Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu

Vega­gerð­in sér fram á að öll gatna­mót á meg­in­stofn­veg­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði mis­læg. Hægt verði að keyra frá Hval­firði til Kefla­vík­ur án um­ferð­ar­ljósa. Einnig er gert ráð fyr­ir mis­læg­um gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar.

Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu
Framtíðarsýn Vegagerðarinnar Áætluð mislæg gatnamót og undirgöng eru merkt með grænum punktum.

Tugir mislægra gatnamóta bætast við vegakerfi höfuðborgarsvæðisins nái framtíðarsýn Vegagerðarinnar til ársins 2040 fram að ganga. Hægt yrði að keyra í suður frá Hvalfirði til Keflavíkur án þess að stoppa á ljósum. Þetta kemur fram í greinargerð sem Vegagerðin gaf nýlega út sem innlegg í svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

Á þriðja tug mislægra gatnamóta eða undirganga bætast við á svokallaða meginstofnvegi sem liggja í gegnum höfuðborgarsvæðið, verði áætlanir Vegagerðarinnar að veruleika. „Það er okkar draumur svona til að halda góðri tengingu í gegnum höfuðborgarsvæðið,“ segir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni. Til viðbótar eru teiknuð inn mislæg gatnamót á aðra stofnvegi, meðal annars á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Þá er gert ráð fyrir Öskjuhlíðargöngum og Sundabraut á svokallaðri ytri leið, samkvæmt sýn Vegagerðarinnar. Í greinargerðinni segir að Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ og Kjalarnes verði fyrsti kostur að stofnvegi til norðurs úr höfuðborginni „þar til sátt hefur náðst við Reykjavíkurborg um legu og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár