Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu

Vega­gerð­in sér fram á að öll gatna­mót á meg­in­stofn­veg­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði mis­læg. Hægt verði að keyra frá Hval­firði til Kefla­vík­ur án um­ferð­ar­ljósa. Einnig er gert ráð fyr­ir mis­læg­um gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar.

Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu
Framtíðarsýn Vegagerðarinnar Áætluð mislæg gatnamót og undirgöng eru merkt með grænum punktum.

Tugir mislægra gatnamóta bætast við vegakerfi höfuðborgarsvæðisins nái framtíðarsýn Vegagerðarinnar til ársins 2040 fram að ganga. Hægt yrði að keyra í suður frá Hvalfirði til Keflavíkur án þess að stoppa á ljósum. Þetta kemur fram í greinargerð sem Vegagerðin gaf nýlega út sem innlegg í svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

Á þriðja tug mislægra gatnamóta eða undirganga bætast við á svokallaða meginstofnvegi sem liggja í gegnum höfuðborgarsvæðið, verði áætlanir Vegagerðarinnar að veruleika. „Það er okkar draumur svona til að halda góðri tengingu í gegnum höfuðborgarsvæðið,“ segir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni. Til viðbótar eru teiknuð inn mislæg gatnamót á aðra stofnvegi, meðal annars á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Þá er gert ráð fyrir Öskjuhlíðargöngum og Sundabraut á svokallaðri ytri leið, samkvæmt sýn Vegagerðarinnar. Í greinargerðinni segir að Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ og Kjalarnes verði fyrsti kostur að stofnvegi til norðurs úr höfuðborginni „þar til sátt hefur náðst við Reykjavíkurborg um legu og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár