Fjórir af tekjuhæstu Garðbæingunum búa hlið við hlið við sömu götuna í bænum. Þetta er í samræmi við niðurstöður rannsókna, að eignamestu, tekjuhæstu og valdamestu einstaklingarnir safnist saman á sama búsetusvæði.
Um fimmtíu einstaklingar í Garðabæ þénuðu samanlagt rúma 8 milljarða í fjármagnstekjur árið 2017. Sama ár runnu samtals einn og hálfur milljarður fjármagnstekna til sjö einstaklinga á Seltjarnarnesi.
Eins og fram kom í rannsóknargrein um elítumyndun sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla í fyrra er atvinnulífs- og viðskiptaelítan á Íslandi að miklu leyti búsett í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Álagningarskrár ríkisskattstjóra staðfesta þetta og sýna að stærstu greiðendur fjármagnstekjuskatts í Garðabænum búa margir hverjir í sömu hverfunum, í sömu götunum og jafnvel í sama íbúðakjarnanum. Til að mynda er fjórir af stærstu fjármagnstekjuskattgreiðendunum Garðabæjar búsettir hlið við hlið á Arnarnesinu.
Meðalfjármagnstekjur elítunnar um 165 milljónir króna á ári
Þær 218 fjölskyldur sem tilheyrðu tekjuhæsta 0,1 prósentinu á Íslandi …
Athugasemdir