Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

Hval­veiðikvóti ætti að ganga kaup­um og söl­um, skrif­ar Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son pró­fess­or í ný­legu riti fyr­ir íhalds­sama hug­veitu. „Þá gætu hval­vernd­arsinn­ar borg­að fyr­ir að hval­ir séu ekki veidd­ir,“ skrif­ar Hann­es.

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
Kristján Loftsson og Hannes Hólmsteinn Fyrirtæki Kristjáns, Hvalur hf., stundar eitt veiðar á langreyðum við Íslandsstrendur. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn á Facebook

Úthluta ætti hvalveiðikvóta varanlega svo hann gangi kaupum og sölum milli útgerða, að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. Þetta mundi gefa þeim sem eru á móti hvalveiðum tækifæri til að kaupa kvóta án þess að nota hann og borga þannig fyrir að hvalir séu ekki veiddir.

Þetta kemur fram í nýlegu riti Hannesar, „Green Capitalism: How To Protect The Environment By Defining Private Property Rights“. Ritið er gefið út af New Direction, hugveitu evrópskra íhaldsmanna. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var verndari hugveitunnar við stofnun hennar. New Direction er nátengd ACRE, flokki íhaldssamra Evrópusambandsandstæðinga á Evrópuþinginu, sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að ásamt Réttlætis- og þróunarflokki Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, Sönnum Finnum og breska Íhaldsflokknum meðal annarra.

Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi hvalveiða á Íslandi er veiðiheimildum úthlutað af ráðuneytinu samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Hvalveiðiheimildir geta hins vegar ekki gengið kaupum og sölum eins og aðrar aflaheimildir.

Hvalur hf., sem Kristján Loftsson stýrir, er eina fyrirtækið á Íslandi sem stundar veiðar á langreyðum. Kristján hóf aftur hvalveiðar nýverið eftir að hafa ekki haldið til hvalveiða síðastiðin tvö sumur. Fyrsta langreyðurin hjá Hval hf. í sumar er komin á land.

Hvalir verði eins og heilagar kýr

Í ritinu segir Hannes að vegna hættunnar á ofveiðum þurfi að takmarka veiðar við þá aðila sem hafi hagsmuni af því að hámarka langtíma hagnað af auðlindinni. „Í íslenskri útgerð var þessu markmiði náð með kvótakerfinu,“ skrifar Hannes í þýðingu blaðamanns. „Slíkt kerfi gæti verið hjálplegt við hvalveiðar.“

„Hvalir gætu þannig mögulega leikið svipað hlutverk í vestrænu samfélagi og heilagar kýr á Indlandi eða svín í samfélagi Gyðinga: þeir yrðu ekki borðaðir.“
HvalurHvalverndarsinnar gætu keypt líf hvala, næðu hugmyndir Hannesar fram að ganga.

Hann segir að þannig sé mikilvægt að hvalveiðikvótum verði úthlutað með varanlegum hætti. „Hvalveiðikvótar ættu ekki aðeins að ganga kaupum og sölum á milli hvalveiðiútgerða, heldur einnig þeirra sem vilja kaupa þá til þess að nota þá ekki (ólíkt þorskkvóta),“ skrifar Hannes. „Þá gætu hvalverndarsinnar borgað fyrir að hvalir séu ekki veiddir. Ef það er satt að eftirspurn eftir hvalkjöti sé lítil, þá ætti verðið á kvótunum að lækka og hvalverndarsinnar þurfa ekki að hafa áhyggjur. Hvalir gætu þannig mögulega leikið svipað hlutverk í vestrænu samfélagi og heilagar kýr á Indlandi eða svín í samfélagi Gyðinga: þeir yrðu ekki borðaðir.“

Hvalir ekki „sérstaklega gáfaðir“

Hannes skrifar að kostur þessarar markaðslausnar sé að báðir hópar ættu að geta sætt sig við hana. „Hvorugur hópanna tveggja þvingar vilja sínum á hinn,“ skrifar Hannes. „Þess í stað kemur það í hlut hópanna tveggja að sýna hvor telur hvali meira virði (með öðrum orðum, hvor af þeim er tilbúinn til að greiða hærra verð).“

Loks skrifar Hannes að það virðist ekki vera að  hvalir séu sérstaklega gáfaðir og að rannsóknir styðji þá skoðun. „Ef þeir væru það þá mundu þeir líklega ekki margir láta veiða sig af hvalveiðimönnum eða reka á strandir,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár