Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu

Vega­gerð­in sér fram á að öll gatna­mót á meg­in­stofn­veg­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði mis­læg. Hægt verði að keyra frá Hval­firði til Kefla­vík­ur án um­ferð­ar­ljósa. Einnig er gert ráð fyr­ir mis­læg­um gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar.

Vegagerðin vill tugi nýrra mislægra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu
Framtíðarsýn Vegagerðarinnar Áætluð mislæg gatnamót og undirgöng eru merkt með grænum punktum.

Tugir mislægra gatnamóta bætast við vegakerfi höfuðborgarsvæðisins nái framtíðarsýn Vegagerðarinnar til ársins 2040 fram að ganga. Hægt yrði að keyra í suður frá Hvalfirði til Keflavíkur án þess að stoppa á ljósum. Þetta kemur fram í greinargerð sem Vegagerðin gaf nýlega út sem innlegg í svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

Á þriðja tug mislægra gatnamóta eða undirganga bætast við á svokallaða meginstofnvegi sem liggja í gegnum höfuðborgarsvæðið, verði áætlanir Vegagerðarinnar að veruleika. „Það er okkar draumur svona til að halda góðri tengingu í gegnum höfuðborgarsvæðið,“ segir Jónas Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Vegagerðinni. Til viðbótar eru teiknuð inn mislæg gatnamót á aðra stofnvegi, meðal annars á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Þá er gert ráð fyrir Öskjuhlíðargöngum og Sundabraut á svokallaðri ytri leið, samkvæmt sýn Vegagerðarinnar. Í greinargerðinni segir að Vesturlandsvegur um Mosfellsbæ og Kjalarnes verði fyrsti kostur að stofnvegi til norðurs úr höfuðborginni „þar til sátt hefur náðst við Reykjavíkurborg um legu og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár