Um sex prósent þeirra sem tilheyra tekjulægstu tuttugu prósentunum sleppa því að sækja læknisþjónustu sem þau telja sig þurfa. Þá sleppa rúm sautján prósent sama hóps því að fara til tannlæknis.
Nýtt kerfi sjúkratrygginga var tekið í notkun fyrir rúmu ári síðan og kom út skýrsla um árangur kerfisins á þriðjudag. Samkvæmt henni leggst kerfið þyngra á öryrkja og ellilífeyrisþega en almenna notendur kerfisins.
Þá koma ýmsir hópar heilbrigðiskerfisins mun verr út úr hinu nýja sjúkratryggingakerfi. Til að mynda þurfa psoriasis- og exemsjúklingar að greiða mun meira fyrir sína þjónustu, mun dýrara er að fara til sérfræðilæknis og afsláttur sem nauðsynlegur var öryrkjum hjá geðlæknum hefur verið afnuminn. Þá hefur greiðsluþátttaka lífeyrisþega aukist umtalsvert með hinu nýja kerfi.
Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu getur ekki orðið hærri en 71 þúsund krónur á ári hjá almennum notanda en um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Með kerfinu er því komið í veg …
Athugasemdir