Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

6.500 Íslendingar mótmæla meðferð Trump á flóttamönnum

Að­skiln­aði flótta­manna og for­eldra í Banda­ríkj­un­um var mót­mælt á Aust­ur­velli og við banda­ríska sendi­ráð­ið í gær. Yf­ir 6.500 und­ir­skrift­ir Ís­lend­inga hafa safn­ast á net­inu og verða þær af­hent­ar ut­an­rík­is­ráð­herra.

6.500 Íslendingar mótmæla meðferð Trump á flóttamönnum
Mótmæli við bandaríska sendiráðið Börn hælisleitenda hafa verið aðskilin frá foreldrum við landamærin að Mexíkó. Mynd: Snæbjörn Brynjarsson

Fjöldi fólks mótmælti á Austurvelli og fyrir utan bandaríska sendiráðið á Laufásvegi í gær. Ástæðan er sú stefna bandarískra stjórnvalda að skilja börn hælisleitenda frá foreldrum sínum við landamæri Mexíkó og halda þeim í þar til gerðum búðum.

„Það er oft ástæða til að mótmæla fyrir hönd hælisleitenda og flóttafólks en þegar börnum er stungið í fangelsi þá stöðvast hjólin og fólk segir: hingað og ekki lengra!“ skrifar Dóra Magnúsdóttir, ein skipuleggjenda, á Facebook-viðburð mótmælanna.

Rúmlega 6.500 undirskriftir Íslendinga hafa safnast á vefnum Change.org, þar sem stefnunni er mótmæli. „Varðhald og aðskilnaður barna frá fjölskyldum sínum er mikið áfall sem getur sett börn í mjög viðkvæma stöðu gagnvart misnotkun og ofbeldi og leitt til áfallastreitu sem geti haft áhrif á þroska barna til langframa,“ segir á vefnum.

Stefnt er að því að afhenda Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra listann, en hvorki utanríkisráðherra né Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svöruðu fyrirspurnum mótmælenda. Að sögn mótmælenda náðu þau aðeins í Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, formann utanríkismálanefndar Alþingis, en hún er stödd erlendis.

Breytt stefna en óljóst með börnin

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði á miðvikudag undir tilskipun um að börn og foreldrar verði ekki lengur aðskilin með þessum hætti. Samkvæmt New York Times er óljóst hvort eitthvað verði gert til að hjálpa þeim rúmlega 2300 börnum sem nú þegar hafa verið aðskilin frá foreldrum sínum. Foreldrar þeirra eru enn í haldi á meðan gengið verður frá hælisumsóknum þeirra.

Nicole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, flutti ræðu á ensku fyrir hönd Samtaka kvenna af erlendum uppruna. „Ég stend hér sem barnabarnabarn ekki eins, heldur þriggja ólöglegra innflytjenda sem smyglað var inn í Bandaríkin á barnsaldri,“ sagði Nicole, í þýðingu blaðamanns. „Í þá daga var sterk siðferðisleg forysta, þar sem markmiðið var að vernda börn og mannréttindi. Að lyfta upp þjóð með því að bjóða lausn á ofríki heimsins með því að bæta stöðu þeirra sem sættu ofríki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár