Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin

Net­gíró er eitt helsta fjár­tæknifyr­ir­tæki Ís­lands sem er í sam­keppni um neyslu­lán við banka. Býð­ur upp á smá­lán og rað­greiðslu­lán sem bera vexti sem al­mennt eru ná­lægt 30 pró­sent­um og geta far­ið upp í 50. Um­boðs­mað­ur skuld­ara ger­ir ekki grein­ar­mun á Net­gíró og smá­lána­fyr­ir­tækj­un­um. Fram­kvæmda­stjór­inn neit­ar að gefa upp veltu­töl­ur en hef­ur sagt fyr­ir­tæk­ið stefna á 14 millj­arða veltu á þessu ári.

Okurlán Netgíró og tengslin við smálánafyrirtækin
Gengur út á að viðskiptavinurinn borgi ekki Viðskiptamódel Netgíró, sem og annarra fjártæknifyrirtækja, eins og Klarna, gengur út á að viðskiptavinurinn velji að borga ekki skuldir sínar sem fyrst svo fyrirtækið geti innheimt vexti og innheimtukostnað af lánunum. Skorri Rafn Rafnsson er eigandi Netgíró og nokkurra smálánafyrirtækja.

Greiðslu- og smálánafyrirtækið Netgíró hf., sem veitt hefur íslenskum almenningi smá- og neyslulán fyrir marga milljarða króna, lýtur takmörkuðu opinberu eftirliti og í raun bara  Neytendastofu. Netgíró er ekki eftirlitsskyldur aðili eins og bankar eða tryggingafélög, þar sem fyrirtækið er ekki fjármagnað með innlánum, peningum almennings, og lýtur því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitisins. Netgíró er ungt fyrirtæki, stofnað 2012, en fyrirtækið hefur aukið veltu sína umtalsvert á hverju ári og náði að skila hagnaði árið 2016 þegar hlutafé þess var tvöfaldað upp í tæplega 300 milljónir.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Helgi Björn Kristinsson, hefur sagt í viðtali við Viðskiptablaðið að hann bindi vonir við að velta fyrirtækisins verði meiri en 14 milljarðar króna á þessu ári. Stundin hefur heimildir fyrir því að velta einstakra fyrirtækja með vörur sem Netgíró hefur lánað fyrir nemi allt að einum milljarði króna. Helgi Björn vill ekki segja hverjar veltutölur fyrirtækisins eru í svörum sínum við spurningum blaðsins. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Neytendamál

Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
FréttirNeytendamál

Lagt til að ósátt­ir flug­far­þeg­ar greiði Sam­göngu­stofu 5.000 króna mál­skots­gjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.
Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
FréttirNeytendamál

Fjár­sterk­ir ein­stak­ling­ar og fé­lög keyptu upp stór­an hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu