Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu

Vega­gerð­in sér fram á að öll gatna­mót á meg­in­stofn­veg­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði mis­læg. Hægt verði að keyra frá Hval­firði til Kefla­vík­ur án um­ferð­ar­ljósa. Einnig er gert ráð fyr­ir mis­læg­um gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar.

Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu
Framtíðarsýn Vegagerðarinnar Áætluð mislæg gatnamót og undirgöng eru merkt með grænum punktum.

Tugir mislægra gatnamóta bætast við vegakerfi höfuðborgarsvæðisins nái framtíðarsýn Vegagerðarinnar til ársins 2040 fram að ganga. Hægt yrði að keyra í suður frá Hvalfirði til Keflavíkur án þess að stoppa á ljósum. Þetta kemur fram í greinargerð sem Vegagerðin gaf nýlega út sem innlegg í svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

Á þriðja tug mislægra gatnamóta eða undirganga bætast við á svokallaða meginstofnvegi sem liggja í gegnum höfuðborgarsvæðið, verði áætlanir Vegagerðarinnar að veruleika. „Það er okkar draumur svona til að halda góðri tengingu í gegnum höfuðborgarsvæðið,“ segir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni. Til viðbótar eru teiknuð inn mislæg gatnamót á aðra stofnvegi, meðal annars á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Þá er gert ráð fyrir Öskjuhlíðargöngum og Sundabraut á svokallaðri ytri leið, samkvæmt sýn Vegagerðarinnar. Í greinargerðinni segir að Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ og Kjalarnes verði fyrsti kostur að stofnvegi til norðurs úr höfuðborginni „þar til sátt hefur náðst við Reykjavíkurborg um legu og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár