Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

6.500 Íslendingar mótmæla meðferð Trump á flóttamönnum

Að­skiln­aði flótta­manna og for­eldra í Banda­ríkj­un­um var mót­mælt á Aust­ur­velli og við banda­ríska sendi­ráð­ið í gær. Yf­ir 6.500 und­ir­skrift­ir Ís­lend­inga hafa safn­ast á net­inu og verða þær af­hent­ar ut­an­rík­is­ráð­herra.

6.500 Íslendingar mótmæla meðferð Trump á flóttamönnum
Mótmæli við bandaríska sendiráðið Börn hælisleitenda hafa verið aðskilin frá foreldrum við landamærin að Mexíkó. Mynd: Snæbjörn Brynjarsson

Fjöldi fólks mótmælti á Austurvelli og fyrir utan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi í gær. Ástæðan er sú stefna bandarískra stjórnvalda að skilja börn hælisleitenda frá foreldrum sínum við landamæri Mexíkó og halda þeim í þar til gerðum búðum.

„Það er oft ástæða til að mótmæla fyrir hönd hælisleitenda og flóttafólks en þegar börnum er stungið í fangelsi þá stöðvast hjólin og fólk segir: hingað og ekki lengra!“ skrifar Dóra Magnúsdóttir, ein skipuleggjenda, á Facebook-viðburð mótmælanna.

Rúmlega 6.500 undirskriftir Íslendinga hafa safnast á vefnum Change.org, þar sem stefnunni er mótmæli. „Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa,“ segir á vefnum.

Stefnt er að því að afhenda Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra listann, en hvorki utanríkisráðherra né Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svöruðu fyrirspurnum mótmælenda. Að sögn mótmælenda náðu þau aðeins í Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formann utanríkismálanefndar Alþingis, en hún er stödd erlendis.

Breytt stefna en óljóst með börnin

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á miðvikudag undir tilskipun um að börn og foreldrar verði ekki lengur aðskilin með þessum hætti. Samkvæmt New York Times er óljóst hvort eitthvað verði gert til að hjálpa þeim rúmlega 2300 börnum sem nú þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Foreldrar þeirra eru enn í haldi á meðan gengið verður frá hælisumsóknum þeirra.

Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, flutti ræðu á ensku fyrir hönd Samtaka kvenna af erlendum uppruna. „Ég stend hér sem barnabarnabarn ekki eins, heldur þriggja ólöglegra innflytjenda sem smyglað var inn í Bandaríkin á barnsaldri,“ sagði Nicole, í þýðingu blaðamanns. „Í þá daga var sterk siðferðisleg forysta, þar sem markmiðið var að vernda börn og mannréttindi. Að lyfta upp þjóð með því að bjóða lausn á ofríki heimsins með því að bæta stöðu þeirra sem sættu ofríki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár