveitu evrópskra íhaldsmanna. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var verndari hugveitunnar við stofnun hennar. New Direction er nátengd ACRE, flokki íhaldssamra Evrópusambandsandstæðinga á Evrópuþinginu, sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að ásamt Réttlætis- og þróunarflokki Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, Sönnum Finnum og breska Íhaldsflokknum meðal annarra.

Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi hvalveiða á Íslandi er veiðiheimildum úthlutað af ráðuneytinu samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Hvalveiðiheimildir geta hins vegar ekki gengið kaupum og sölum eins og aðrar aflaheimildir.

Hvalur hf., sem Kristján Loftsson stýrir, er eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar veiðar á langreyðum. Kristján hóf aftur hvalveiðar nýverið eftir að hafa ekki haldið til hvalveiða síðastiðin tvö sumur. Fyrsta langreyðurin hjá Hval hf. í sumar er komin á land.

Hvalir verði eins og heilagar kýr

Í ritinu segir Hannes að vegna hættunnar á ofveiðum þurfi að takmarka veiðar við þá aðila sem hafi hagsmuni af því að hámarka langtíma hagnað af auðlindinni. „Í íslenskri útgerð var þessu markmiði náð með kvótakerfinu,“ skrifar Hannes í þýðingu blaðamanns. „Slíkt kerfi gæti verið hjálplegt við hvalveiðar.“

„Hvalir gætu þannig mögulega leikið svipað hlutverk í vestrænu samfélagi og heilagar kýr á Indlandi eða svín í samfélagi Gyðinga: þeir yrðu ekki borðaðir.“
HvalurHvalverndarsinnar gætu keypt líf hvala, næðu hugmyndir Hannesar fram að ganga.

Hann segir að þannig sé mikilvægt að hvalveiðikvótum verði úthlutað með varanlegum hætti. „Hvalveiðikvótar ættu ekki aðeins að ganga kaupum og sölum á milli hvalveiðiútgerða, heldur einnig þeirra sem vilja kaupa þá til þess að nota þá ekki (ólíkt þorskkvóta),“ skrifar Hannes. „Þá gætu hvalverndarsinnar borgað fyrir að hvalir séu ekki veiddir. Ef það er satt að eftirspurn eftir hvalkjöti sé lítil, þá ætti verðið á kvótunum að lækka og hvalverndarsinnar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Hvalir gætu þannig mögulega leikið svipað hlutverk í vestrænu samfélagi og heilagar kýr á Indlandi eða svín í samfélagi Gyðinga: þeir yrðu ekki borðaðir.“

Hvalir ekki „sérstaklega gáfaðir“

Hannes skrifar að kostur þessarar markaðslausnar sé að báðir hópar ættu að geta sætt sig við hana. „Hvorugur hópanna tveggja þvingar vilja sínum á hinn,“ skrifar Hannes. „Þess í stað kemur það í hlut hópanna tveggja að sýna hvor telur hvali meira virði (með öðrum orðum, hvor af þeim er tilbúinn til að greiða hærra verð).“

Loks skrifar Hannes að það virðist ekki vera að  hvalir séu sérstaklega gáfaðir og að rannsóknir styðji þá skoðun. „Ef þeir væru það þá mundu þeir líklega ekki margir láta veiða sig af hvalveiðimönnum eða reka á strandir,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár