Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þurfa að taka smálán til að vera með í happdrætti

Leik­ur smá­lána­fyr­ir­tæk­is­ins Kredia, vegna þátt­töku Ís­lands á HM, ger­ir það að skil­yrði að þátt­tak­end­ur skuld­setji sig. Skuld­ir ung­menna vegna smá­lána hafa hækk­að um­tals­vert síð­ast­lið­in ár. Lög­fræð­ing­ur Neyt­enda­sam­tak­anna seg­ir að á með­an smá­lána­fyr­ir­tæk­in fái að starfa á laga­legu gráu svæði sé þeim þetta heim­ilt.

Þurfa að taka smálán til að vera með í happdrætti
Smálánafyrirtækið Kredia

„Ef að þetta væri leyfisskyld starfssemi, sem að vonir standa til um að þetta verði í nánustu framtíð, þá væri þessum fyrirtækjum örugglega ekki heimilt að haga sér með þessum hætti. En á meðan fyrirtækin starfa á lagalegu grái svæði er í raun og veru ekkert sem bannar þetta,“ segir Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum.

Smálánafyrirtækið Kredia stendur fyrir samkeppni vegna leiks Íslands við Nígeríu á HM í dag. Til þess að taka þátt þurfa þátttakendur að taka smálán og giska á úrslit leiksins en einn þátttakandi mun svo vera dreginn út og vinna sjónvarpstæki. Kredia er í eigu Ecommerce 2020 sem er félag skráð í Danmörku.

Leikur Kredia.Til að taka þátt í leiknum þarf að taka smálán.

Neytendasamtökin hafa kallað eftir því að smálánafyrirtækin verði gerð leyfisskyld. Í dag teljast þau ekki til fjármálafyrirtækja og falla því ekki undir lög um fjármálafyrirtæki.  Þannig gildir 19. grein laga um fjármálafyrirtæki ekki um smálaánafyrirtæki en þar er fjallað um góða viðskiptahætti og venjur. Þar segir meðal annars að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.

Smálánin sliga ungt fólk

Síðastliðin tvö ár hefur þeim sem leita úrræði hjá umboðsmanni skuldara fjölgað um tæp 25 prósent og hlutfall umsækjenda með smálán farið úr 13 prósentum í 43 prósent. Umboðsmaður skuldara benti á fyrr á árinu að markaðassetning smálánafyrirtækja beinist að ungu fólki og hópurinn sé í veikri stöðu. Verst er staðan hjá ungu fólki en árið 2017 var hlutfall fólks með smálán, á aldrinum 18 til 29 ára, sem sótti um ráðgjöf og greiðsluaðlögun 70 prósent.  Þá hafa skuldir þessa hóps hækkað umtalsvert en árið 2016 var meðalskuld ungmenna um 400 þúsund krónur en í fyrra nam fjárhæðin um 600 þúsund krónum.

Í grein félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einar Daðasonar, sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar er vikið að vandanum sem að smálán skapa ungu fólki. „Það er orðið aðkallandi að bregðast við til að sporna við því að ungt fólk í hópi þeirra tekjulægstu lendi í skuldavanda vegna lána sem það tekur í fljótræði án þess að gera sér grein fyrir kostnaðinum og sjá fyrir afleiðingarnar. Við þurfum að beina sjónum að starfsemi smálánafyrirtækjanna varðandi umgjörð og eftirlit og auka þarf fræðslu um fjármál svo ungt fólk verði betur í stakk búið til að taka fjárhagslegar ákvarðanir,“ segir meðal annars í greininni.

Herjuðu á fólk með óumbeðnum SMS-skilaboðum

Smálánafyrirtækin komust í fréttirnar í fyrra þegar upp komst að þau hefðu sent fjölda fólks óumbeðin SMS-skilaboð þar sem boðið var upp á smálán. Slík markaðssetning er bönnuð samkvæmt 46. grein fjarskiptalaga en samkvæmt greininni er aðeins heimilt að senda slík skilaboð hafi einstaklingurinn veitt samþykki sitt fyrir því fyrir fram.

Viðtakendur SMS-skilaboðanna voru ávarpaðir með nafni og bent á hve auðveld væri að sækjast eftir láni hjá smálánafyrirtækjunum. „Hæ, þú manst að þú átt 60.000 þúsund króna heimild hjá okkur. Þú getur svarað þessu SMS-i og við leggjum lánið inn á þig strax. Eigðu góðan dag, Smálán,“ segir í skilaboðum frá Smálán sem skráð er í Danmörku.

Skilaboð frá öðru smálánafyrirtæki, Hraðpeningar sem samkvæmt vefsíðu sinni er í eigu danska fyrirtækisins Ecommerce 2020, brutu einnig gegn fjarskiptalögum. „Vantar þig peninga og lán í bankanum er of flókið?“

Brjóta ítrekað gegn lögum um neytendalán

Neytendasamtökin hafa haft horn í síðu smálafyrirtækja síðan þau fóru að hasla sér völl. Í fréttatilkynningu samtakanna fyrr á árinu segja samtökin smálánafyrirtækin ítrekað brjóta gegn lögum um neytendalán og það hafi meðal annars fengið staðfest fyrir dómstólum. Þá hefur Neytendastofa lagt dagsektir á fyrirtækin vegna nýrri mála er varða sölu rafbóka samhliða lánveitingu. Samtökin krefjast þess að atvinnuvega- nýsköpunarráðuneytið endurskoði starfshætti smálánafyrirtækja og tryggi að þau starfi samkvæmt lögum.

Þá hafa samtökin gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðaleysi. „Starfsemin heldur að minnsta kosti óhindrað áfram. Það virðist þannig hagstæðara fyrir smálánafyrirtæki að standa í málarekstri við eftirlitsstofnanir, dómstóla og jafnvel fá á sig sektir en að fara að lögunum og lækka lánakostnaðinn svo þau standist lög,“ segir í tilkynningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár