Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Elítan hópast saman

Fólk­ið sem hagn­ast mest og tek­ur helstu ákvarð­an­ir í ís­lensku sam­fé­lagi safn­ast sam­an á ákveð­in svæði. Helstu að­il­ar í Eng­eyjarætt­inni fengu 920 millj­ón­ir króna í fjár­magn­s­tekj­ur í fyrra.

Fjórir af tekjuhæstu Garðbæingunum búa hlið við hlið við sömu götuna í bænum. Þetta er í samræmi við niðurstöður rannsókna, að eignamestu, tekjuhæstu og valdamestu einstaklingarnir safnist saman á sama búsetusvæði.

Um fimmtíu einstaklingar í Garðabæ þénuðu samanlagt rúma 8 milljarða í fjármagnstekjur árið 2017. Sama ár runnu samtals einn og hálfur milljarður fjármagnstekna til sjö einstaklinga á Seltjarnarnesi.

Eins og fram kom í rannsóknargrein um elítumyndun sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í fyrra er atvinnulífs- og viðskiptaelítan á Íslandi að miklu leyti búsett í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Álagningarskrár ríkisskattstjóra staðfesta þetta og sýna að stærstu greiðendur fjármagnstekjuskatts í Garðabænum búa margir hverjir í sömu hverfunum, í sömu götunum og jafnvel í sama íbúðakjarnanum. Til að mynda er fjórir af stærstu fjármagnstekjuskattgreiðendunum Garðabæjar búsettir hlið við hlið á Arnarnesinu.

Meðalfjármagnstekjur elítunnar um 165 milljónir króna á ári

Þær 218 fjölskyldur sem tilheyrðu tekjuhæsta 0,1 prósentinu á Íslandi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríka Ísland

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár