Tugir mislægra gatnamóta bætast við vegakerfi höfuðborgarsvæðisins nái framtíðarsýn Vegagerðarinnar til ársins 2040 fram að ganga. Hægt yrði að keyra í suður frá Hvalfirði til Keflavíkur án þess að stoppa á ljósum. Þetta kemur fram í greinargerð sem Vegagerðin gaf nýlega út sem innlegg í svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.
Á þriðja tug mislægra gatnamóta eða undirganga bætast við á svokallaða meginstofnvegi sem liggja í gegnum höfuðborgarsvæðið, verði áætlanir Vegagerðarinnar að veruleika. „Það er okkar draumur svona til að halda góðri tengingu í gegnum höfuðborgarsvæðið,“ segir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni. Til viðbótar eru teiknuð inn mislæg gatnamót á aðra stofnvegi, meðal annars á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Þá er gert ráð fyrir Öskjuhlíðargöngum og Sundabraut á svokallaðri ytri leið, samkvæmt sýn Vegagerðarinnar. Í greinargerðinni segir að Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ og Kjalarnes verði fyrsti kostur að stofnvegi til norðurs úr höfuðborginni „þar til sátt hefur náðst við Reykjavíkurborg um legu og …
Athugasemdir